Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2384 svör fundust

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í maí 2014?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör maímánaðar á Vísindavefnum árið 2014 þessi hér: Þegar mér er bumbult, er mér þá ult í bumbinu eða bult í umbinu? Hvað er MÓSA-smit? Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða? Hvernig stendur á því að leitarhlið á flugvöllum pípa alltaf þegar...

Nánar

Eru refir skyldir köttum?

Bæði kettir og refir teljast til ættbálks rándýra (Carnivora) en eru talsvert fjarskyldir. Í árdaga rándýra varð aðskilnaður í tvær greinar eða undirættbálka, annars vegar hunddýr eða hundlík rándýr (Caniformia) og hins vegar kattlík rándýr (Feliformia). Í fyrri greininni komu fram dýr eins og hundar, úlfar, birni...

Nánar

Éta einhverjar fisktegundir svartfuglsegg?

Það er harla erfitt fyrir fiska að komast í tæri við svartfuglsegg þar sem svartfuglar verpa á þurru landi líkt og aðrir fuglar. Þegar talað er um svartfugla er átt við algenga sjófugla við Ísland, til dæmis lunda (Fratercula arctica), langvíu (Uria aalge), stuttnefju (Uria lomvia) og álku (Alca torda). Erfitt ...

Nánar

Hvers konar dýr er marðarhundur og hvar eru heimkynni hans?

Marðarhundur (Nyctereutes procyonoides) er hunddýr af ættkvíslinni Nyctereutes. Enskt heiti hans er raccoon dog sem þýða mætti sem þvottabjarnarhundur og er þar vísað til þess að andlit hans minnir á þvottabjörn. Á sænsku nefnist hann mårdhund, mårhund á dönsku og norsku og Marderhund á þýsku. Þrátt fyrir heitin e...

Nánar

Hvaða lönd í Evrópu voru hluti af Sovétríkjunum fyrir 1991?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað voru löndin mörg sem tilheyrðu Sovétríkjunum og hver voru þau? Svarið við þessari spurningu er ekki alveg jafn klippt og skorið og í fyrstu kann að virðast. Evrópa er nokkuð vel afmörkuð á þrjá vegu í norður, suður og vestur enda liggur álfan þar að mestu að hafi. Mörk Así...

Nánar

Er gott að trúa á Jesú?

Hér er einnig svarað spurningu Áskels Harðarsonar: Hvað gerir trúin í daglegu lífi manns? Spurningin er persónulegs eðlis og í svarinu er lýst persónulegu viðhorfi kristins manns. Jesús segir mér að ég eigi í honum vin sem aldrei bregst. Hann segir mér að hvað sem gerist með líf mitt á jörðu, þá sé það aldrei h...

Nánar

Er Keilir virkt eldfjall?

Í svari Snæbjörns Guðmundssonar við spurningunni: Hvernig varð fjallið Keilir til? segir þetta um fellið Keili: Nafn fellsins er augljóslega dregið af keilulaga lögun þess en öfugt við það sem halda mætti er Keilir þó ekki það sem kallað er eldkeila á fræðamáli jarðfræðinga. Eldkeilur, svo sem Snæfellsjökull og...

Nánar

Af hverju er Plútó ekki reikistjarna?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Af hverju er Plútó ekki lengur reikistjarna? Ég skoðaði sem þið skrifuðuð um hann en ég vil fá gott svar! Þegar Plútó uppgötvaðist árið 1930 töldu flestir að þar hefði fundist níunda reikistjarna sólkerfisins. Stjörnufræðingar komust þó fljótt að því að Plútó er talsver...

Nánar

Hvers vegna getum við ekki stjórnað öllu taugakerfinu með viljanum?

Ég á sjálfskiptan bíl. Ég hefði getað keypt mér beinskiptan bíl fyrir minni pening en ég kaus að gera það ekki. Á sjálfskiptum bíl þarf ég ekkert að pæla í því að kúpla eða passa að renna ekki óvart aftur á bak þegar ég tek af stað í brekku. Ég læt vélbúnaðinn algjörlega um að skipta um gír þegar við á og get í st...

Nánar

Hvað heita litlu rauðu pöddurnar sem maður sér skríða í fjörum?

Líklegast er hér verið að spyrja um áttfætlumaur (Acarina) sem á íslensku er oftast kallaður fjörumaur. Áttfætlumaurar eru eins og nafnið gefur til kynna með átta fætur og teljast ekki til skordýra (insecta) heldur eru skyldir köngulóm, langfætlum og sporðdrekum. Fjörumaurar eru smáir en áberandi áttfætlumaurar...

Nánar

Eru mennirnir rándýr?

Í vefútgáfu Íslensku alfræðiorðabókarinnar má finna tvær mismunandi skilgreiningar á rándýrum. Annars vegar eru dýr sem nærast einkum á kjöti annarra dýra, það er að segja kjötætur, oft nefnd rándýr. Hins vegar er rándýr íslenskt heiti fjölbreytts ættbálks spendýra sem kallast á fræðimáli Carnivora. Tennur ljón...

Nánar

Er orðatiltækið "að sofa í hausinn á sér" til?

Orðasambandið að sofa í hausinn á sér er notað í merkingunni 'fara að sofa'. Það er allvel þekkt í talmáli þótt ekki hafi það komist í orðabækur eða orðtakasöfn enn. Fólk á miðjum aldri og eldra þekkir sambandið allt frá bernsku og segir að það hafi aðeins verið notað við krakka sem tregir voru til að fara að sof...

Nánar

Getiði sagt mér eitthvað um dýralíf í Noregi?

Fyrir 30 þúsund árum þakti ísaldarjökullinn stærstan hluta Skandinavíu þar með talið Noreg. Það má ætla að dýralíf hafi verið mjög fábrotið á þeim tíma og sennilega hefur það verið svipað því sem nú er á Norður-Grænlandi. Þegar tók að hlýna fyrir um tíu þúsund árum losaði ísaldarjökullinn þungar og kaldar krumlur ...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um árið 1918?

Árið 1918 var viðburðaríkt bæði hér á landi og víða annars staðar í heiminum. Það væri vel hægt að skrifa mörg svör um það sem gerðist á árinu en hér verður látið nægja að segja í stuttu máli frá nokkrum viðburðum. Sagt er frá atburðunum að mestu leyti í tímaröð, fyrst frá því sem gerðist úti í heimi og svo frá in...

Nánar

Fleiri niðurstöður