Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Krishna K. Damodaran rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Krishna K. Damodaran er dósent í efnafræði við Háskóla Íslands. Helsta framlag hans í rannsóknum hefur verið á sviði ólífrænnar efnafræði, nánar tiltekið efnafræði smárra sameinda sem saman mynda stærri strúktúra, svokallaðar þversameindabyggingar (e. supramolecular assemblies), með tengjum sín á milli. Þar á meðal eru rannsóknir á málmefnasamböndum sem myndað geta nýstárleg gel-efni, auk smíði annarra efnasambanda með nýja efniseiginleika. Gel-efni má nýta í ólíku samhengi, allt frá kontaktlinsum og hárvörum til lyfja og matvæla. Krishna hefur einnig styrkt rannsóknir í ólífrænni efnafræði á Íslandi með uppbyggingu aðstöðu fyrir röntgengreiningar á smáum sameindum og prótínum.

Helsta framlag Krishna í rannsóknum hefur verið á sviði ólífrænnar efnafræði, nánar tiltekið efnafræði smárra sameinda sem saman mynda stærri strúktúra, svokallaðar þversameindabygginga.

Rannsóknarhópur Krishna, sem starfar við Raunvísindastofnun Háskólans, vinnur nú meðal annars að rannsóknum á eiginleikum málmlífrænna sameindagrinda fyrir bindingu og umbreytingu á koltvíildi (CO2, einnig nefnt koltvíoxíð) úr andrúmslofti og að rannsóknum á krabbameinslyfjum þar sem gel eru notuð til að stjórna kristöllun ákveðinna forma lyfja. Rannsóknir Krishna hafa leitt til fjölda birtinga í virtum vísindaritum.

Rannsóknir Krishna hafa leitt til fjölda birtinga í virtum vísindaritum.

Krishna K. Damodaran lauk meistaragráðu í efnafræði árið 2000 frá Háskólanum í Kerala, Indlandi, og doktorsgráðu árið 2007 frá CSMCRI (Central Salt & Marine Chemicals Research Institute), Indlandi. Doktorsverkefni hans fólst í röntgengeislagreiningu á ólífrænum efnasamböndum sem mynda reglulegar ofurbyggingar gegnum vetnistengi. Eftir tvö ár sem nýdoktor við SUNY-háskólann í Albany í Bandaríkjunum hlaut hann Marie-Curie-styrk frá Evrópusambandinu og hóf þá störf við Imperial College í London. Árið 2012 flutti hann sig til Durham-háskólans í Englandi þar sem hann starfaði sem nýdoktor við rannsóknir á myndun þversameindagela og hagnýtingu þeirra við lyfjaframleiðslu. Krishna hóf störf við Háskóla Íslands í desember 2013 sem dósent við efnafræðideild.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson.
  • Úr safni KKD.

Útgáfudagur

8.7.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Krishna K. Damodaran rannsakað?“ Vísindavefurinn, 8. júlí 2018. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76081.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 8. júlí). Hvað hefur vísindamaðurinn Krishna K. Damodaran rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76081

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Krishna K. Damodaran rannsakað?“ Vísindavefurinn. 8. júl. 2018. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76081>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Krishna K. Damodaran rannsakað?
Krishna K. Damodaran er dósent í efnafræði við Háskóla Íslands. Helsta framlag hans í rannsóknum hefur verið á sviði ólífrænnar efnafræði, nánar tiltekið efnafræði smárra sameinda sem saman mynda stærri strúktúra, svokallaðar þversameindabyggingar (e. supramolecular assemblies), með tengjum sín á milli. Þar á meðal eru rannsóknir á málmefnasamböndum sem myndað geta nýstárleg gel-efni, auk smíði annarra efnasambanda með nýja efniseiginleika. Gel-efni má nýta í ólíku samhengi, allt frá kontaktlinsum og hárvörum til lyfja og matvæla. Krishna hefur einnig styrkt rannsóknir í ólífrænni efnafræði á Íslandi með uppbyggingu aðstöðu fyrir röntgengreiningar á smáum sameindum og prótínum.

Helsta framlag Krishna í rannsóknum hefur verið á sviði ólífrænnar efnafræði, nánar tiltekið efnafræði smárra sameinda sem saman mynda stærri strúktúra, svokallaðar þversameindabygginga.

Rannsóknarhópur Krishna, sem starfar við Raunvísindastofnun Háskólans, vinnur nú meðal annars að rannsóknum á eiginleikum málmlífrænna sameindagrinda fyrir bindingu og umbreytingu á koltvíildi (CO2, einnig nefnt koltvíoxíð) úr andrúmslofti og að rannsóknum á krabbameinslyfjum þar sem gel eru notuð til að stjórna kristöllun ákveðinna forma lyfja. Rannsóknir Krishna hafa leitt til fjölda birtinga í virtum vísindaritum.

Rannsóknir Krishna hafa leitt til fjölda birtinga í virtum vísindaritum.

Krishna K. Damodaran lauk meistaragráðu í efnafræði árið 2000 frá Háskólanum í Kerala, Indlandi, og doktorsgráðu árið 2007 frá CSMCRI (Central Salt & Marine Chemicals Research Institute), Indlandi. Doktorsverkefni hans fólst í röntgengeislagreiningu á ólífrænum efnasamböndum sem mynda reglulegar ofurbyggingar gegnum vetnistengi. Eftir tvö ár sem nýdoktor við SUNY-háskólann í Albany í Bandaríkjunum hlaut hann Marie-Curie-styrk frá Evrópusambandinu og hóf þá störf við Imperial College í London. Árið 2012 flutti hann sig til Durham-háskólans í Englandi þar sem hann starfaði sem nýdoktor við rannsóknir á myndun þversameindagela og hagnýtingu þeirra við lyfjaframleiðslu. Krishna hóf störf við Háskóla Íslands í desember 2013 sem dósent við efnafræðideild.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson.
  • Úr safni KKD.

...