Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Já, það þekkist í dýraríkinu að tegund blandi saman mismunandi fæðuflokkum í einni og sömu máltíðinni. Fyrir utan manninn er vitað til þess að simpansar (Pan troglodytes) gera þetta. Simpansar er sú dýrategund sem er skyldust mönnum.
Simpansar veiða oft önnur spendýr, svo sem skógarsvín (Potamochoerus larvatus), hettuapa (Colobinae) og jafnvel bavíana (Papio). Það er vel þekkt, meðal annars vegna rannsókna hins merka prímatafræðings Jane Goddall, að simpansarnir éta oft laufblöð á meðan þeir rífa í sig hrátt kjöt fórnarlambsins, ekki ólíkt því og þegar við mennirnir borðum salat með kjötinu!
Simpansar að éta bráð.
Höfundur þessa svars veit engin önnur dæmi um þessa hegðun í dýraríkinu. Bónóbó-simpansinn (Pan paniscus) sem áður var kallaður dvergsimpansi, étur stundum kjöt annarra spendýra svo sem svifíkorna, þótt hann sé meiri jurtaæta en frændi hans simpansinn. Þrátt fyrir það er ekki vitað til þess að hann neyti laufblaða eða annarrar jurtafæðu á meðan hann étur kjöt.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Jón Már Halldórsson. „Blanda einhverjar dýrategundir mismunandi fæðutegundum saman í einni og sömu máltíðinni, eins og maðurinn gerir?“ Vísindavefurinn, 26. maí 2009, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52652.
Jón Már Halldórsson. (2009, 26. maí). Blanda einhverjar dýrategundir mismunandi fæðutegundum saman í einni og sömu máltíðinni, eins og maðurinn gerir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52652
Jón Már Halldórsson. „Blanda einhverjar dýrategundir mismunandi fæðutegundum saman í einni og sömu máltíðinni, eins og maðurinn gerir?“ Vísindavefurinn. 26. maí. 2009. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52652>.