
Höfundur þessa svars veit engin önnur dæmi um þessa hegðun í dýraríkinu. Bónóbó-simpansinn (Pan paniscus) sem áður var kallaður dvergsimpansi, étur stundum kjöt annarra spendýra svo sem svifíkorna, þótt hann sé meiri jurtaæta en frændi hans simpansinn. Þrátt fyrir það er ekki vitað til þess að hann neyti laufblaða eða annarrar jurtafæðu á meðan hann étur kjöt. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvað getið þið sagt mér um simpansa? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvað eru til margar apategundir í heiminum og hver þeirra er algengust og hver sjaldgæfust? eftir MBS
- Hver er erfðafræðilegi munurinn á manni og mannapa? eftir Guðmund Eggertsson
- Goodall, J. 1986. The Chimpanzees of Gombe: Patterns of Behavior. Cambridge, Massachusetts: The Belknap Press of Harvard University Press.
- Ihobe, H. 1992. Observations on the meat-eating behavior of wild bonobos (Pan paniscus) at Wamba, Republic of Zaire. Primates, 33/2: 247-250.
- Patterns of Change and Development in Human Nutrition. Sótt 26.5.2009.