Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 65 svör fundust

Hvað eru hveraörverur?

Hveraörverur eru, eins og nafnið bendir til, örverur sem lifa í hverum. Þessar örverur geta verið margbreytilegar og tilheyra öllum þremur ríkjum lífvera, það er ríkjum heilkjörnunga (eukarya), baktería eða gerla (bacteria) og fornbaktería (archaea). Þær heilkjarna örverur sem finnast í hverum, eins og til dæm...

Nánar

Hvað eru mörg sandkorn í heiminum?

Sennilega getur enginn nema hjartnanna og nýrnanna skoðari svarað þessari spurningu með nákvæmni. Hins vegar getum vér dauðlegir hugleitt hvernig fara mætti að til að komast sem næst réttu svari. Fyrst þyrftum við að komast að því hvert er rúmmál sands í heiminum - langmestu sandflæmi jarðar eru reyndar Sahara- og...

Nánar

Hver bjó til skírnarfontinn í Dómkirkjunni í Reykjavík?

Myndhöggvarinn Bertel Thorvaldsen (1770-1844) gerði skírnarfontinn í Dómkirkjunni í Reykjavík. Thorvaldsen var sonur íslensks myndhöggvara, Gottskálks Thorvaldsen, og átti danska móður, Karen Dagnes. Því stendur slagurinn milli Íslendinga og Dana hvorum hann tilheyrir. Líklegt er að Thorvaldsen hafi sjálfur talið ...

Nánar

Hvers vegna er reikistjarnan Mars rauð?

Mars er oft nefndur rauða reikistjarnan enda virðist hann rauðleitur að sjá á næturhimninum. Mars er bergreikistjarna í innra sólkerfinu og hefur örþunnan lofthjúp. Á yfirborðinu eru fjölmargar áhugaverðar jarðmyndanir eins og árekstragígar, eldfjöll, gljúfur og pólhettur. Mars er meðal mest könnuðu reikistjarna í...

Nánar

Hvernig myndast sandsteinn og finnst hann á Íslandi?

Sandsteinn (í þröngum skilningi) er sjaldgæfur á Íslandi. Hann myndast við hörðnun sands. Bergið sem myndar yfirborð jarðar skiptist í þrjár deildir eftir uppruna sínum: storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Storkuberg hefur storknað úr glóandi bergkviku, setberg harðnað úr lausu seti, til dæmis leir og sand...

Nánar

Af hverju eru steinar mismunandi á litinn?

Orðið "steinn" í merkingu spurningarinnar getur þýtt að minnsta kosti tvennt, annars vegar steind eða steintegund, og hins vegar bergtegund. Bergtegundir eru yfirleitt samsettar úr mörgum steintegundum. Algengast er að "grjót" hér á landi sé svart eða dökkgrátt að lit og er þá oftast blágrýti, sem samanstendur e...

Nánar

Hvar á landinu er helst að finna flöguberg?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvar á landinu er helst að finna flöguberg? Hvernig myndast það og hvaða steintegund myndar það?Flöguberg í víðustu merkingu myndast þannig að deigt berg eða seigfljótandi bergkvika „aflagast“ í spennusviði. Aflögunin gerist þannig að efnið skríður til eftir ákveðnum skrið...

Nánar

Hvernig geta jöklar grafið landið og hvernig landslag búa jöklar til?

Sjálfur er jökulísinn of mjúkur til þess að grafa botn jökuls. Hins vegar rífa jöklarnir grjót upp úr jörðinni og ýta því áfram með miklum krafti. Steinar við jökulbotninn skafa og rista rákir í bergið svipað og hefill, sporjárn og sandpappír sem beitt er á tré. Þungir jöklarnir mylja grjótið undir sér eins og val...

Nánar

Hvað er vitað um borgina Babýlon til forna?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hver er saga Babýlon, hvar er hún staðsett og hver eru hennar aðaleinkenni? (Íris) Eru enn þá til ummerki um að Babýlon hafi verið til? (Bryndís) Eru til áreiðanlegar heimildir um hengigarðana í Babýlon? Er til nákvæm lýsing á því hvað þetta fyrirbæri var? (Hafstein...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Chibcha, frumbyggja Kólumbíu?

Chibcha-fólkið er einn af frumbyggjahópum Kólumbíu í Suður-Ameríku. Í sumum heimildum gengur fólkið undir nöfnunum Muisca eða Mosca en hér verður heitið Chibcha notað og þá umritað sem Síbsjar. Á máli Síbsjar-búa þýðir síbsjar 'höfðingi samfélagsins'. Fyrir tíma landvinninga Spánverja í Suður- og Mið Ameríku bj...

Nánar

Úr hverju eru bjöllurnar í Hallgrímskirkju?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að vita úr hverju bjöllurnar í Hallgrímskirkju er búnar til. Eru þær úr járni eða kopar? Kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju eru samtals 32. Þar af eru 3 stórar bjöllur og 29 minni í klukknaspili (e. carillon). Klukkurnar voru framleiddar hjá fyrirtækinu Royal Eijsbo...

Nánar

Fyrir hvað eru Súmerar þekktir?

Fjögur þúsund og fimm hundruð árum fyrir upphaf tímatals okkar (fæðingu Krists) voru sprottin upp lítil þorp í suðurhluta Mesópótamíu þar sem nú heitir Írak. Á þeim tíma náði sjávarströndin miklu lengra inn í landið en nú. Stórfljótin Evrat og Tigris hafa á rúmlega sex þúsund árum borið fram fram óhemjumagn af...

Nánar

Hvað er Bonsai? Er það tegund eða aðferð?

Bonsai er japanskt orð og þýðir upprunalega að planta í bakka. Merking orðsins hefur þó breyst lítið eitt með tímanum og tengist nú einkum japönskum dvergatrjám og listinni að rækta tré í bökkum. Bonsai-tré líkjast venjulegum trjám sem vaxa villt í náttúrunni nema þau eru miklu minni. Bonsai-tré eru tekin úr ...

Nánar

Fleiri niðurstöður