Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 107 svör fundust

Eru læknisaðgerðir framkvæmdar á fóstrum?

Vegna framfara læknavísinda á síðustu áratugum hafa lyfjameðferðir og skurðaðgerðir á fóstrum orðið mögulegar í vissum tilvikum. Auðveldara og öruggara er en áður að ná til fósturs í móðurkviði og má til dæmis veita hormónum og ýmsum næringarefnum sem fóstur skortir í legi og komast hjá ýmsum óstarfhæfum efnaferlu...

Nánar

Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?

Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. ...

Nánar

Hvaða ár var merkilegast í sögu Íslands?

Við erum stödd á vísindavef, og því er nauðsynlegt að byrja á að svara því að vísindalega verður spurningunni ekki svarað beint með ákveðnu ártali. Það er megineinkenni vísinda að svör þeirra eiga að vera efnislega hin sömu hver sem spyr og hver sem svarar. En orðið „merkilegur“ hefur ekki merkingu sem gefur tilef...

Nánar

Hvað gerir taugasálfræðingur og hver er munurinn á honum og taugalækni?

Bæði taugalæknar og taugasálfræðingar eru löggildir sérfræðingar sem starfa gjarnan innan heilbrigðiskerfisins eða á akademískum rannsóknarstofnunum. Taugalæknar vinna þó oftar en taugasálfræðingar á eigin vegum. Taugasálfræðingar og taugalæknar hafa þjálfun í að greina og meðhöndla margs konar heila- og taugasjúk...

Nánar

Hver er munurinn á ríkisreknum fjölmiðli og einkareknum?

Helstu fjölmiðlar nútímans eru dagblöð, hljóðvarp, sjónvarp og veffréttamiðlar. Í okkar heimshluta tíðkast hvorki ríkisrekstur á dagblöðum né veffréttamiðlum (nema sem viðhengi við hefðbundinn útvarpsrekstur). Hér verður því samanburður á ríkisreknum og einkareknum miðlum einskorðaður við hljóðvarp og sjónvarp, se...

Nánar

Hvenær urðu fyrstu skýjakljúfarnir til?

Hugtakið skýjakljúfur er notað um mjög háar turnlaga byggingar. Hins vegar er ekki til ein ákveðin skilgreining á því hvað bygging þarf að uppfylla til þess að falla í þann flokk. Það sem fólki fannst svo hátt að það gæti klofið skýin seint á 19. öld er ekkert svo hátt miðað við ýmsar nýrri byggingar. Eitt viðmið...

Nánar

Hvenær hófst notkun rafsegulbylgna í læknavísindum?

Rekja má notkun rafsegulbylgna í læknavísindum allt aftur til síðasta áratugar 19. aldar. Vert er að hafa í huga að notkunin er fjölbreytt, enda geta rafsegulbylgjur haft mjög misjafna eiginleika eftir því hver tíðni þeirra er. Rafsegulbylgjur eru stundum flokkaðar eftir tíðni í útvarpsbylgjur, örbylgjur, inn...

Nánar

Hvað var minnsti maður Íslands hár?

Ekki liggja fyrir neinar öruggar upplýsingar um hversu hár minnsti maður Íslands er eða hefur verið. Fremur líklegt er þó að sá maður hafi þjáðst af sjúkdómnum brjóskkyrkingi (achondroplasiu) sem er arfgengur sjúkdómur og veldur dvergvexti. Útlimir eru þá óeðlilega stuttir miðað við búk. Meðalhæð karla með þennan ...

Nánar

Hvernig eru húðflúr fjarlægð og hver er sagan á bak við slíkar aðgerðir?

Þegar húðflúr er búið til er litarefnum sprautað djúpt inn í húðina um lítil göt sem gerð eru á húðþekjuna. Litaragnirnar eru það stórar að átfrumur líkamans ná ekki að fjarlægja þær. Litarefnin, og þar með húðflúrið, sitja því þar það sem eftir er ævinnar nema sérstakar aðgerðir komi til. Til eru nokkrar aðfe...

Nánar

Hver er nýjasta reikistjarnan sem vísindamenn hafa fundið?

Nú á dögum eru framfarir í stjörnufræði gríðarlega hraðar og varla líður dagur án þess að menn uppgötvi eitthvað nýtt. Sífellt berast fréttir um uppgötvanir á reikistjörnum umhverfis fjarlægar stjörnur, þannig að hætt er við að þetta svar verði fljótlega úrelt. Nýlegar uppgötvanir eru áhugaverðar að því leyti að v...

Nánar

Af hverju er fólk á móti fötluðum?

Ég held það sé of mikið sagt að fólk sé á móti fötluðum. Hins vegar búa fatlaðir við neikvæð viðhorf og fordóma sem gera þeim lífið erfitt. Margir líta á fatlaða sem „bagga” á samfélaginu. Fræðimenn vilja rekja slík viðhorf til breyttra þjóðfélagshátta í kjölfar iðnbyltingarinnar (Barnes, Mercer og Shakespeare,...

Nánar

Hvort notar maður meira vatn í sturtu eða baði?

Í samanburði sem þessum þarf að gefa sér einhverjar forsendur. Mjög misjafnt er hversu lengi fólk stendur undir sturtunni, hve mikill kraftur er á vatninu og hversu mikið vatn er sett í baðkarið. Hér er stuðst við upplýsingar sem má finna á heimasíðu Vistverndar í verki, en mati og áherslum í þeim þó breytt nokkuð...

Nánar

Fleiri niðurstöður