Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 26 svör fundust

Erum við við eða ímyndun einhvers annars?

Þessa spurningu gætum við orðað svona: Erum við raunverulega til eða erum við bara í hugarheimi einhvers annars? Ef við erum til þá erum við sjálfstæðar manneskjur sem hafa sál og lifa í sameiginlegum heimi. Þá ráðum við yfir okkur sjálfum og þar með er svarið við spurningunni að við séum við og ekki ímyndun einh...

Nánar

Hver er stærsti ánamaðkur sem hefur fundist?

Í hitabeltinu og á Suðurhveli eru allmargar mjög stórvaxnar ánamaðkategundir. Lengst af hefur verið álitið að stærsta tegundin væri Megascolides australis sem á heima í skóglendi nálægt Melbourne í Ástralíu. Lengd þessa ánamaðks er oft sögð vera 12 fet, eða um 360 cm. Sú staðhæfing virðist studd af ljósmynd sem ví...

Nánar

Hver er munurinn á tilgátu og kenningu í vísindum?

Sumum staðhæfingum sem vísindin fjalla um er lýst sem kenningum; öðrum er lýst sem tilgátum. Ekki er alltaf gerður skýr greinarmunur á þessu tvennu enda eru þessi hugtök sjaldnast skilgreind nákvæmlega í vísindunum sjálfum. Vísindamenn sjálfir eru nefnilega ekkert endilega að velta fyrir sér hvort það sem þeir set...

Nánar

Hvaða rök eru fyrir efahyggju?

Efahyggja er almennt hugtak sem nær yfir hugmyndir um að ekki sé hægt að öðlast þekkingu á tilteknum hlutum eða þáttum. Oft takmarkast efahyggjan við einhverja tiltekna hluti eða þætti mannlegs lífs. Til dæmis er talað um trúarlega efahyggju þegar efast er um að hægt sé að vita að Guð sé til. En efahyggja getur lí...

Nánar

Er hægt að sanna eða afsanna vísindalega einhver algeng trúarbrögð?

Fyrri lið spurningarinnar, hvort hægt sé að sanna vísindalega einhver trúarbrögð, er fljótsvarað. Svarið er „Nei“. Ástæða þess að ekki er hægt að sanna vísindalega nein trúarbrögð er einfaldlega að það er ekki hægt að sanna vísindalega neinar kenningar, hvort sem kenningarnar eru hluti af trúarbrögðum eða vísindal...

Nánar

Hver er skilgreiningin á því "að vera"?

Sögnin “að vera” getur haft þrjár mismunandi merkingar sem hljóta mismunandi meðhöndlun í rökfræði. "Að vera" má ýmist nota til að mynda umsögn, tilvistarstaðhæfingu eða staðhæfingu um samsemd. Þessu er best lýst með dæmum: Umsögn: "Snælda er köttur." Hér er sagnorðið notað til að mynda umsögnina “að vera köt...

Nánar

Hvað er að skilja skoðun?

Að skilja skoðun getur ýmist verið fólgið í því að vita inntak skoðunarinnar; að vita undir hvaða kringumstæðum skoðunin er sönn eða ósönn. Ef það er skoðun mín að kaffi sé almennt gott fyrir svefninn, þá er sú skoðun sönn einungis ef kaffi er almennt gott fyrir svefninn. Og til að skilja þessa skoðun þarf maður þ...

Nánar

Er þessi setning ósönn?

Svarið við spurningunni er einfalt: nei. Setningin er ekki ósönn en þar með er ekki rétt að hún sé sönn. Setningin sem um ræðir er spurning og spurningar geta hvorki verið sannar né ósannar. Hugtökin “satt” og “ósatt” eiga aðeins við um staðhæfingar en alls ekki um allt sem sagt er eða skrifað. Setningar geta ...

Nánar

Hafa leðurblökur sjón?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hér eru vangaveltur og veðmál í bekknum sem ég er að kenna um það hvort leðurblökur hafi sjón. Þannig að við spyrjum: Hafa leðurblökur sjón? Til er enskt orðatiltæki sem oft er notað um þá sem taka ekki eftir hlutunum. Þá er sagt um viðkomandi að hann sé 'blind as a bat...

Nánar

Oft er sagt að allt sé afstætt, en er svo í raun?

Þegar einhver segir: “Það er alltaf rigning um helgar” skiljum við að viðkomandi meinar í raun og veru að sér finnist oft rigna um helgar en ekki að það rigni allan sólarhringinn um hverja einustu helgi. Á sama hátt má ætla að fullyrðingin “Allt er afstætt” geti þýtt að margt sé afstætt en ekki að bókstaflega allt...

Nánar

Hvernig er lesblinda greind?

Upphaflega spurningin var svohljóðandi: Hvernig er lesblinda greind? Hvenær var byrjað að greina lesblindu hér á Íslandi? Og hve gömul eru börn þegar það er hægt að greina þau? Fjöldi lesblindra eða lesraskaðra nemenda er mjög á reiki. Nýlegar rannsóknir frá Bandaríkjunum benda til þess að helstu ástæðu þess sé ...

Nánar

Hvaða rökvilla nefnist alhæfing?

Stysta svarið, sem hægt er að gefa við þessari spurningu, styðst við þónokkur íðorð eða tæknileg heiti, sem kalla aftur á nánari útskýringar. En byrjum á stutta svarinu: Alhæfing er rökvilla sem notar tilleiðslu til að álykta um hið almenna út frá hinu einstaka. Rökvilla er röksemdafærsla sem kann að vir...

Nánar

Hvað er einfeldningsleg hluthyggja?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er einfeldningsleg (naív) hluthyggja? „Hluthyggja“ er þýðing á enska orðinu „realism“ eins og það er notað víða í heimspeki en greina má í sundur ótalmargar tegundir af hluthyggju. Til dæmis er vísindaleg hluthyggja (e. scientific realism) sú kenning að til séu s...

Nánar

Er ranghugmynd merkingarleysa? Geta hugmyndir verið réttar eða rangar?

Upprunaleg spurning var svohljóðandi: Fyrirbærið hugmynd er augljóslega hvorki það sama og staðhæfing eða fullyrðing, hvað þá heldur tilgáta eða kenning, sem aftur leiðir af sér að hugmynd getur þá hvorki verið "rétt" né "röng" (eða hvað?) sem slík, ólíkt öllum hinum fyrirbærunum enda jú bara hugmynd! Er þá ekki...

Nánar

Fleiri niðurstöður