Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Kristján Jóhann Jónsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Rannsóknir Kristjáns Jóhanns eru fyrst og fremst á sviði íslenskra bókmennta og bókmenntakennslu. Doktorsritgerð Kristjáns fjallaði um rómantíska tímabilið og Grím Thomsen. Fræðistörf Kristjáns eru aðallega á sviði bókmennta fyrri alda, það er 1350-1900, og íslenskukennslu. Kristján skrifaði bækurnar Lykilinn að Njálu (1998), bók sem fjallar um möguleika Brennu-Njáls sögu í skólastarfi og það hvernig nútímamenn geti tengt sig við þetta forna stórvirki, Kall tímans (2004), bók um fræðistörf Gríms Thomsen og bækur hans um franskar og enskar samtímabókmenntir og Grímur Thomsen, þjóðerni, skáldskapur, þversagnir og vald (2014), bók sem byggð er á doktorsritgerð sem Kristján varði árið 2012. Þar eru teknar til ítarlegrar umræðu ýmsar bókmenntir frá þjóðarbyggingarskeiði Íslendinga, rómantíska stefnan á Íslandi og í Evrópu, frjálslyndi og einstaklingshyggja sem einkenndu rómantísku stefnuna. Þessi svið höfðu að sumu leyti orðið útundan í íslenskri þjóðernisumræðu og í bókinni er dregin upp ný mynd af stöðu þjóðskálds og heimsborgara, sem varpar sérstöku ljósi á tengsl Íslands og umheimsins.

Á árunum 1981-1992 gaf Kristján út þrjár skáldsögur og þýddi rúman tug skáldsagna. Sú reynsla hefur komið að gagni í starfi hans sem dósents á Menntavísindasviði, ekki síst í tilraunakennslu í ritlist fyrir kennara. Nemendur læra þar að kenna gagnrýninn bókmenntalestur með ritun, bæði sem einstaklingar og í hópum. Þeir læra þannig bókmenntafræði og ritlist samtímis og hafa staðfest gildi þess þegar þeir hafa notað þessa aðferð sjálfir á ýmsum skólastigum.

Rannsóknir Kristjáns Jóhanns eru fyrst og fremst á sviði íslenskra bókmennta og bókmenntakennslu.

Væntanleg er frá Háskólaútgáfunni bókin Íslenska í grunnskólum og framhaldsskólum (2018). Að henni stendur sjö manna rannsóknarhópur sem Kristján Jóhann hefur veitt forstöðu og hefur starfað að rannsókn á íslenskukennslu síðan 2013. Heiti rannsóknarinnar er: „Íslenska sem námsgrein og kennslutunga“. Hún byggist á skólaheimsóknum, viðtölum og vettvangsrannsóknum. Þar er gerð kerfisbundin rannsókn á innihaldi, framkvæmd og viðhorfum kennara og skólastjórnenda til íslenskukennslu. Samstarfsmenn Kristjáns í þessari rannsókn eru af Menntavísindasviði HÍ, Hugvísindasviði HÍ og frá Háskólanum á Akureyri.

Kristján Jóhann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, sat til dæmis um tíma í háskólaráði Kennaraháskólans áður en hann rann saman við Háskóla Íslands, sat í nefnd um málstefnu Háskóla Íslands, sat í stjórn Samtaka móðurmálskennara, ýmsum nefndum á Menntavísindasviði, situr í stjórn Miðstöðvar um íslenskar bókmenntir (MÍB), er formaður nefndar um þýðingaverðlaunin Orðstír og situr um þessar mundir í nefnd um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

Kristján Jóhann Jónsson lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, meistaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands og síðar meistaraprófi í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands.

Mynd:
  • Úr safni KJJ.

Útgáfudagur

30.9.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Kristján Jóhann Jónsson stundað?“ Vísindavefurinn, 30. september 2018. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76411.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 30. september). Hvaða rannsóknir hefur Kristján Jóhann Jónsson stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76411

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Kristján Jóhann Jónsson stundað?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2018. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76411>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Kristján Jóhann Jónsson stundað?
Rannsóknir Kristjáns Jóhanns eru fyrst og fremst á sviði íslenskra bókmennta og bókmenntakennslu. Doktorsritgerð Kristjáns fjallaði um rómantíska tímabilið og Grím Thomsen. Fræðistörf Kristjáns eru aðallega á sviði bókmennta fyrri alda, það er 1350-1900, og íslenskukennslu. Kristján skrifaði bækurnar Lykilinn að Njálu (1998), bók sem fjallar um möguleika Brennu-Njáls sögu í skólastarfi og það hvernig nútímamenn geti tengt sig við þetta forna stórvirki, Kall tímans (2004), bók um fræðistörf Gríms Thomsen og bækur hans um franskar og enskar samtímabókmenntir og Grímur Thomsen, þjóðerni, skáldskapur, þversagnir og vald (2014), bók sem byggð er á doktorsritgerð sem Kristján varði árið 2012. Þar eru teknar til ítarlegrar umræðu ýmsar bókmenntir frá þjóðarbyggingarskeiði Íslendinga, rómantíska stefnan á Íslandi og í Evrópu, frjálslyndi og einstaklingshyggja sem einkenndu rómantísku stefnuna. Þessi svið höfðu að sumu leyti orðið útundan í íslenskri þjóðernisumræðu og í bókinni er dregin upp ný mynd af stöðu þjóðskálds og heimsborgara, sem varpar sérstöku ljósi á tengsl Íslands og umheimsins.

Á árunum 1981-1992 gaf Kristján út þrjár skáldsögur og þýddi rúman tug skáldsagna. Sú reynsla hefur komið að gagni í starfi hans sem dósents á Menntavísindasviði, ekki síst í tilraunakennslu í ritlist fyrir kennara. Nemendur læra þar að kenna gagnrýninn bókmenntalestur með ritun, bæði sem einstaklingar og í hópum. Þeir læra þannig bókmenntafræði og ritlist samtímis og hafa staðfest gildi þess þegar þeir hafa notað þessa aðferð sjálfir á ýmsum skólastigum.

Rannsóknir Kristjáns Jóhanns eru fyrst og fremst á sviði íslenskra bókmennta og bókmenntakennslu.

Væntanleg er frá Háskólaútgáfunni bókin Íslenska í grunnskólum og framhaldsskólum (2018). Að henni stendur sjö manna rannsóknarhópur sem Kristján Jóhann hefur veitt forstöðu og hefur starfað að rannsókn á íslenskukennslu síðan 2013. Heiti rannsóknarinnar er: „Íslenska sem námsgrein og kennslutunga“. Hún byggist á skólaheimsóknum, viðtölum og vettvangsrannsóknum. Þar er gerð kerfisbundin rannsókn á innihaldi, framkvæmd og viðhorfum kennara og skólastjórnenda til íslenskukennslu. Samstarfsmenn Kristjáns í þessari rannsókn eru af Menntavísindasviði HÍ, Hugvísindasviði HÍ og frá Háskólanum á Akureyri.

Kristján Jóhann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, sat til dæmis um tíma í háskólaráði Kennaraháskólans áður en hann rann saman við Háskóla Íslands, sat í nefnd um málstefnu Háskóla Íslands, sat í stjórn Samtaka móðurmálskennara, ýmsum nefndum á Menntavísindasviði, situr í stjórn Miðstöðvar um íslenskar bókmenntir (MÍB), er formaður nefndar um þýðingaverðlaunin Orðstír og situr um þessar mundir í nefnd um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

Kristján Jóhann Jónsson lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, meistaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands og síðar meistaraprófi í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands.

Mynd:
  • Úr safni KJJ.

...