Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 79 svör fundust

Hvað var Austurlandahraðlestin?

Austurlandahraðlestin (e. Orient Express) var lest sem gekk á milli Parísar og Istanbúl á árunum 1883-1977. Reyndar breyttist leiðin sem lestin fór á þessum tíma, bæði vegna samgöngubóta og annarra aðstæðna. Eftir 1977 hætti lestin að ganga alla leið til Istanbúl en nafnið Austurlandahraðlestin hélst áfram á annar...

Nánar

Af hverju er hjátrú um töluna 13?

Hræðsla við töluna 13 er kölluð triskaidekafobia. Ýmsar skýringar hafa verið settar fram um uppruna þessarar fælni og hjátrúin sem tengist henni birtist í ýmsum myndum. Til að mynda hafa mörg hótel enga hæð sem kölluð er 13. hæðin, happdrætti forðast að gefa út miða númer 13, sumum finnst borðhald með 13 manneskju...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Ingi Rúnar Eðvarðsson stundað?

Ingi Rúnar Eðvarðsson er prófessor og deildarforseti við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á þekkingarstjórnun í íslenskum fyrirtækjum. Þekkingarstjórnun felur í sér að skrá niður þekkingu starfsfólks innan fyrirtækja, flokka hana og miðla innan fyrirtækis til að bæta árangur, svo ...

Nánar

Eru til apar í Evrópu?

Ef spyrjandi á við villta apa þá er svarið já. Lítill staðbundinn stofn svokallaðra serkjaapa eða gíbraltarapa (Macaca sylvana) lifir á Gíbraltarkletti, syðst á Íberíuskaga. Serkjaapar eru af ætt makakíapa sem telur um 20 tegundir og lifa þær allar í Asíu að þessari einu tegund undanskilinni. Fyrir utan Gíbra...

Nánar

Hvort kom á undan eldspýtan eða kveikjarinn?

Kveikjarinn kom fyrst fram árið 1823 en eldspýtan eins og við þekkjum hana í dag, nokkrum árum seinna. Áhöld sem líkjast eldspýtunni hafa hins vegar verið til í aldaraðir. Til dæmis er vitað að árið 577 e.Kr. notuðu konur við hirð norður Qi-ríkisins í Kína lítil prik með brennisteini á endanum til þess að kvei...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi?

Þótt kvikmyndastjörnur og knattspyrnumenn hafi vakið athygli á götum Reykjavíkur og víðar um land sumarið 1919 voru þær ekki einu stjörnurnar sem aðdáun ungs fólks á Íslandi beindist að. Líklega var Davíð Stefánsson, ungt skáld norðan úr Eyjafirði, sá sem allra mestrar hylli naut. Fyrsta ljóðabók hans, Svartar fja...

Nánar

Er vændi siðferðilega rangt eða ekki?

Athugasemd ritstjóra: Þessi spurning er fram borin í ákveðnu samfélagi við tilteknar aðstæður og svarið hér á eftir miðast við það. Ýmislegt misjafnt hefur tengst vændi í samfélögum manna hingað til, ekki síst vegna ríkjandi misréttis kynjanna. Til dæmis er vændi oft rekið sem skipulögð atvinnustarfsemi þar se...

Nánar

Hver fann upp húðflúr?

Húðflúr hefur örugglega margoft verið fundið upp og þá sennilega oftast óvart. Til dæmis þarf ekki annað en að sótugt bein stingist óvart í húð manns til að vísir að húðflúri sé kominn og veiðimaður sem hagræðir sér við eld sem hann hefur nýverið notað til matreiðslu veiðibráðar á á nokkurri hættu að slíkt óhapp h...

Nánar

Hvenær fóru menn að nota orðið verðbólga á íslensku?

Orðið verðbólga hefur oft sett sterkan svip á umræðu um íslenskt efnahags- og stjórnmálalíf á undanförnum áratugum. Þetta hagfræðilega fyrirbæri, sem þykir hafa einkennt íslenskt efnahagsástand á löngum köflum, hafði fremur hægt um sig um skeið en hefur heldur betur náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Einfö...

Nánar

Af hverju voru nornir brenndar á miðöldum?

Miðaldir er tímabil sem í hugum nútímafólks er oft tengt fáfræði og grimmd, og þar á móti hefur endurreisnartíminn þá ímynd að þá hafi hið háleita og vísindalega hlotið framgang í menningarlífi Evrópu. Rétt er að hafa í huga að slík tímabil eru huglægar smíðar fræðimanna gerðar þeim til hægðarauka, en endalok miða...

Nánar

Hvernig koma konur fyrir í íslenskum þjóðsögum og ævintýrum?

Íslenskar þjóðsögur og ævintýri tilheyra aldagamalli munnlegri sagnahefð sem einkum má rekja til kvenna. Það voru þær sem sögðu sögurnar sem karlmenn síðan söfnuðu og skráðu. Þannig segir Guðbrandur Vigfússon í formála að Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum að þótt konur hafi ekki skrifað eins margar bækur og kar...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um mengun hafsins og afleiðingar hennar?

Mengunarefni geta borist til sjávar frá landi á fjóra vegu: Með lofti, frárennsli, vegna skipa eða sem úrgangsefni sem varpað er í sjóinn. Áætlað er að sú mengun sem fer í hafið á heimsvísu skiptist í þessa fjóra flokka á eftirfarandi hátt: 33% er loftborin mengun (með ryki, úrkomu eða efni eða efnasambönd sem guf...

Nánar

Getur krabbamein haft áhrif á getu til að stunda kynlíf?

Krabbamein og ekki síður meðferð þess veldur eðlilega miklum breytingum á lífi einstaklings. Hann upplifir ýmiss konar líkamleg og andleg einkenni sem geta haft mikil áhrif á líf hans svo og áhrif á getu hans til að stunda kynlíf. Eitt af því sem ekki síst verður fyrir áhrifum þessa er kynheilbrigði (e. sexual- a...

Nánar

Eru Króatar fylgjandi þjóðernishreinsunum undir vissum kringumstæðum?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru vísbendingar um að almenningur í Króatíu telji þjóðernishreinsanir nauðsynlegar undir vissum kringumstæðum, sbr. viðbrögð þegar Gótóvína hershöfðingja var sleppt úr fangelsi alþjóðastríðsglæpadómstólsins? Orðið þjóðernishreinsanir er siðferðislegt hugtak en ekki lagaleg...

Nánar

Fleiri niðurstöður