Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 69 svör fundust

Af hverju breytist lyktin af kaffi þegar það kólnar?

Upprunalega spurningin var: Oft getur maður fundið á lyktinni að kaffið er orðið of kalt til að drekka. Af hverju breytist lyktin af kaffi þegar það kólnar? Við finnum lykt þegar nógu margar sameindir á gasformi berast inn í nasir okkar og bindast þar viðtökum sem senda boð til heilans. Ef þetta er í fyrsta ...

Nánar

Hvers vegna eru hægðir okkar stundum harðar og stundum mjúkar?

Það fer eftir mataræði hvernig hægðirnar okkar eru. Áferð hægða ræðst af því hvort við fáum nóg af vökva og svokölluðum trefjaefnum í fæðunni. Trefjaefni eru flókin kolvetni sem finnast í plöntufrumuveggjum, til dæmis beðmi og lignín. Við meltum ekki trefjaefnin og þau fara því óbreytt í gegnum meltingarveginn...

Nánar

Af hverju er koltvíildi í líkama okkar og hvað gerir það?

Koltvíildi eða koltvíoxíð myndast við svokallaða frumuöndun í lífverum, þar á meðal mönnum. Frumuöndun felst í því að sundra lífrænum efnum eins og kolvetnum og fitu til að fá úr þeim orku sem er nauðsynleg til nýmyndunar efna fyrir vöxt og viðhald. Lokaafurðir þessa efnaferlis eru vatn og koltvíildi. Þessi efnasa...

Nánar

Er sellófan plast?

Plastefni eru efni úr einni eða fleiri tegundum fjölliða úr stórum hópi fjölliða. Plastefni hafa vissa mýkt svo hægt sé að móta þau og forma. Sellófan fellur undir þessa skilgreiningu og mundi því almennt vera talið til plastefna. Sellófan er þunn, gegnsæ filma búin til úr sellulósa og var fundin upp og þróuð a...

Nánar

Hvaða örverur eru í bjór?

Bjórbruggun felur í sér nokkur skref og örverur koma að flestum þeirra, ef ekki öllum, allt frá hráefnisframleiðslu til geymslu fullbúinnar vöru. Örveran sem mest er nýtt til bjórframleiðslu er einfruma sveppur, svokallaður gersveppur (e. yeast), af ættkvísl Saccharomyces (Bokulich & Bamforth, 2013). Sveppurinn ge...

Nánar

Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis fjallagrös virki?

Fjallagrös eru náttúruvara, það er að segja þau flokkast sem fæðubótarefni og hafa ekki markaðsleyfi sem náttúrulyf hér á landi. Fjallað eru um náttúrlyf og náttúrvörur í svari sömu höfunda við spurningunni Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? Náttúruvörur eru seldar án þess að kröfur séu gerðar til ...

Nánar

Hvað gerist í deigi þegar það gerjast?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er ger (það sem er notað í alls konar bakstur)? Það sem nefnt er bökunarger í daglegu tali er í raun lifandi einfruma sveppur af tegundinni Saccharomyces cerevisiae. Þetta er mjög harðger sveppur sem er víða í náttúrunni þar sem sykur er að finna, sér í lagi á þroskuðum ...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Már Másson rannsakað?

Már Másson er prófessor í lyfjaefnafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Már stýrir rannsóknarhópi á sviði sem kallast nanólæknisfræði (e. nanomedicine) en það miðar að því að nýta nanótækni í lækningum og lyfjaþróun. Megináhersla þessa sviðs vísinda er að hanna og smíða örsmá tæki, efni, efnisagnir og efnisy...

Nánar

Hvers vegna er gott að rækta skóg til að losna við koltvíoxíð?

Spurningin í heild hljóðaði svona:Hvers vegna er gott að rækta skóg til að losna við koldíoxíð? Hvað verður um dauðan skóg, en öll tré drepast eftir mislangan árafjölda. Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hver er munurinn á CO2 losun með því að brenna timbur (tré) eða láta það rotna ofan jarðar? Þ...

Nánar

Gæti ég fengið að vita það helsta um kolefni?

Kolefni kemur við sögu í öllu okkar daglega lífi. Fæðan sem við neytum inniheldur kolefni, flíspeysurnar okkar eru úr kolefni, við notum kolefni til að knýja bílana okkar, sumir skreyta sig með kolefni, við skrifum með kolefni, notum það til að grilla og það kemur mikið við sögu í hinum svokölluðu gróðurhúsaáhrifu...

Nánar

Eru laktósafríar mjólkurvörur hollari en venjulegar mjólkurvörur?

Stutta svarið er: Laktósafríar mjólkurvörur eru ekki hollari en venjulegar mjólkurvörur, enda er næringarinnihald beggja tegunda mjög svipað. Laktósafríar mjólkurvörur eru þó ákjósanlegur valkostur fyrir þá sem hafa mjólkursykuróþol. Mjólkurvörur innihalda ýmis orku- og næringarefni. Þar á meðal er mjólkursykur...

Nánar

Fleiri niðurstöður