Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Eru mennirnir rándýr?

Birgir Guðlaugsson, Ásta María Ásgeirsdóttir og Einar Axel Helgason

Í vefútgáfu Íslensku alfræðiorðabókarinnar má finna tvær mismunandi skilgreiningar á rándýrum. Annars vegar eru dýr sem nærast einkum á kjöti annarra dýra, það er að segja kjötætur, oft nefnd rándýr. Hins vegar er rándýr íslenskt heiti fjölbreytts ættbálks spendýra sem kallast á fræðimáli Carnivora.

Tennur ljónsins eru vel búnar til kjötáts.

Dýr af ættbálki rándýra hafa jafnan áberandi vígtennur og beitta jaxla, svokallaða ránjaxla og meltingarkerfi þeirra hefur þróast til að melta kjöt. Ættbálkinum tilheyra meðal annars birnir, selir, úlfar og hundar og kattardýr á við ljón, tígrísdýr og hinn viðmótsþýðari heimiliskött. Mörg dýr af ættbálki rándýra eru kjötætur, enda er carnivorum latneskt orð sem bókstaflega þýðir kjötæta. Nafnið er þó örlítið villandi; risapandan er dæmi um dýr af þeim ættbálki sem nær eingöngu leggur sér plöntur til munns.

Menn eru reyndar ekki af ættbálki rándýra, enda þótt þeir leggi sér oft kjöt til munns, heldur eru þeir af ættbálki fremdardýra (sem einnig eru kölluð prímatar). Algeng einkenni fremdardýra eru meðal annars griphæfir fingur og stór heilabörkur. Rétt er þó að nefna að báðir ættbálkarnir tilheyra flokki spendýra og því ýmislegt líkt með þeim. En gætu menn talist rándýr í óformlegri skilningi, það er kjötætur?

Ljóst er að menn hvort tveggja drepa sér til matar og neyta kjöts dýra í þónokkuð miklu magni. Því gegna menn oft vistfræðilegu hlutverki rándýrs. Vistfræði mannsins flækist þó enn af þeirri óvenjulegu stöðu að þeir rækta sér oft eigin mat; jafnt dýr sem plöntur og sveppi.

En þótt menn borði margir kjöt er kjötát þeim ekki bráðnauðsynlegt til að draga fram lífið. Til dæmis neytir stór hluti íbúa Indlands, um 20-40%, alls ekki kjöts. Það þarf að vísu ekki að leita svo langt; margir Vesturlandabúar kjósa af ýmsum ástæðum að borða ekki kjöt. Mennirnir eru því að minnsta kosti ekki nauðbundin rándýr líkt og til dæmis kattardýr; þeir geta komist af án dýrakjöts.

Lýðheilsustöð mælir með neyslu fjölbreyttrar fæðu.

Sé litið fram hjá samhengi nútímans færi þó trúlega næst lagi að kalla menn alætur fremur en rándýr. Það er ekki þar með sagt að menn geti haft hvað sem er að fæðu en mataræði manna er ívið sveigjanlegra en til dæmis hjá ljónum eða kúm, sem eru mjög háð tiltekinni fæðu; ljón kjöti dýra og kýr grasi eða öðrum plöntum. Að vísu finnast undantekningar, líkt og Jón Már Halldórsson fjallar um í svari sínu við spurningunni: Gætu ljón lifað á grænmetisfæði?

Menn þurfa að gæta fjölbreytni í fæðuneyslu svo öll lífsnauðsynleg snefilefni séu tryggð. Við erum, svo dæmi sé nefnt, meðal fárra spendýra sem ekki framleiða C-vítamín sjálf og erum við þess vegna háð upptöku þess úr fæðunni. Skortur á því leiðir til ástands sem oftast kallast skyrbjúgur og er lífshættulegt sé ekkert að gert. Að fjölmörgum öðrum efnum þarf að huga þegar mataræði er sett saman og því er rétt að gæta varúðar við að skera alveg niður neyslu einhverrar fæðu.

Nánar á síðu Lýðheilsustöðvar um neyslu fjölbreyttrar fæðu.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er að hluta eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

B.S. í stærðfræði

Útgáfudagur

19.6.2012

Spyrjandi

Aðalbjörn Jóhannsson, f. 1998

Tilvísun

Birgir Guðlaugsson, Ásta María Ásgeirsdóttir og Einar Axel Helgason. „Eru mennirnir rándýr?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2012. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62589.

