Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 245 svör fundust

Hvernig fara menn að því að berja eitthvað augum?

Orðasambandið er að berja einhvern eða eitthvað augum. Það er til í fornu máli í dálítið annarri gerð. Hún er að berja augum í eitthvað í merkingunni 'hugleiða eitthvað, velta einhverju fyrir sér' og hefur þetta samband lifað fram á þennan dag. Þegar menn berja eitthvað eða einhvern augum, horfa þeir hvasst á ei...

Nánar

Af hverju mega börn ekki horfa á myndir sem eru bannaðar?

Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Í þeim tilgangi samþykkti Alþingi lög um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum en samkvæmt þeim er bannað að sýna börnum undir lögræðisaldri ofbeldiskvikmyndir og –tölvuleiki, sem og kvik...

Nánar

Hver er vegalengdin í kílómetrum á milli Reykjavíkur og Sydney?

Vegalengdin milli Reykjavíkur og Sydney eftir yfirborði jarðar er aðeins 16609 kílómetrar, stuttar 10321 mílur eða einungis 8969 sjómílur. Standir þú í Reykjavík og ætlir að horfa í átt til Sydney þarftu að snúa þér 11,1° í vestur frá norðri, en standir þú í Sydney og ætlar að horfa í átt að Reykjavík þarf...

Nánar

Hvað merkir að kaga, samanber orðið Kögunarhóll?

Orðið kaga merkir 'skyggnast um, horfa yfir'. Kögunarhóll er þess vegna hóll sem gott að fara upp á til að skyggnast um. Í Íslenskri orðsifjabók er sagt að uppruni orðsins sé óljós. Hugsanlega er það skylt sögninni kóka sem merkir samkvæmt sömu bók 'gægjast, rísa og litast um, voka yfir, standa rétt upp úr vatn...

Nánar

Af hverju koma hvítir deplar þegar ég er búin að horfa lengi á ljós?

Hvítu deplarnir sem við sjáum eftir að hafa horft á einhvern bjartan flöt eru örlitlir klumpar af hlaupi eða öðru hálfgegnsæju efni sem sveimar um í glærhlaupi augans. Ef menn reyna að horfa beint á þá skjótast þeir oft undan manni. Það er ýmislegt sem getur valdið þessum blettum í glæruhlaupinu. Þegar við eru...

Nánar

Geta kettir séð sig í spegli?

Þegar kettir horfa í spegil sjá þeir spegilmynd sína líkt og við enda er sjón þeirra í meginatriðum eins og sjón okkar. Annað mál er hins vegar hvernig þeir túlka það sem þeir sjá í speglinum. Atferlisfræðingar telja að kettir þekki ekki sjálfa sig af spegilmyndinni. Þeir nálgast hana líkt og um annað dýr væri ...

Nánar

Hvaða kvikmyndir eru ólöglegar til sýninga á Íslandi?

Frá árinu 1983 og fram til ársins 2006 var lagt blátt bann við framleiðslu og innflutningi svonefndra ofbeldiskvikmynda. Í lögum sem þá giltu var hugtakið ofbeldiskvikmynd skilgreint á þennan hátt: „kvikmynd þar sem sérstaklega er sóst eftir að sýna hvers kyns misþyrmingar eða hrottalegar drápsaðferðir á mönnum og...

Nánar

Hvers vegna telja vísindamenn að þeir geti séð aftur í Miklahvell ef þeir horfa nógu langt út í geim? - Er sá eiginleiki ekki ónothæfur ef fjarlægðin var ekki til staðar þá?

Vísindamenn telja ekki að þeir geti séð aftur í Miklahvell ef þeir horfa nógu langt út í geiminn. Ástæðan er sú að fyrstu milljón árin var heimurinn ógegnsær og því verður aldrei hægt að sjá nær Miklahvelli en það. Sennilega er þó nær að gera ráð fyrir að ekki muni unnt í náinni framtíð að sjá miklu nær Miklah...

Nánar

Hver er saga myndbandavæðingarinnar og hverju breytti hún?

Ampex-fyrirtækið setti fyrsta myndbandstækið á markað árið 1956 og byggði á þegar rúmlega hálfrar aldar gamalli uppfinningu danska vísindamannsins Valdemars Poulsens (1869-1942). Í upphafi voru myndbandstæki eingöngu notuð af sjónvarpsstöðvum og í kvikmyndaiðnaðinum en fyrir daga þeirra voru allir sjónvarpsþættir ...

Nánar

Hvers vegna eru sumir rangeygðir?

Rangeygð er ástand þegar bæði augu horfa ekki á sama stað á sama tíma. Annað augað snýr þá inn á við, út á við, upp eða niður og stafar það oftast af lélegri stjórnun augnvöðva eða mikilli fjarsýni. Sex vöðvar tengjast hvoru auga og stjórna hreyfingum þess. Vöðvarnir fá boð frá heila sem stýrir þeim. Undir venjule...

Nánar

Hver fann upp gleraugun?

Elsta ritaða heimild um notkun glerlinsa er eftir Roger Bacon frá 1268. En vitað er að á þeim tíma var þegar farið að nota stækkunarlinsur, settar í ramma, til lestrar bæði í Evrópu og Kína. Þó er umdeilt á hvorum staðnum þessi tækni er upprunnin. Í Evrópu komu gleraugu fyrst fyrir á Ítalíu að frumkvæði Alessan...

Nánar

Af hverju fá leikarar í Ameríku hærri laun en hér?

Það er rétt að kvikmyndastjörnur í Hollywood fá margfalt hærri laun en starfsystkin þeirra á Íslandi, jafnvel meira fyrir eina kvikmynd en bílfarmur af íslenskum leikurum fær fyrir alla starfsævina. Hins vegar er ekki þar með sagt að leikarar í Ameríku fái almennt hærri laun en hérlendis. Það eru ekki allir stjörn...

Nánar

Fleiri niðurstöður