Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 72 svör fundust

Hvernig þróuðust litir?

Litir hafa ekki orðið til með þróun; það er fyrst og fremst lífríki jarðar sem er talið hafa þróast frá einni örveru í öndverðu. Litur er einn af grundvallareiginleikum efnanna. Ef við lítum fyrst á frumefnin þá eru að vísu mörg þeirra í gasham við venjulegt hitastig og þá yfirleitt litlaus. En kolefnið í kolum...

Nánar

Af hverju breytist liturinn á steinum þegar þeir eru settir í vatn?

Steinar og margir aðrir hlutir virðast mun dekkri á litinn þegar þeir eru blautir en liturinn sjálfur er í raun sá sami. Dæmigerður steinn er grár eða grá-svartur, ögn hrjúfur og með mattri áferð. Ef yfirborð steinsins er skoðað með stækkunargleri sést að það er alls ekki spegilslétt og einsleitt. Ef við skerum...

Nánar

Er hægt að frysta eld?

Samkvæmt þekkingu nútímans er eldur ekki sérstakt efni. Mörg og mismunandi efni geta brunnið og eldurinn er jafnmargvíslegur og efnin. Eldurinn er hins vegar eins konar fyrirbæri eða ástand. Það er hins vegar hægt að frysta efnin sem eru í eldinum á tilteknum tíma. En þá hættir eldurinn augljóslega að vera til ...

Nánar

Af hverju eru blóm í mörgum litum?

Litir blómplantna hafa orðið til vegna tugmilljón ára samþróunar blómplantna og þeirra dýra sem þær reyna að laða að sér. Litskrúðugar blómplöntur eiga meiri möguleika á að laða til sín dýr sem sjá þá um frævun plöntunnar. Fjöldi plantna af öllum stærðum og gerðum eru til og blómin geta verið ótrúlega litskrúðug. ...

Nánar

Af hverju er eldur heitur?

Eldur er eins konar fyrirbæri eða ástand sem kviknar þegar "eldfimt" efni brennur. Eldurinn er heitur vegna þess að við brunann losnar orka sem að hluta til er varmaorka. Þessu er lýst ágætlega í svari við spurningunni Hvers vegna er eldur heitur og ís kaldur? en þar segir: Eldur kviknar þegar súrefni eða ildi ...

Nánar

Hvers konar hraun kemur úr Fimmvörðuhálsi?

Hraunið, sem nú rennur á Fimmvörðuhálsi, er svonefnt alkalí-ólivín-basalt. Þessi basaltsamsetning er ríkjandi í basaltgosum utan rekbelta landsins og er uppistaðan í basalthraunum í Vestmannaeyjum, Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. Alkalí-ólivín-basalt hefur oft þrjár einkennissteindir, ólivín, plagíoklas og pýroxen....

Nánar

Hvað er kertalogi?

Kertalogi er til kominn við það að vaxið í kertinu brennur. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem eru táknaðar með O2(g), þar sem bókstafurinn g táknar að efnið er í gasham.Sameindirnar í vaxinu má rita sem CnHm þar sem...

Nánar

Af hverju er eldurinn á kertinu blár neðst og gulur efst?

     Mynd 1: KertalogiKertalogi er til kominn vegna bruna kertavaxins í kertinu. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem og sameindir vaxins og mynda óstöðug lítil sameindabrot. Rofnun þessi veldur því að það myndast orka sem ...

Nánar

Hvers vegna breytist rjómi í smjör þegar hann er strokkaður?

Áður var strokkur notaður til að breyta rjóma í smjör. Gamaldags strokkur er hátt og mjótt ílát, vanalega úr viði, sem í er bulla eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Bullan er hreyfð upp og niður og snúið í rjómanum þar til þéttur, gulur massi flýtur ofan á vökvanum. Þennan massa köllum við smjör en vökvinn...

Nánar

Af hverju er grasið grænt?

Sólarljósið er í raun hvítt ljós sem er blanda af öllum litum. Þegar sólarljósið fellur á hluti á jörðinni drekka þeir hluta af því í sig en endurkasta hinu. Endurkastið ræður litnum á hlutnum. Hlutir sem endurkasta öllu ljósinu en drekka ekkert í sig eru hvítir, eins og til dæmis hvítt blað eða strigi málarans...

Nánar

Hvað er innan í beinum einstaklings?

Beinin í okkur eru klædd seigri bandvefshimnu sem nefnist beinhimna. Þar fyrir innan er svonefnt þéttbein og í flestum beinum er einnig frauðbein sem er svampkennt. Í holrúmi beinanna er síðan svonefndur beinmergur. Rauður beinmergur eða blóðmergur myndar blóðkorn og hann er í öllum beinum á fósturskeiði. Hjá f...

Nánar

Af hverju er talað um gulu pressuna?

Gula pressan dregur nafn sitt af skopmyndapersónu sem kölluð var The Yellow Kid og birtist í bandarískum dagblöðum í lok 19. aldar. Árið 1895 teiknaði Richard Felton Outcault teiknimyndaseríu fyrir dagblaðið New York World sem var í eigu Joseph Pulitzer. Serían hét Hogan's Alley og þar mátti sjá fremur ófríðan,...

Nánar

Fleiri niðurstöður