Birgir Guðlaugsson, Ásta María Ásgeirsdóttir og Einar Axel Helgason. (2012, 19. júní). Eru mennirnir rándýr? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62589

Birgir Guðlaugsson, Ásta María Ásgeirsdóttir og Einar Axel Helgason. „Eru mennirnir rándýr?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2012. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62589>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru mennirnir rándýr?
Í vefútgáfu Íslensku alfræðiorðabókarinnar má finna tvær mismunandi skilgreiningar á rándýrum. Annars vegar eru dýr sem nærast einkum á kjöti annarra dýra, það er að segja kjötætur, oft nefnd rándýr. Hins vegar er rándýr íslenskt heiti fjölbreytts ættbálks spendýra sem kallast á fræðimáli Carnivora.

Tennur ljónsins eru vel búnar til kjötáts.

Dýr af ættbálki rándýra hafa jafnan áberandi vígtennur og beitta jaxla, svokallaða ránjaxla og meltingarkerfi þeirra hefur þróast til að melta kjöt. Ættbálkinum tilheyra meðal annars birnir, selir, úlfar og hundar og kattardýr á við ljón, tígrísdýr og hinn viðmótsþýðari heimiliskött. Mörg dýr af ættbálki rándýra eru kjötætur, enda er carnivorum latneskt orð sem bókstaflega þýðir kjötæta. Nafnið er þó örlítið villandi; risapandan er dæmi um dýr af þeim ættbálki sem nær eingöngu leggur sér plöntur til munns.

Menn eru reyndar ekki af ættbálki rándýra, enda þótt þeir leggi sér oft kjöt til munns, heldur eru þeir af ættbálki fremdardýra (sem einnig eru kölluð prímatar). Algeng einkenni fremdardýra eru meðal annars griphæfir fingur og stór heilabörkur. Rétt er þó að nefna að báðir ættbálkarnir tilheyra flokki spendýra og því ýmislegt líkt með þeim. En gætu menn talist rándýr í óformlegri skilningi, það er kjötætur?

Ljóst er að menn hvort tveggja drepa sér til matar og neyta kjöts dýra í þónokkuð miklu magni. Því gegna menn oft vistfræðilegu hlutverki rándýrs. Vistfræði mannsins flækist þó enn af þeirri óvenjulegu stöðu að þeir rækta sér oft eigin mat; jafnt dýr sem plöntur og sveppi.

En þótt menn borði margir kjöt er kjötát þeim ekki bráðnauðsynlegt til að draga fram lífið. Til dæmis neytir stór hluti íbúa Indlands, um 20-40%, alls ekki kjöts. Það þarf að vísu ekki að leita svo langt; margir Vesturlandabúar kjósa af ýmsum ástæðum að borða ekki kjöt. Mennirnir eru því að minnsta kosti ekki nauðbundin rándýr líkt og til dæmis kattardýr; þeir geta komist af án dýrakjöts.

Lýðheilsustöð mælir með neyslu fjölbreyttrar fæðu.

Sé litið fram hjá samhengi nútímans færi þó trúlega næst lagi að kalla menn alætur fremur en rándýr. Það er ekki þar með sagt að menn geti haft hvað sem er að fæðu en mataræði manna er ívið sveigjanlegra en til dæmis hjá ljónum eða kúm, sem eru mjög háð tiltekinni fæðu; ljón kjöti dýra og kýr grasi eða öðrum plöntum. Að vísu finnast undantekningar, líkt og Jón Már Halldórsson fjallar um í svari sínu við spurningunni: Gætu ljón lifað á grænmetisfæði?

Menn þurfa að gæta fjölbreytni í fæðuneyslu svo öll lífsnauðsynleg snefilefni séu tryggð. Við erum, svo dæmi sé nefnt, meðal fárra spendýra sem ekki framleiða C-vítamín sjálf og erum við þess vegna háð upptöku þess úr fæðunni. Skortur á því leiðir til ástands sem oftast kallast skyrbjúgur og er lífshættulegt sé ekkert að gert. Að fjölmörgum öðrum efnum þarf að huga þegar mataræði er sett saman og því er rétt að gæta varúðar við að skera alveg niður neyslu einhverrar fæðu.

Nánar á síðu Lýðheilsustöðvar um neyslu fjölbreyttrar fæðu.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er að hluta eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012....