Sólin Sólin Rís 09:12 • sest 17:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:36 • Sest 16:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:14 • Síðdegis: 18:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:03 • Síðdegis: 12:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:12 • sest 17:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:36 • Sest 16:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:14 • Síðdegis: 18:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:03 • Síðdegis: 12:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur maður fengið HIV-veiruna við sjálfsfróun?

EDS

HIV-veiran berst á milli einstaklinga með sæði, leggangaslími og blóði. Smit getur átt sér stað við óvarðar samfarir konu og karls eða tveggja karla ef annar aðilinn er með veiruna. Einnig berst smit með sprautum eða sprautunálum sem mengaðar eru af HIV og við blóðgjöf ef blóðið er sýkt af veirunni. Smit getur líka borist frá móður til barns á meðgöngu, við fæðingu eða brjóstagjöf.

Ef aðeins einn aðili kemur við sögu við sjálfsfróun eru engar líkur á að viðkomandi smitist af HIV því það er enginn til þess að smita hann. Fólk smitast ekki af kynsjúkdómum ef það stundar kynlíf eitt.



Þekktar smitleiðir fyrir alnæmi eru óvarin kynmök, meðganga, fæðing og brjóstagjöf, og samnýting sprautunála eða blóðgjafir. Aðrar smitleiðir eru ekki kunnar.

Sjálfsfróun getur hins vegar verið hluti af kynferðislegum athöfnum í samböndum fólks hvort sem um gagn-, sam- eða tvíkynhneigt par er að ræða eins og fram kemur í svari Sóleyjar Bender við spurningunni Er sjálfsfróun hættuleg? Ef um slíkt er að ræða og sæði, leggangaslím eða blóð sýkts einstaklings berst á einhvern hátt í líkama annars aðila við þessa athöfn þá er vissulega hætta á smiti.

Á vef Landlæknisembættisins er umfjöllun um HIV sem ágætt er að kynna sér. Þar er meðal annars að finna eftirfarandi dæmi um það hvernig HIV smitast ekki:

  • Við venjulega umgengni.
  • Í gegnum heilbrigða húð.
  • Með lofti og vatni.
  • Með flugnabiti.
  • Með mat og drykk.
  • Með glösum, diskum og þess háttar.
  • Með sængum, handklæðum og þess háttar.
  • Af salernissetum eða baðkörum.
  • Með kossum.
  • Með hnerrum og hósta.
  • Með svita.
  • Með hori og tárum.
  • Með handabandi.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: HIV-1 Tat vaccines. Sótt 18. 3. 2008

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.3.2008

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

EDS. „Getur maður fengið HIV-veiruna við sjálfsfróun?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2008, sótt 1. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7249.

EDS. (2008, 19. mars). Getur maður fengið HIV-veiruna við sjálfsfróun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7249

EDS. „Getur maður fengið HIV-veiruna við sjálfsfróun?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2008. Vefsíða. 1. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7249>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur maður fengið HIV-veiruna við sjálfsfróun?
HIV-veiran berst á milli einstaklinga með sæði, leggangaslími og blóði. Smit getur átt sér stað við óvarðar samfarir konu og karls eða tveggja karla ef annar aðilinn er með veiruna. Einnig berst smit með sprautum eða sprautunálum sem mengaðar eru af HIV og við blóðgjöf ef blóðið er sýkt af veirunni. Smit getur líka borist frá móður til barns á meðgöngu, við fæðingu eða brjóstagjöf.

Ef aðeins einn aðili kemur við sögu við sjálfsfróun eru engar líkur á að viðkomandi smitist af HIV því það er enginn til þess að smita hann. Fólk smitast ekki af kynsjúkdómum ef það stundar kynlíf eitt.



Þekktar smitleiðir fyrir alnæmi eru óvarin kynmök, meðganga, fæðing og brjóstagjöf, og samnýting sprautunála eða blóðgjafir. Aðrar smitleiðir eru ekki kunnar.

Sjálfsfróun getur hins vegar verið hluti af kynferðislegum athöfnum í samböndum fólks hvort sem um gagn-, sam- eða tvíkynhneigt par er að ræða eins og fram kemur í svari Sóleyjar Bender við spurningunni Er sjálfsfróun hættuleg? Ef um slíkt er að ræða og sæði, leggangaslím eða blóð sýkts einstaklings berst á einhvern hátt í líkama annars aðila við þessa athöfn þá er vissulega hætta á smiti.

Á vef Landlæknisembættisins er umfjöllun um HIV sem ágætt er að kynna sér. Þar er meðal annars að finna eftirfarandi dæmi um það hvernig HIV smitast ekki:

  • Við venjulega umgengni.
  • Í gegnum heilbrigða húð.
  • Með lofti og vatni.
  • Með flugnabiti.
  • Með mat og drykk.
  • Með glösum, diskum og þess háttar.
  • Með sængum, handklæðum og þess háttar.
  • Af salernissetum eða baðkörum.
  • Með kossum.
  • Með hnerrum og hósta.
  • Með svita.
  • Með hori og tárum.
  • Með handabandi.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: HIV-1 Tat vaccines. Sótt 18. 3. 2008...