Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2463 svör fundust

Hvað er bogaljós?

Bogaljósin (e. arc-light, arch-light) svokölluðu áttu sinn blómatíma á 19. öld áður en glóðarperan leysti þau af hólmi skömmu fyrir aldamótin 1900. Nú á dögum sjáum við bogaljós helst í ljósboganum sem myndast við rafsuðu málmhluta. Bogaljós er myndað þegar rafstraumur fer í gegnum tvö kolarafskaut sem snertast...

Nánar

Hvaða málmur leiðir best?

Silfur (Ag) hefur hæsta rafleiðni málma við staðalskilyrði. Rafleiðni málma er mælikvarði á hversu greiðlega rafeindir ferðast um málminn milli punkta sem haldið er við mismunandi rafspennu. Því meira sem rafviðnám (mælieining: Ohm) málmsins er því minni er leiðnin. Leiðni er því skilgreind í öfugu hlutfalli vi...

Nánar

Hvað eru öreindir?

Öreindir (e. elementary particles) eru örsmáar einingar sem allt efni í heiminum er sett saman úr. Borðið í kennslustofunni, Esjan, tunglið, sólin, vatnið og þú, allt er þetta búið til úr öreindum. Öreindir eru ódeilanlegar einingar, það er að segja ekki samsettar úr öðrum ögnum. Vísindamenn rannsaka öreindir í ó...

Nánar

Hver er munurinn á frumefni og frumeind?

Íslenska orðið frumeind er þýðing á erlenda orðinu atom. Orðið atom var sett fram í byrjun 19. aldar sem hugtak yfir smæstu þekktu eindir þess tíma. Í dag er hins vegar vitað að frumeindir eru ekki minnstu eindir sem til eru. Frumeindir samanstanda af kjarna, sem er í miðju frumeindarinnar, og neikvætt hlöðnum raf...

Nánar

Hvernig geta plöntur breytt koltvíoxíði í súrefni?

Plöntur breyta koltvíoxíði ekki beint í súrefni. Með ljóstillífun grænna plantna er koltvíoxíð (CO2) úr andrúmslofti notað til að mynda kolvetni eða sykur. Um leið er vatnssameind (H2O) klofin í frumum til að halda uppi ljóstillífun og afleiðing þess er sú að súrefni (O2) losnar. Ljóstillífun grænplantna gerist að...

Nánar

Hvað er rafdrægni?

Rafdrægni (einnig kallað rafneikvæðni, e. electronegativity) er mælikvarði á tilhneigingu frumeindar til að draga til sín rafeindir úr efnatengi. Bandaríski efnafræðingurinn Linus Pauling (1901-1994) setti fram hugmyndina um rafdrægni árið 1932 en þessi eiginleiki er reiknaður út frá öðrum eiginleikum frumeindanna...

Nánar

Hvað er sp3-, sp2- og sp-svigrúmablöndun kolefnis?

Atóm hafa fjórar gerðir af svigrúmum: s, p, d og f. Hjá kolefni í grunnástandi finnast rafeindir einungis í tveimur þessara svigrúma, s og p. Gildisrafeindir kolefnis er að finna í 2s- og 2p-svigrúmum þess, 2p-svigrúmi má síðan skipta upp í 2px-, 2py- og 2pz-svigrúm þar sem táknin x, y og z tilgreina rúmfræðistöðu...

Nánar

Hvað orsakar litróf frumeinda og sameinda?

Litróf efniseinda (frumeinda og sameinda) koma ýmist fram í útgeislun frá efnum eða í ljósgleypni þeirra. Fyrrnefndu litrófin nefnast útgeislunarróf (e. emission spectra) en þau síðarnefndu gleypiróf (e. absorption spectra). Sem dæmi eru litróf vetnisfrumeindarinnar sýnd á meðfylgjandi mynd. Mynd 1. Litróf ve...

Nánar

Hver er minnsta öreindin?

Allt efni í heiminum er samsett úr örsmáum einingum sem nefnast öreindir. Jafnvel minnstu hlutir í umhverfi okkar innihalda aragrúa öreinda og það gerir okkur erfitt fyrir að mæla stærð öreindanna sjálfra. Þegar allar venjulegar mælistikur eru mun stærri en það sem á að mæla verðum við að nota óvenjulegar aðferð...

Nánar

Hvernig verkar sjónvarp?

Rafeindabyssa í myndlampa sjónvarpsins skýtur rafeindum á skjáinn og þar sem rafeindirnar lenda lýsist skjárinn upp og við sjáum ljós. Til þess að þetta gangi upp þarf skjárinn að vera húðaður að innan með efni sem hefur þann eiginleika að gefa frá sér ljós þegar rafeindir skella á því. Til að fá svarthvíta myn...

Nánar

Er hægt að brjóta demant?

Fullkominn demantur samanstendur einungis af kolefnisfrumeindum. Hver og ein kolefnisfrumeind tengist fjórum öðrum kolefnisfrumeindum með sterkum samgildum tengjum og saman mynda frumeindirnar grind eins og sjá má á mynd 1. Þessi sterku tengi valda því að bræðslumark demanta er hæst allra náttúrulegra efna, 3547°C...

Nánar

Hvernig myndast nifteindastjörnur?

Áður hefur verið fjallað um nifteindastjörnur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru nifteindastjörnur og hvernig uppgötvuðust þær? Þegar stjarna framleiðir orku í kjarna sínum myndast þrýstingur sem vinnur gegn þyngdarkraftinum. Ævi stjörnunnar einkennist af togstreitu milli þessara tveggja krafta. Þr...

Nánar

Hvað er rafmagn?

Margir spyrjendur hafa sent okkur þessa spurningu eða eitthvað henni líkt. Eðlilegt er að fólk velti þessu fyrir sér þar sem rafmagn (e. electricity) er annars vegar svo algengt og mikilvægt í lífi okkar en hins vegar hálfpartinn ósýnilegt og ekki algengt í náttúrunni. Þannig er það líklega torskildara fyrir flest...

Nánar

Hvaða skilyrði þarf frumefni að uppfylla svo það teljist málmur?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða skilyrði þarf frumefni að uppfylla svo það teljist málmur? (t.d.efnaeiginleikar og svo framvegis.) Frumefni (e. element eða chemical element) eru grunnefni heimsins sem allt annað efni er samsett úr. Alls eru 118 frumefni þekkt í dag; 94 þeirra (frumefni 1-94) ha...

Nánar

Fleiri niðurstöður