Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 240 svör fundust

Hver var Salómon konungur og fyrir hvað var hann frægur?

Salómon var þriðji konungur hins sameinaða Ísraelsríkis (á eftir Sál og Davíð) og er jafnan talinn hafa verið þeirra mestur. Annað nafn hans var Jedídjah. Hann var fæddur í Jerúsalem í kringum árið 1000 f.Kr. og mun hafa setið að völdum á árunum 971-931 eða svo. Hann var tíundi sonur Davíðs konungs Ísaísonar e...

Nánar

Bar einhver titilinn Napóleon II?

Þessi spurning kviknar ef til vill af þeirri staðreynd að tveir keisarar sem báðir tóku sér nafnið Napóleon ríktu í Frakklandi á 19. öld. Sá fyrri var Napóleon Bónaparte eða Napóleon I, en sá síðari tók sér titilinn Napóleon III. Það liggur því nokkuð beint við að undrast hvað varð um Napóleon II. Bar einhver ...

Nánar

Hvað þýðir lex?

Spyrjandi segist hafa heyrt að heyrt að lex þýði 'konungur' á latínu eða grísku. Þar hefur einn bókstafur skolast til. Latneska orðið lex þýðir upphaflega 'samningur' en síðan 'lög, regla, fyrirmæli, forskrift'. Eignarfallið af lex er legis og þar sjáum við að orðið er samstofna við sögnina lego / legere í mer...

Nánar

Var eiginmaður Auðar djúpúðgu konungur í Dyflinni?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég hef lesið, að Ólafur, eiginmaður Auðar djúpúðgu, hafi verið konungur eða víkingakonungur í Dublin á Írlandi. Lét hann eitthvað eftir sig þar? Markaði hann einhver spor á Írlandi? Þau Auður áttu væntanlega afkvæmi, syni og dætur, hvað varð um þau? Laxdæla og Landnámabók segja...

Nánar

Hvers vegna var Kópavogsfundurinn haldinn og hver var tilgangurinn með honum?

Kópavogsfundurinn 1662 var afleiðing af atburðum sem höfðu gerst í Danmörku næstu ár á undan. Í danska konungsríkinu hafði aðallinn lengi ráðið miklu. Konungar voru kjörnir, þótt þeir væru jafnan valdir úr ríkjandi konungsfjölskyldu, og gátu aðalsmenn sett nýjum konungi skilyrði sem takmörkuðu völd hans. Stéttaþin...

Nánar

Hvenær var Alþingi stofnað?

Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930. Þinghaldsstaðurinn hét Lögberg. Þar komu höfðingjar saman í júní ár hvert til að setja lög og kveða upp dóma. Flestum öðrum var einnig frjálst að fylgjast með þinghaldinu, eins og tíðkast á Alþingi enn í dag. Æðsti maður þingsins var lögsögumaðurinn sem var gert að leggja...

Nánar

Er 'inri' jafn heilagt og kross?

Þessir stafir eru skammstöfun á áletruninni sem var negld yfir höfði Krists á krossinum. Stafirnir þýða I = Jesús, N = Nazarenus, þ.e. frá Nazaret, R = rex, þ.e. konungur og I = Judaeorum, þ.e. Gyðinga. Þar sem þetta tákn er svo nátengt krossinum getum við ábyggilega sagt að þau séu jafn heilög. Mynd:...

Nánar

Af hverju reiddist Ólafur konungur og lét handtaka alla íslenska menn sem staddir voru með konungi og hótaði að drepa þá ef þeir mundu ekki skírast?

Ólafur Tryggvason var sterkur stjórnmálamaður sem hafði einsett sér að gera allt land sitt (Noreg) kristið. – En ekki aðeins Noreg heldur öll lönd sem voru í mestum tengslum við það, þar á meðal Ísland. Þegar Íslendingar brugðust neikvætt við skipun hans greip hann til ofbeldis eins og stjórnmálamenn og margir aðr...

Nánar

Hvenær er höfuðdagur?

Höfuðdagurinn er samkvæmt gildandi tímatali 29. ágúst. Þann dag á Heródes konungur að hafa látið eftir konu sinni að Jóhannes skírari skyldi hálshöggvinn. Vitað er til að minningardagur um aftökuna hafi þekkst þegar á 5. öld bæði í Samaríu og Gallíu. Það var hins vegar páfastóll sem ákvað dagsetninguna 29. ágúst á...

Nánar

Hver var Mínotáros í grískri goðafræði?

Í grískri goðafræði var Mínos konungur á eynni Krít. Þegar Mínos og bræður hans Hradamanþys og Sarpedon vildu fá úr því skorið hver þeirra skyldi verða konungur Krítar bað Mínos guðinn Póseidon um að senda sér naut til fórnar. Póseidon sendi honum naut úr sjónum en Mínos fékk sig ekki til að fórna því. Gerði þá Pó...

Nánar

Getur nafnið Vatnar verið fyrir bæði kynin, og hvað þýðir orðið?

Vatnar hefur einungis verið notað sem karlmannsnafn hérlendis. Það virðist þó ekki hafa verið notað fyrr en á þessari öld. Enginn var skráður með þessu nafni í manntali 1910 en eftir það hefur fáeinum verið gefið þetta nafn. Í fornu máli er í Hálfs sögu og Hálfsrekka nefndur Vatnar konungur sem heygður var í Va...

Nánar

Hver er meginmunurinn á rökgreiningarheimspeki og meginlandsheimspeki?

Á tuttugustu öld urðu til tveir meginstraumar í vestrænni heimspeki, rökgreiningarheimspeki annars vegar og svokölluð meginlandsheimspeki hins vegar. Þessi skipting heimspekinnar á sér að vísu miklu lengri forsögu. En hún er einnig svolítið villandi. Munurinn á þessum meginstraumum innan heimspekinnar er ekki fyll...

Nánar

Hvaðan kemur nafnið Guttormur?

Ýmsar heimildir eru til um nafnið Guttorm. Í bókinni Nöfn Íslendinga eftir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson, segir að nafnið Guttormur komi fyrir í Landnámu, Egilssögu og fornbréfum. Í Landnámu kemur nafnið fyrir í 18. kafla. Þar segir frá því að synir Guttorms Sigurðssonar eru drepnir og í Egils sögu er minnst...

Nánar

Fleiri niðurstöður