Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 106 svör fundust

Við hvaða hita snjóar? Getur snjóað í miklu frosti?

Stöku sinnum snjóar í skamma stund í 2 til 4°C hita, en hiti er langoftast neðan við 0,5°C í snjókomu. Líkur á mikilli snjókomu minnka að jafnaði eftir því sem frost er meira, en mikil úrkoma myndast þó í skýjum þar sem hiti er lægri en -8°C sé uppstreymi þar jafnframt mikið. Það getur snjóað mikið í miklu frost...

Nánar

Hvers vegna myndaðist jökull á Snæfellsnesi sem stendur svo nærri sjó?

Jöklar eru ekki bara afsprengi kulda heldur skiptir úrkoma líka miklu máli. Jöklar eru fyrst og fremst þar sem úrkoma er mikil sem gleggst má sjá á Vatnajökli þótt hann sé mjög skammt frá hlýjasta sjó við landið. Á suðausturströnd landsins er úrkoman að jafnaði hvað mest. Þetta gerir það að verkum að hjarnmörk (jö...

Nánar

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í maí 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör maímánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Af hverju loðir teflon við pönnuna þegar ekkert loðir við teflon? Er flóðhestamjólk bleik og ef svo er, af hverju? Geta kettir verið andvaka? Hvað pissar meðalmaðurinn mikið á dag? Hvað er úrkoma í grennd? ...

Nánar

Hvað þarf él að standa lengi til að það sé orðið að snjókomu?

Tími sá sem úrkoman stendur skiptir minna máli í aðgreiningu élja og snjókomu heldur en það hvernig hún myndast, það er hver myndunarhátturinn er. Í veðurathugunum er greint á milli élja og snjókomu eftir ákveðnum reglum, þær sömu og notaðar eru til að greina á milli rigningar og skúra. Í veðurspám er aðgreini...

Nánar

Hvað er snælína og er hægt að búa ofan hennar?

Í Jarðfræði. Saga bergs og lands (1968, bls. 154) skrifar Þorleifur Einarsson: Jöklar verða til, þar sem meiri snjór safnast fyrir árlega en regn og sumarhlýindi ná að leysa. Sá snjór, sem eftir verður af snjómagni hvers árs, nefnist snjófyrningar. Mörk milli snjófyrningasvæða og auðra svæða nefnast snælína, og ...

Nánar

Hvað gerist ef hitastigið heldur áfram að hækka svona?

Vísindamenn telja ljóst að hitastig á jörðinni sé að hækka. Á árunum 1906 til 2005 hækkaði meðalhiti á jörðinni um rúmlega 0.7°C. Enn fremur telja menn líklegast að orsakir þessarar hækkunar sé að finna í aukningu svonefndra gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum. Áhrif af áframhaldandi hlýnun eru mjög mikil. Erfi...

Nánar

Hvernig er veðurfarið á Hawaii?

Á Hawaii er hitabeltisloftslag. Mildur hiti er mest allt árið og nokkuð rakt. Litlar hitasveiflur eru yfir árið, eins og sést á því að í höfuðstaðnum Honolúlú er meðalhiti í kaldasta mánuði ársins 22° C og 26° C gráður í þeim heitasta. Á hálendi Hawaii getur orðið mun kaldara, jafnvel farið niður fyrir frostmark. ...

Nánar

Hvernig er eyðimerkurgróður?

Til eru ýmsar mismunandi skilgreiningar á eyðimörk en ein sem er nokkuð útbreidd miðar við að í eyðimörk falli innan við 250 mm af úrkomu á ári. Vegna þess hve lítil úrkoma fellur er mjög krefjandi fyrir plöntur sem og aðrar lífverur að þrífast í eyðimörkum. Plöntur þurfa helst að hafa tvo eiginleika til þess a...

Nánar

Hvers konar veður er yfirleitt á sumardaginn fyrsta?

Dagarnir frá 20. apríl eða svo, til um það bil 10. maí, eru sá hluti ársins þegar norðaustanátt er hvað tíðust á landinu og loftþrýstingur hæstur. Slíku veðri fylgir gjarnan þurr næðingur syðra, oft með sólskini, en dauft veður með smáéljahraglanda nyrðra. Mjög bregður þó út af í einstökum árum. Hæsti hiti sem ...

Nánar

Hvað er hnjúkaþeyr?

Í stuttu máli er hnjúkaþeyr (einnig skrifað hnúkaþeyr) hlýr og þurr vindur sem blæs af fjöllum. Hnjúkaþeyr getur verið mjög hvass og hviðugjarn en þarf ekki að vera það. Á sumum stöðum í heiminum er hnjúkaþeyr svo algengur að honum hefur verið gefið sérstakt nafn. Í Ölpunum heitir hnjúkaþeyrinn Föhn, í Klettafj...

Nánar

Hvar eru stærstu jöklar á Íslandi?

Stærstu jöklar á Íslandi eru á miðju og sunnanverðu landinu vegna þess að þar fellur meiri snjór en nær að bráðna á sumrin. Rakir vindar á leið yfir Norður-Atlantshaf lyfta upp lofti á leið yfir Ísland. Loftið kólnar og rakinn í því þéttist og verður að vatnsdropum og ískristöllum sem falla til jarðar. Snjór fellu...

Nánar

Hvernig er veðurfar í Ástralíu?

Árstíðum í Ástralíu er öfugt farið miðað við hér á norðurhveli jarðar, það er þegar vetur er hér á landi er sumar í Ástralíu og öfugt. Oft er talað um að sumarið sé í desember, janúar og febrúar en veturinn í júní, júlí og ágúst. Ástralía er sjötta stærsta land jarðar að flatarmáli en eins og oft með stærri lönd g...

Nánar

Fleiri niðurstöður