Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3518 svör fundust
Gegn hvaða ritreglum íslensk máls gengur nafnið Siv?
Samkvæmt íslenskum ritreglum stendur -v- ekki í bakstöðu, það er í enda orðs, aðeins í framstöðu, það er fremst í orði, eða í innstöðu. Í Stafsetningarorðabókinni, sem gefin var út á síðasta ári, stendur í kaflanum um f og v (bls. 699): ,,Meginreglan er sú að v sé aðeins ritað næst framan við sérhljóða í fyrsta at...
Hversu mikið eykst rúmmál andrúmslofts við hitabreytingu?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Er til einföld aðferð til nálgunar á því hversu rúmmál andrúmslofts eykst við hitabreytingu? Eingöngu er átt við breytingu á lofthita en að öðru leyti séu sömu aðstæður. Dæmi: Útiloft er hitað úr 5°C í 23°C, hversu mikið eykst rúmmál loftsins og hvernig er það reiknað út? ...
Af hverju fljúga fuglar svo gjarnan í V?
Líffræðingar hafa lengi leitað skýringa á oddaflugi fugla. Nýlegar rannsóknir, þar sem örsmáum mælitækjum var komið fyrir á gæsum, sýndi fram á að hjartsláttartíðni þeirra í oddaflugi var lægri en þegar fuglarnir flugu einir. Oddaflug dregur umtalsvert úr loftmótsstöðu og þar af leiðandi eyða fuglarnir minni o...
Ef allar reikistjörnurnar í sólkerfinu væru settar saman í eina plánetu, hvert væri þá ummál hennar?
Reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar eru átta talsins. Til að reikna út ummál plánetu sem væri sett saman úr þessum átta reikistjörnum þurfum við að vita þvermál eða geisla (radíus) nýju plánetunnar. Þvermál nýju plánetunnar er hægt að reikna út frá rúmmáli hennar, sem fæst með því að leggja saman rúmmál reikistjar...
Hvað er spennuröð málma og hvernig tengist hún tæringu?
Hér er einnig svarað spurningunum:Er að velta fyrir mér hvort það sé rétt sem mér hefur verið sagt að járn og ál passi illa saman, þ.e að það verði tæring á milli þeirra.Hvernig tengist rafspenna tæringu, og hvaða efni er hægt að nota til að berjast gegn tæringu? Fæ ekki útskýringu neins staðar á veraldarvefnum. ...
Albert Einstein sannaði einhvern veginn að 2+2 væru 5 - hvernig stenst það?
Þetta er ekki alvörumál. Hægt er að "sanna" næstum hvað sem er, þannig að lesandi láti blekkjast, með því að gera villur sem menn koma ekki endilega auga á í fyrstu atrennu. Í svari Stefáns Inga Valdimarssonar við spurningunni Hvernig er hægt að sanna að 1=2? var "sannað" að 1=2. Ef sú fullyrðing væri rét...
Ef lausnarhraði reikistjörnu er helmingi minni en á jörðinni, erum við þá helmingi léttari þar, eins og til dæmis á Merkúríusi?
Svarið er já, miðað við ákveðnar eðlilegar forsendur sem eru þó ekki settar fram í spurningunni. Við skiljum spurninguna þannig að átt sé við lausnarhraða frá yfirborði plánetu eða reikistjörnu. Slíkur lausnarhraði frá yfirborði hnattar ákvarðast af því að hreyfiorkan dugi til að koma hlutnum út úr þyngdarsviði...
Hvernig framleiðir hrökkáll rafmagn?
Rafvirkni í frumum Afar algengt er að ekki séu jafnmargar jákvæðar- og neikvæðar rafhleðslur sitt hvorum megin við frumuhimnur í frumum lífvera. Þessi munur á hleðslum leiðir til þess að spennumunur er yfir frumuhimnurnar og er sú hlið frumuhimnunnar sem snýr inn í frumuna alltaf neikvæð miðað við ytra borð frum...
Hvað ræður straumi í ám?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Við vorum að keyra meðfram Krossá um helgina og Kári 8 ára var að velta fyrir sér afhverju áin væri svona straummikil. Umræða spannst um magn vatns og mögulega halla landsslags. En er annað sem hefur áhrif á straum í ám t.d. botninn, dýpt og breidd farvegs. Og eykst stau...
Hvaða hraða má búast við að raunverulegt geimfar geti náð ef nægileg orka er fyrir hendi, til dæmis í kjarnaklofnun eða kjarnasamruna?
Lokahraði geimskips miðað við jörð ræðst einkum af þremur þáttum. Í fyrsta lagi af því hve mikil orka er bundin í eldsneyti þess eða orkugjafa (orðið eldsneyti á kannski ekki svo vel við þegar rætt er um kjarnahvörf). Í öðru lagi skiptir nýtnin máli, það er hversu háu hlutfalli af þeirri orku sem er bundin í eldsn...
Hvort er réttara að skrifa I liður eða I. liður?
Rita skal I. liður = fyrsti liður. Þetta er sama regla og gildir almennt um raðtölur: 1. liður = fyrsti liður. Væri ritað I liður eða 1 liður ætti að lesa úr því: „einn liður“. Í Ritreglum, sem prentaðar eru í Stafsetningarorðabókinni (2006), segir í 97. grein að punktur sé settur á eftir raðtölustaf og gefin þ...
Hvað merkir jafnan E = mc^2?
Gerð er grein fyrir þessu í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á ljóshraða? Er ekki hægt að reyna að búa til vél sem getur það?, og í svörum sem þar er vísað til. Vert er að taka vel eftir því að ljóshraðinn c er stór tala og annað veldi hans, c2, er enn miklu s...
Er til hálf hola? (svar 2)
Hálfa holu má grafa í moldarbeð með því að moka sem nemur hálfri hrúgu af mold upp úr beðinu. Árangursríkast er að vinna verkið með hálfum huga, eða jafnvel hálfsofandi, við birtu frá hálfu tungli, tautandi hálfkveðnar vísur og hálfyrði í hálfum hljóðum. Hætta skal verkinu þegar það er hálfkarað og ber að hafa í...
Er sama frá hvaða landi bóluefni gegn COVID-19 koma?
Áður en bóluefni (og önnur lyf) eru tekin í almenna notkun þurfa þau að fá markaðsleyfi eða neyðarleyfi frá eftirlitsstofnunum eins og Evrópsku lyfjastofnuninni (e. European Medicines Agency, EMA) eða Lyfjastofnun Bandaríkjanna (e. Food and Drug Admininstration, FDA) og/eða lyfjastofnunum einstakra landa. Leyfi fy...
Hvaða ástæða er fyrir því að fallið e í veldinu (-x^2/2) er óheildanlegt fall?
Í raun er ekki rétt orðað hjá spyrjanda að $e$ í veldinu $\frac{-x^2}{2}$ eða $exp( \frac{-x^2}{2})$ sé óheildanlegt fall. Hins vegar er ekki hægt að skrifa stofnfall þess á endanlegu formi með margliðum, hornaföllum, veldisföllum eða blöndum af þeim. Upphaflega var spurningin:Nú er fallið e í veldinu (-x2)/2 ó...