Lyfjameðferð til móður á meðgöngu eða meðferð sem hefst rétt fyrir fæðingu og er einnig gefin barninu eftir fæðingu hefur dregið verulega úr smithættu. Nýlegar rannsóknir benda til að ef beitt er virkri fjöllyfjameðferð er hætta á smiti frá móður til barns nálægt 0,6-1,6%. Þættir sem geta haft áhrif á þessar líkur, auk þess sem að ofan er talið eru meðferðarheldni móður (e. compliance) og tímasetning lyfjagjafar. Aðgengi að greiningu, lyfjameðferð og annarri heilbrigðisþjónustu er því lykilatriði í því að draga úr smiti frá móður til barns. Til viðbótar þessu er vert að minna á að ef belgir eru sprungnir lengi áður en barnið kemur í heiminn eykur það líkur á smiti frá móður til barns. Víða er því mælt með keisaraskurði HIV-jákvæðra mæðra til að draga úr smiti til barna. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Er hægt að smitast af HIV ef maður kyssir einhvern sem er smitaður?
- Getur maður fengið HIV-veiruna við sjálfsfróun?
- Getur HIV-veiran borist með flugum?
- Hvernig byrjaði alnæmi?
- Er alnæmi það sama og HIV-veiran?
- Dorenbaum o.fl. Two-Dose Intrapartum/Newborn Nevirapine and Standard Antiretroviral Therapy to Reduce Perinatal HIV Transmission. JAMA 2002; 288(2): 189-198.
- Volmink o.fl. Antiretrovirals for reducing the risk of mother-to-child transmission of HIV infection. Cohrane Database Syst. Rev. 2007; jan 24;(1):CD003510.
- Garcia-Tejedor o.fl. Influence of highly active antiretroviral treatment (HAART) on risk factors for vertical HIV transmission. Acta Obstet Gynecol Scand. 2009; 88(8):882-887.
- Science Daily. Sótt 11. 1. 2010.
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað eru miklar líkur að manneskja sem er smitað af HIV eða eyðni eignist barn sem er líka smitað af HIV eða eyðni?