Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 548 svör fundust

Hver tók fyrstu litljósmyndina á Íslandi?

Þörfin á að ná að fanga ljósmyndir í lit er í raun jafngömul sjálfri ljósmyndatækninni. Það tók hins vegar tíma að finna aðferð til að ná myndum í lit. Elsta þekkta litljósmyndin sem hefur varðveist frá Íslandi og við vitum um, er gerð með svonefndri autochrome-aðferð. Staðsetning og tímasetning myndarinnar er ...

Nánar

Hvað er ítrun Newtons?

Ítrun Newtons er leið til að finna rót falls með tölulegum reikningum. Með rót falls \(f(x)\), sem er einnig kölluð núllstöð fallsins, er átt við gildi á \(x\) þannig að fallið verður núll. Tölulegar aðferðir eru nauðsynlegar þegar ekki er hægt að finna lausnir beint en þær eru einnig notaðar þegar tölvuforrit eru...

Nánar

Hver er uppruni og saga hnitakerfisins?

Fræðimenn fornaldar höfðu mikinn áhuga á stjörnufræði. Babýloníumenn voru fyrstir til að þróa hnitakerfi til að lýsa staðsetningu á himinhvelinu. Stjörnufræðingurinn Ptólemaíos (um 100–178) notaði þetta hnitakerfi á 2. öld e. Kr. í bók sinni Almagest sem var meginrit um stjörnufræði um margar aldir. René Des...

Nánar

Hvernig er leitað að reikistjörnum utan sólkerfisins?

Hægt er að nota nokkrar aðferðir til að leita að reikistjörnum utan sólkerfis okkar. Slík leit er afar flókin vegna þess hve erfitt er að greina reikistjörnurnar úr mikilli fjarlægð. Ólíkt sólstjörnum, sem geisla frá sér orku sem losnar við kjarnasamruna, senda reikistjörnur ekki frá sér eigið ljós heldur endurva...

Nánar

Hvað er sókratísk kaldhæðni?

Lærdómsritið Síðustu dagar Sókratesar hefur að geyma þrjú verk eftir Platon þar sem Sókrates er í aðalhlutverki. Sigurður Nordal kemst svo að orði í inngangi sínum: Með viðræðum sínum vildi [Sókrates] vekja [lærisveinana] til sjálfstæðrar hugsunar, leiða innsta eðli þeirra í ljós og hjálpa því til þroska. Þessari...

Nánar

Hvernig er hægt að telja upp að endalausu?

Til þess að telja upp að endalausu þarf maður annað hvort að telja óendanlega hratt eða óendanlega lengi. Því miður er hvorugt á mannlegu valdi. Hér á eftir fylgir þó smá hugleiðing hvernig hægt er að framkvæma þetta. Hafa ber í huga að þetta er eingöngu til gamans gert. Ef við viljum telja upp að endalausu...

Nánar

Þegar olíuslys verður úti á hafi, af hverju er þá ekki bara kveikt í olíunni í staðinn fyrir að hreinsa hana úr sjónum?

Það er mögulegt að brenna olíu sem berst í sjó við olíuslys og það er gert í einstaka tilfellum eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig er olía hreinsuð úr sjó, til dæmis eftir olíuslys? Þar segir um þessa aðferð: Er henni (olíunni) þá safnað í eldþolnar flotgirðingar og þegar nægjanlegri þykkt er náð...

Nánar

Hvernig mælir maður magn nitursambanda í jarðvegi?

Algengustu mælingar á nitursamböndum (köfnunarefnissamböndum) í jarðvegi eru mælingar á heildarmagni niturs (N) og ólífræns niturs (ammóníum og nítrat). Auk þess eru margvísleg nitursambönd í lífrænum efnum í jarðvegi, allt frá plöntuleifum til moldarefna. Í stuttu máli er hér greint frá nokkrum algengum mæliaðfe...

Nánar

Hvað er genaklónun, hvernig fer hún fram og í hvaða tilgangi?

Með genaklónun eða einræktun gena er átt við það þegar gen eru einangruð, flutt inn í genaferjur og látin margfaldast með þeim í lifandi frumum. Genaferjurnar eru oftast nær annað hvort veirur eða litlar hringlaga DNA-sameindir, svonefnd plasmíð, sem fjölga sér óháð litningi hýsilfrumunnar. Fyrstu tilraunir með...

Nánar

Hvað þýðir arabíska orðið halal?

Orðið halal er notað um allt það sem er leyfilegt samkvæmt íslömskum lögum. Andstæðan við halal er haraam, sem er notað um það sem íslömsk lög banna. Í löndum þar sem arabíska er ekki opinbert mál er halal oftast notað til að tilgreina þau matvæli sem múslimar mega neyta. Í því tilfelli gegnir orðið sambærilegu hl...

Nánar

Hvað er hraunið sem kom upp í Geldingadölum gamalt?

Aldur hrauna miðast við þann tíma sem liðinn er frá því hraunin runnu á yfirborði jarðar.[1] Gosið í Geldingadölum hófst 19. mars 2021 og því lauk um sex mánuðum síðar. Hraunið er því aðeins um eins árs gamalt þegar þetta svar er skrifað. Ekki þarf að beita neinum sérstökum aðferðum til að aldursgreina hraun se...

Nánar

Hvernig er stærð sólar mæld?

Nærtækust er sú aðferð að reikna stærð sólar út frá fjarlægð hennar og því horni sem hún spannar á himninum. Einnig má mæla stærð sólar með því að nota birtustig og fjarlægð til sólar til að reikna ljósafl hennar. Þá er hiti reiknaður út frá birtustigi á mismunandi bylgjulengdum. Loks er notuð jafnan:L = 4pR2o...

Nánar

Hvað eru tsetse-flugur og hvað merkir orðið tsetse á máli innfæddra?

Nafnið tsetse er dregið af hljóðinu sem flugurnar gefa frá sér þegar þær fljúga. Nafnið sjálft þýðir "fluga” á Tsvana, tungumáli landsins Botsvana sem áður nefndist Bechuanaland. Flugan er afrísk. Bit hennar er mjög eitrað og jafnvel banvænt hrossum og nautgripum. Hún sýgur blóð og flytur þannig á milli dýra s...

Nánar

Hvað geta krókódílar hlaupið hratt?

Krókódílar virðast vera silalegar skepnur og það er óþekkt að þeir hafi hlaupið uppi bráð. Hins vegar búa krókódílar yfir óvenju mikilli snerpu og geta komið væntanlegri bráð sinni á óvart með árás úr launsátri. Þessi veiðiaðferð er nánast algild meðal landskriðdýra enda eru þau afar úthaldslitlar skepnur. Kr...

Nánar

Fleiri niðurstöður