Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 46 svör fundust

Hvernig kom Leníngrad við sögu í seinni heimsstyrjöldinni?

Leníngrad var glæsilegasta borg Sovétríkjanna og ein sú fjölmennasta fyrir seinni heimsstyrjöldina, en talið er að borgarbúar hafi þá verið tæpar 3,2 milljónir. Í stríðinu sátu herir Þjóðverja og Finna um borgina í nærri 900 daga. Fyrstu mánuði umsátursins sultu borgarbúar heilu hungri og ef Sovétmönnum hefði ekki...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Selenu?

Selena var mánagyðja Grikkja til forna og nafnið þýðir einfaldlega tungl á grísku. Samkvæmt goðsögum Grikkja átti hún tvö systkini, bróðurinn Helíos sem var sólguðinn og systurina Eos, gyðju morgunroðans. Foreldrar þeirra voru Þeia og Hýpeiron en Selena hefur þó einnig verið eignuð öðrum, til að mynda hinum ástlei...

Nánar

Hvaða kona var fyrst til þess að fara út í geiminn?

Fyrsti kvenkyns geimfarinn var hin sovéska Valentina Tereshkova. Tereshkova var ekki flugmaður eins og svo margir af fyrstu geimförunum, heldur starfaði hún áður í textílverksmiðju. Hún var ein fimm kvenna sem valdar voru árið 1962 til þess að taka þátt í geimferðaþjálfun, en Sovétmenn höfðu mikinn áhuga á að ...

Nánar

Hvernig töpuðu Þjóðverjar seinni heimsstyrjöldinni?

Margar ástæður liggja að baki óförum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni (1939-1945). Aðalorsökin er þó sú að þeir áttu hreinlega við ofurefli að etja. Í upphafi stríðsins vann þýski herinn mikla sigra. Þeir lögðu undir sig fjölda landa og gersigruðu flestalla heri Evrópu. En hvernig var þetta mögulegt? Sv...

Nánar

Hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna?

Í endurminningum sínum segir Mikhail Gorbachev frá því að þegar hann kom til valda í Moskvu á vordögum 1985, sem aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, hafi beðið hans „snjóflóð“ af vandamálum. Þá var mikil stöðnun í Sovétríkjunum, bæði pólitískt og efnahagslega, og nýr leiðtogi þurfti svo sannarlega að brett...

Nánar

Hvað gerðist í heimsstyrjöldinni síðari í grófum dráttum?

Heimsstyrjöldin síðari er stærsti einstaki atburður mannkynssögunnar. Í henni áttust við Bandamenn (Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin eftir 1941) og Öxulveldin (Þýskaland, Japan og Ítalía) og lauk stríðinu með fullnaðarsigri Bandamanna. Orsakir stríðsins eru margvíslegar, en einna helst má nefna öfgaþjóðernishygg...

Nánar

Hver var hugsun George Orwells á bak við skáldsöguna Dýrabæ?

Enska rithöfundinum George Orwell (1903-1950, fæddur Eric Blair) var svo ákaflega uppsigað við óréttlæti heimsins að hann gerði skrif pólitískra ádeiluverka að hugsjón sinni. Fyrstu bækur hans frá fjórða áratug 20. aldar voru í samræmi við þá hugsjón. Bókin Down and Out in Paris and London (Utan garðs í París og ...

Nánar

Til hvers voru menn sendir til tunglsins?

Eftir umfangsmiklar kannanir á tunglinu á sjöunda áratugnum, sem meðal annars fólu í sér nákvæma kortlagningu yfirborðsins og fimm lendingar ómannaðra geimfara, sendu Bandaríkjamenn níu mönnuð geimför til tunglsins. Fyrsta mannaða geimfarið sem fór á braut um tunglið var Apollo 8., sem flaug í desember 1968, og va...

Nánar

Hver var John von Neumann og hvert var framlag hans til vísindanna?

John von Neumann (1903-1957) var með eindæmum afkastamikill vísindamaður. Þótt hann væri fyrst og fremst stærðfræðingur og afkastaði miklu í þeirri grein þá liggja einnig eftir hann verk á fjölmörgum öðrum sviðum sem hvert og eitt myndu líklega duga til að halda nafni hans uppi. Sá sem hér styður á lyklaborð hefur...

Nánar

Af hverju skiptist Kórea í Norður- og Suður-Kóreu?

Uppskipting Kóreu í norður- og suðurhluta átti sér býsna langan aðdraganda. Allt frá 7. öld hafði Kórea verið óskipt konungsríki í nánu sambandi við kínverska keisaraveldið sem ljáði því djúptæk menningarleg og pólitísk áhrif, þó án þess að sambandið hafi skert sjálfstæði Kóreu. Segja má að Kórea hafi notið vernda...

Nánar

Af hverju var Berlínarmúrinn reistur?

Í lok heimsstyrjaldarinnar síðari var Berlín, höfuðborg hins sigraða Þýskalands, skipt á milli sigurvegaranna; Austur-Berlín varð yfirráðasvæði Sovétmanna en vesturhlutinn var undir yfirráðum Breta, Frakka og Bandaríkjamanna. Þessir fyrrum bandamenn í stríðinu, og þá sérstaklega Bandríkjamenn og Sovétmenn, helstu ...

Nánar

Í hvaða borgum og hvenær hafa nútímaólympíuleikarnir verið haldnir?

Um uppruna Ólympíuleikanna vísast til svars sama höfundar við spurningunni Hvenær voru fyrstu ólympíuleikarnir haldnir…? (Hér eru ekki taldir vetrarólympíuleikar.) Fyrstu Ólympíuleikar nútímans í Aþenu 1896. 1896 Aþenu, Grikklandi Fyrstu Ólympíuleikar í nútíma. 13 lönd tóku þátt. 1900 París, Frakklandi ...

Nánar

Af hverju er Ísland í NATO?

Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað árið 1949 og var Ísland eitt af stofnríkjum þess. Aðild Íslands að bandalaginu má einkum rekja til hernaðarlegs mikilvægis Íslands en landfræðileg lega þess var talin mundu henta vel til árása á Bandaríkin eða Sovétríkin ef til átaka kæmi milli þessara stórvelda. Þá ...

Nánar

Fleiri niðurstöður