Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 344 svör fundust
Hver var fyrsti forseti Íslands?
Fyrsti forseti lýðveldisins var Sveinn Björnsson (1881-1952), sem var kjörinn 17. júní 1944 og sat til dánardægurs 1952. Annar forseti Íslands var Ásgeir Ásgeirsson (1894-1972) sem sat í 16 ár, frá 1952—1968. Sveinn Björnsson var fyrsti forseti lýðveldisins. Árið 1968 varð Kristján Eldjárn forseti (1917-...
Hver var Jón Ólafsson Indíafari og hvers konar ferðasögu skrifaði hann?
Talið er að Jón Ólafsson (1593-1679) sem varð svo frægur að komast alla leið til Indlands, hafi skrifað sögu sína um 1660. Þar eru óteljandi skemmtilegar og lifandi frásagnir af því sem fyrir augu hans og eyru bar. Jón var ævintýragjarn og yfirgaf heimaslóðir sínar á Vestfjörðum árið 1615 þegar hann tók sér far me...
Hvað var Danakonungur gamall árið 1944 og átti hann systkini?
Öll spurningin hljóðaði svona: Átti Danakonungur (Kristján tíundi) systkini? Hvað var hann gamall árið 1944 og hvernig leit hann út? Þegar Ísland fékk sjálfstæði 1944 sat Kristján 10. á valdastóli í Danmörku. Hann var fæddur 26. september 1870 og var því 74 ára þegar Íslendingar sögðu endanlega skilið við D...
Hafa rómverskir munir fundist hér á landi?
Sex rómverskir peningar hafa fundist hér á landi. Fjórir þeirra eru bronspeningar, svokallaðir Antoninianusar slegnir í kringum 300 e.Kr. Tveir þeirra fundust á Bragðavöllum í Hamarsfirði 1905 og 1933, í uppblásnum rústum ásamt gripum með ótvíræðum víkingaaldareinkennum. Sá þriðji fannst á víðavangi fyrir mynni H...
Hvenær kom tvínefni fyrst fram á Íslandi?
Ekki er fullljóst hversu gamall tvínefnasiðurinn er hér á landi. Í Hauksbók, sem rituð var í upphafi 14. aldar, er þessi stutta frásögn af nafnasiðum til forna: Það er fróðra manna sögn að það væri siður í fyrndinni að draga af nöfnum guðanna nöfn sona sinna svo sem af Þórs nafni Þórólf eður Þorstein eður Þorgr...
Er hægt að líkja alheiminum við atóm? Eru svipaðir kraftar í gangi í atóminu og í sólkerfinu?
Já og nei; þetta skal nú skýrt frekar. Það sem er svipað með sólkerfinu og atómi er langseilni krafturinn sem heldur kerfunum saman. Þyngdarkrafturinn frá sólinni veikist með fjarlægðinni frá henni í öðru veldi. Ef fjarlægð hlutar frá sólu tvöfaldast þá verður krafturinn frá henni einn fjórði af upphaflegum krafti...
Hversu oft er kosið um forseta?
Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands númer 36 frá 1945 segir að forsetakjör skuli fara fram síðasta laugardag í júnímánuði fjórða hvert ár. Ef aðeins einn er í kjöri til forseta þá telst sá kjörinn forseti án atkvæðagreiðslu. Ef forseti deyr eða lætur af störfum, áður en kjörtíma hans er lokið, þá segir í lö...
Er hægt að tengja Spánverjavígin haustið 1615 við upphaf einokunarverslunar Dana?
Vorið 1602 tókust samningar um að kaupmenn í Kaupmannahöfn, Málmey og Helsingjaeyri fengju einkaleyfi til allrar verslunar við Ísland. Málmey taldist þá til Danmerkur en er nú í Svíþjóð. Röksemdir Kristjáns fjórða Danakonungs og ráðunauta hans voru á þá leið að síðustu áratugina á undan hefðu erlendir kaupmenn, þý...
Hvernig beygjast raðtölur?
Hægt er að setja fram nokkrar reglur um endingar raðtalna.[1] Raðtöluendingar koma ýmist á eina/aftasta lið tölu eða á báða / tvo síðustu liðina. 4. fjórði44. fertugasti og fjórði444. fjögurhundruð fertugasti og fjórði4.440. fjögurþúsund fjögurhundruð og fertugasti4.444. fjögurþúsund fjögurhundruð fertugasti og ...
Kristján Leósson hlýtur hvatningarverðlaun
Í dag voru Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs veitt dr. Kristjáni Leóssyni eðlisverkfræðingi. Kristján starfar sem vísindamaður hjá Eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands jafnframt kennslu og að leiðbeina meistara- og doktorsnemum skóla Íslands. Geir Haarde, formaður Vísinda- og tækniráðs, og ...
Hvað getið þið sagt mér um Spánverjavígin árið 1615?
Fiskveiðar hófust við Nýfundnaland í byrjun 16. aldar, fáum árum eftir að Evrópumenn uppgötuðu heimsálfuna Ameríku. Frakkar veiddu þorsk í stórum stíl, en sjómenn frá Baskahéruðum Spánar og Frakklands eltust við norðhval, sem einnig kallast grænlandssléttbakur og grænlandshvalur. Baskar við Biskajaflóa byggðu trau...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristján Leósson rannsakað?
Kristján Leósson er þróunarstjóri sprotafyrirtækisins DT-Equipment ehf. en sinnir einnig stöðu verkefnisstjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í hlutastarfi. Hann hefur um árabil stundað rannsóknir í örtækni (nanótækni), ljóstækni, efnistækni og líftækni. Menntun hans er á sviði eðlisfræði, verkfræði og heimspeki en...
Hvert er algengasta nafn á Íslandi?
Algengasta nafnið á Íslandi mun vera karlmannsnafnið Jón og hefur verið það um aldir. Í fyrsta manntali sem tekið var á Íslandi 1703 hét fjórði hver maður á landinu Jón. Algengasta kvenmannsnafn þá var Guðrún og hét fimmta hver kona því nafni 1703. Það hefur til skamms tíma verið algengast kvenmannsnafna. Bæði þes...
Hvaða rannsóknir hefur Kristján Jóhann Jónsson stundað?
Rannsóknir Kristjáns Jóhanns eru fyrst og fremst á sviði íslenskra bókmennta og bókmenntakennslu. Doktorsritgerð Kristjáns fjallaði um rómantíska tímabilið og Grím Thomsen. Fræðistörf Kristjáns eru aðallega á sviði bókmennta fyrri alda, það er 1350-1900, og íslenskukennslu. Kristján skrifaði bækurnar Lykilinn að N...
Hvenær er fyrsti sunnudagur í aðventu í ár? Er aðfangadagur talinn með?
Já, þegar aðfangadagur lendir á sunnudegi er hann síðasti sunnudagurinn í aðventu. Fyrsti sunnudagur í aðventu árið 2023 er 3. desember, annar 10. desember, þriðji 17. desember og fjórði 24. desember. Þegar aðfangadagur lendir á sunnudegi er hann síðasti sunnudagurinn í aðventu. Dæmi um ár þar sem síðasti...