Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 147 svör fundust

Hvernig leit Reykjavík út árið 1918?

Upprunalega spurningin var: Hvers konar borg var Reykjavík árið 1918, hvernig var umhorfs í borginni þá? Árið 1918 var Reykjavík bær með nálægt 15.000 íbúum. Fátt í bæjarmynd og skipulagi bar þess vott að þar væri höfuðborg fullvalda ríkisins. Með tilkomu heimastjórnar árið 1904 fóru ýmsir að velta fyrir s...

Nánar

Er það rétt að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi hent goðum í Goðafoss?

Örnefnið Goðafoss er að minnsta kosti til í 6 ám á landinu:Fyrst er að nefna Goðafoss í Hallardalsá í landi Klúku í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Í Goðdalsá í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Í örnefnaskrá er talað um að Goði sem fossinn sé kenndur við sé heygður í Goða í túninu í Goðdal. Í Hofsá í Svarfaða...

Nánar

Hver er uppruni orðsins mannvitsbrekka og hvar kemur það fyrst fyrir?

Orðið mannvitsbrekka kemur fyrir í fornu máli. Í Landnámu hafa tvær konur viðurnefnið mannvitsbrekka. Þær voru Ástríður Móðólfsdóttir og Jórunn Ketilsdóttir flatnefs. Mannvit merkir 'speki, þekking' en hvað brekka merkir í þessu sambandi er óljóst. Giskað hefur verið á að um herðandi viðlið sé að ræða og að orðið ...

Nánar

Hvenær varð kosningaréttur almennur á Íslandi?

Með lögleiðingu almenns kosningaréttar var stigið stórt skref í átt til lýðræðis á Íslandi. Það skiptir því miklu máli að vita hvenær og hvernig þessi réttur varð til. Í aðdraganda 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna 2015 urðu nokkur skoðanaskipti á opinberum vettvangi um hvenær kosningaréttur varð almennur og h...

Nánar

Hvað hét fyrsta bók Þórbergs Þórðarsonar og hvaða ár kom hún út?

Fyrstu bækur Þórbergs Þórðarsonar voru ljóðakverin Hálfir skósólar sem kom út árið 1915, og Spaks manns spjarir (1917). Þau voru sameinuð og aukið við þau í bókinni Hvítum hröfnum sem gefin var út árið 1922. Árið 1924 kom út bók Þórbergs Bréf til Láru sem markaði ekki aðeins tímamót í ævi Þórbergs, heldur einni...

Nánar

Hvað merkir bæjarheitið Gröf?

Gröf sem bæjarnafn merkir líklega hið sama og orðið gröf ‚grafin hola, gryfja‘. Eina dæmið í Landnámabók er Gröf í Þverárhlíð. Það er nú eyðibýli og hafði verið lengi á dögum Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (Jarðabók IV:287; Ísl. fornrit I:86). Nokkur ruglingur er á nafnmyndunum Gröf og Gróf sem er þó dálíti...

Nánar

Hvað merkir bæjarheitið Hurðarbak?

Hurðarbak er nafn á að minnsta kosti sex bæjum á Íslandi: Bær í Villingaholtshreppi í Árnessýslu. (Hurðarbakur í landamerkjabréfi). Bær í Kjósarhreppi í Kjósarsýslu. Bær í Strandarhreppi í Borgarfjarðarsýslu. Bær í Reykholtsdal í Borgarfjarðarsýslu. Bær í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Nafn í...

Nánar

Hvernig stýra möttulstrókar flekareki?

Það varð landrekskenningu Alfreds Wegener (1915) að falli að hann gat ekki bent á krafta sem væru þess megnugir að flytja meginlöndin. Arthur Holmes (1933) stakk upp á því að iðustraumar í jarðmöttlinum væru þarna að verki, en þó var það ekki fyrr en með ritgerð Harry Hess (1962) að fram kom heildstæð mynd af glið...

Nánar

Hver fann upp skriðdrekann?

Eins og á oft við um uppfinningar getur verið snúið að segja til um hver fann upp hitt og þetta. Sú hugmynd að nota varin farartæki nær aftur til 9. aldar f.Kr. hjá Assyríumönnum. Assyría var fornt stórveldi í Vestur-Asíu. Notkun farartækja í hernaði má svo rekja aftur til 2. aldar f.Kr. meðal Egypta og fleiri...

Nánar

Hvaðan kemur nafnið hundasúra og af hverju er hún kennd við hunda?

Hér er einnig svar við spurningunni:Hvaða orð eru til um jurtina hundasúru?Eggert Ólafsson taldi hundasúru sömu jurt og kornsúru og í grein í Almanaki Þjóðvinafélagsins frá 1883 er latneska heitið Polygonum lapathifolium en sú jurt heitir á íslensku blöðkujurt. Í Eimreiðinni frá 1915 er talað um „undasúru, er sumi...

Nánar

Hver er merkingin í orðinu köflóttur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er uppruni orðsins köflótt og til hvaða mynstra nær hugtakið? Getur skákborð verið köflótt? Lýsingarorðið köflóttur er leitt af nafnorðinu kafli 'hluti af einhverju, þáttur í bók, tímabil'. Það er myndað með viðskeytinu –óttur og hljóðvarpi rótarsérhljóðs (a > ö). O...

Nánar

Hvað merkir bæjarnafnið Vetleifsholt?

Bærinn Vetleifsholt í Ásahreppi í Rangárvallasýslu er nefndur í Landnámabók. (Ísl. fornrit I:367). Í heimildum er ýmist skrifað Vet- eða Vett- í nafninu. Finnur Jónsson taldi forliðinn vera mannsnafnið Véttleifr þar sem vétt merkti ‚dráp‘ (Bæjanöfn á Íslandi, bls. 555). Ásgeir Blöndal Magnússon tekur undir það, ne...

Nánar

Hvenær voru lög um bann við ættarnöfnum samþykkt á Alþingi? Hvað yrði gert ef ég byggi til mitt eigið ættarnafn í dag?

Ættarnöfn komu mjög seint til sögunnar hér á landi og má heita að Íslendingar einir norrænna þjóða haldi hinum forna sið að kenna sig til föður eða móður. Er talið að fyrstu ættarnöfnin hér á landi séu frá 17. öld en þeim fjölgaði mjög á 19. öld vegna danskra áhrifa. Árið 1881 fluttu tveir alþingismenn frumvarp ti...

Nánar

Fleiri niðurstöður