Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1292 svör fundust

Ég er að læra um einhljóð og tvíhljóð og velti fyrir mér hvort é sé?

Í fornu máli var eingöngu lengdarmunur á e [e] og é [eː] – broddurinn yfir é táknaði lengd. Á 13. öld þróaðist é yfir í tvíhljóð, [ie] (sjá Stefán Karlsson 2000:24). Síðan breyttist hljóðgildi fyrri hlutans og í nútímamáli stendur bókstafurinn é langoftast hvorki fyrir einhljóð né tvíhljóð, heldur samband tve...

Nánar

Hvaða Danakonungur ákvað að gefa Íslendingum sjálfstæði?

Eiginlega enginn, að minnsta kosti enginn einn. Eini konungurinn sem mér vitanlega tók persónulega ákvörðun um að veita Íslendingum sjálfstæðari stöðu en þeir höfðu haft fram að þeim tíma var Kristján áttundi, sem skipaði svo fyrir árið 1840, þvert ofan í tillögur embættismanna sinna, að Íslendingum yrði gefinn ko...

Nánar

Er það rétt sem stendur á skilti í Snæfellsbæ að atburðir á Íslandi hafi orsakað stríð milli Englendinga og Dana á 15. öld?

Spurning Sigurðar var í löngu máli og hljóðar í heild sinni svona: Sæl. Við Björnsstein á Rifi í Snæfellsbær er skilti. Þar er saga steinsins sögð í grófum dráttum og í endann kemur það fram að Ólöf ríka hafi farið með mál sitt til Danakonungs sem varð til þess hann gerði nokkur ensk kaupskip upptæk í Eystras...

Nánar

Hvort er réttara að skrifa I liður eða I. liður?

Rita skal I. liður = fyrsti liður. Þetta er sama regla og gildir almennt um raðtölur: 1. liður = fyrsti liður. Væri ritað I liður eða 1 liður ætti að lesa úr því: „einn liður“. Í Ritreglum, sem prentaðar eru í Stafsetningarorðabókinni (2006), segir í 97. grein að punktur sé settur á eftir raðtölustaf og gefin þ...

Nánar

Hvað er hljóðdvalarbreyting?

Með hljóðdvalarbreytingu er átt við breytingu á framburði sérhljóða sem lengdin ein hafði aðgreint í öndverðu. Talið er að þessi breyting hafi gengið yfir á 16. öld. Áður en breytingin hófst gátu áhersluatkvæði bæði verið stutt og löng. Ef áhersluatkvæði voru stutt höfðu þau stutt sérhljóð með stuttu samhljóði á e...

Nánar

Eru til aðrir alheimar?

Það liggur í eðli þessarar spurningar að erfitt er að svara henni á venjulegan hátt, til dæmis með já-i eða nei-i. Ef til er annar alheimur í ströngustu merkingu þess orðs, þá felst í því að við getum ekkert samband haft við hann, hvorki skynjað nein boð þaðan né sent boð frá okkur þangað. Spurningin er að því ley...

Nánar

Hvenær og hvers vegna hófst byggð í Grímsey?

Í Landnámabók kemur Grímsey ekki við sögu. Bókin var líklega skráð um tveimur til þremur öldum eftir lok þess tíma sem er kallaður landnámsöld og er vafalaust að talsverðu leyti reist á arfsögnum, en ekki er hægt að treysta því að hún fari alls staðar með rétt mál um landnám. En sennilegast verður að teljast að fó...

Nánar

Hvað var Danakonungur gamall árið 1944 og átti hann systkini?

Öll spurningin hljóðaði svona: Átti Danakonungur (Kristján tíundi) systkini? Hvað var hann gamall árið 1944 og hvernig leit hann út? Þegar Ísland fékk sjálfstæði 1944 sat Kristján 10. á valdastóli í Danmörku. Hann var fæddur 26. september 1870 og var því 74 ára þegar Íslendingar sögðu endanlega skilið við D...

Nánar

Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Er eitthvað vitað um forfeður íslenska hestsins? (Svava Jónsdóttir)Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn? (Elvar Svavarsson) Lesendum er jafnframt bent á svar sama höfundar við spurningunni Hvernig varð íslenski hesturinn til? Þar er sögð þróunarsaga íslenska hestinum eftir ...

Nánar

Hvaðan kemur nafnið Garður á byggðarlagi á Suðurnesjum?

Garður. Garðurinn dregur nafn af Skagagarði, fornum garði sem liggur frá túngarðinum á Útskálum beint yfir að túngarði á Kirkjubóli í Miðneshreppi og girðir af tána á Garðskaga. Ýmislegt bendir til þess, meðal annars örnefni eins og Akurhús og Gerðahverfi, að þar hafi verið akuryrkja og garðurinn hlaðinn t...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristján Leósson rannsakað?

Kristján Leósson er þróunarstjóri sprotafyrirtækisins DT-Equipment ehf. en sinnir einnig stöðu verkefnisstjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í hlutastarfi. Hann hefur um árabil stundað rannsóknir í örtækni (nanótækni), ljóstækni, efnistækni og líftækni. Menntun hans er á sviði eðlisfræði, verkfræði og heimspeki en...

Nánar

Hver var Jón Ólafsson Indíafari og hvers konar ferðasögu skrifaði hann?

Talið er að Jón Ólafsson (1593-1679) sem varð svo frægur að komast alla leið til Indlands, hafi skrifað sögu sína um 1660. Þar eru óteljandi skemmtilegar og lifandi frásagnir af því sem fyrir augu hans og eyru bar. Jón var ævintýragjarn og yfirgaf heimaslóðir sínar á Vestfjörðum árið 1615 þegar hann tók sér far me...

Nánar

Hvað er sauðlaukur sem Sauðlauksdalur er kenndur við?

Sauðlauksdalur er fyrrum prestssetur í Rauðasandshreppi í Vestur-Barðastrandarsýslu. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups frá því um 1200 er staðurinn aðeins nefndur Dalur: Kirkja í Dal (Ísl. fornbréfasafn XII, 13). Í Prestssögu Guðmundar góða frá fyrri hluta 13. aldar er nafnmyndin Sauðlausdalr (Sturlunga saga I, ...

Nánar

Hvernig eru volt og amper skilgreind?

Rafhleðsla getur verið jákvæð eða neikvæð. Rafeind er minnsta ögnin sem hefur neikvæða hleðslu en róteind hefur jákvæða hleðslu. Hleðsla rafeindar og róteindar er jöfn að stærð. Rafhleðsla er táknuð með Q og er mæld í coulombs en einingin er táknuð með C eftir franska verkfræðingnum Charles-Augustin de Coulomb (17...

Nánar

Fleiri niðurstöður