Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 59 svör fundust
Hvers vegna fær maður blóðnasir?
Fyrir því geta verið nokkrar ástæður. Ein er sú að blóðþrýstingur sé hár og valdi því að æðarnar í nefinu rofna. Þetta getur gerst tímabundið hjá heilbrigðu fólki, til dæmis vegna áreynslu, en einnig gerist það hjá fólki sem þjáist af of háum blóðþrýstingi sem er býsna algengt nú á dögum. Blóðþynning, t.d. vegn...
Hvað veldur þrumum?
Þrumur koma þegar rafstraumur fer á milli staða í skýjum eða á milli skýja og yfirborðs jarðar, en það nefnist elding. Rafstraumurinn hitar loftið snöggt upp og við það verður sprenging og hljóðbylgja berst í allar áttir. Við köllum hljóðbylgjuna þrumu. Við sjáum eldingarnar eiginlega um leið og þær verða. ...
Af hverju má ljúga þann 1. apríl?
Sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl er margra alda gamall. Líklega má rekja hann til Evrópu á miðöldum en þá tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar. Nýárið var fæ...
Verður maður feitur ef maður borðar ekki morgunmat?
Morgunmatur er oft kallaður mikilvægasta máltíð dagsins. Í bæklingi frá Lýðheilsustöð Ráðleggingar um mataræði og næringarefni fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri segir meðal annars: Fæði þeirra, sem borða morgunmat, er almennt næringarríkara en þeirra sem sleppa þessari fyrstu máltíð dagsins. Morgunmatu...
Hvernig verða steinar til?
Orðið steinn getur bæði átt við berg/bergtegund (grjót) og steindir (steintegundir) eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju eru flestir steinar gráir? Þar segir meðal annars: Steindir eru kristallað frumefni eða efnasamband sem finnst í náttúrunni. Þær eru í raun smæstu eindir bergtegunda; sumar b...
Af hverju er stærðfræði til?
Stærðfræðin og önnur vísindi eru til einkum af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er gagnlegt að ráða yfir þekkingunni og skilningnum sem í þeim felst og í öðru lagi svala vísindi og þekking forvitni okkar. Seinni ástæðan gæti þó verið tengd þeirri fyrri, það er að segja að við erum kannski forvitin af því að við finn...
Er til galdrafólk?
Í svari sínu við spurningunni; Eru galdrar til?, hefur Ólína Þorvarðardóttir eftirfarandi að segja um galdra:Sé grennslast fyrir um eðli galdraathafna má segja að þau feli í sér viðleitni mannsins til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður eftir þeim leiðum sem hann telur færar hverju sinni. Í því ljósi má...
Af hverju grátum við?
Fólk grætur oft þegar eitthvað kemur því í tilfinningalegt uppnám, svo sem þegar það upplifir sorg, gleði eða sársauka. Það er hins vegar ekki vitað nákvæmlega hvers vegna þessi viðbrögð koma fram. Maðurinn er ekki eina lífveran sem gefur frá sér hljóð við hryggð eða sársauka því rannsóknir hafa sýnt að flest...
Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá?
Kettir tengjast trúarbrögðum og þjóðtrú á ýmsan hátt eins og fjallað er um í svari Símonar Jóns Jóhannssonar við spurningunni Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá? Ýmist voru þeir taldir heilagar verur eða tengdir illum öflum. Hjá Fornegyptum var kötturinn sagður afkvæmi Ísisar, gyðju ...
Hvenær kom fyrsta tölvan?
Í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni Hver smíðaði fyrstu tölvuna og hvenær var það? kemur fram að margir telja fyrstu tölvuna hafa verið reiknivél sem smíðuð var við Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum og var tekin í notkun árið 1946. Vél þessi kallaðist ENIAC og var vinnslugeta hennar á við lítinn vasare...
Af hverju svitnar maður?
Við svitnum ef okkur verður of heitt. Þegar okkur hitnar beinum við heitu blóðinu út í æðakerfi svonefndrar leðurhúðar sem er undir þynnri yfirhúð, en það er ytra lag húðarinnar. Samtímis eykst framleiðni svitakirtla og húðin á okkur verður rök. Svitinn gufar upp af húðinni og við það kólnar hún og kælir blóði...
Af hverju sóla eðlur sig?
Eðlur hafa misheitt (e. exothermic) blóð, ólíkt til dæmis spendýrum og fuglum sem hafa jafnheitt (e. endothermic) blóð. Eðlurnar þurfa þess vegna að nýta varma úr umhverfinu til að halda líkamanum heitum en dýr með jafnheitt blóð geta stýrt líkamshitanum sjálf með efnaskiptum. Þegar við sjáum eðlur í sólinni er...
Af hverju hitna svartir hlutir þegar sól skín á þá?
Þegar hlutir hitna senda þeir frá sér varmageislun. Hæfni hluta til að senda varmageislun frá sér er sú sama og hæfni þeirra til að gleypa slíka geislun í sig. Yfirleitt gleypa svartir hlutir betur í sig varmageislun, til dæmis frá sólu, en ljósir hlutir. Ástæðan fyrir því er sú að ljósir hlutir endurkasta yfirlei...
Hver er munurinn á hvítum og venjulegum tígrisdýrum?
Eini munurinn á hvítum tígrisdýrum og tígrisdýrum sem hafa hinn venjulega appelsínugula grunnlit, er sá að hvít tígrisdýr hafa í báðum genasætum víkjandi gen sem ræður litafari þeirra. Til þess að glöggva sig betur á þessu er gott að hafa mendelska erfðafræði í huga. Um Gregor Mendel og erfðafræði er meðal anna...
Eru til mannætur einhvers staðar í heiminum?
Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvernig við skilgreinum mannætur. Ef spyrjandi á við ættbálka sem leggja sér mannakjöt til munns, þá er svarið við spurningunni að ekki eru lengur til ættbálkar sem eru mannætur. Mannát tíðkaðist þó sums staðar, meira að segja langt fram á síðustu öld. Mannfræðingar hafa ...