Sjálfsfróun getur hins vegar verið hluti af kynferðislegum athöfnum í samböndum fólks hvort sem um gagn-, sam- eða tvíkynhneigt par er að ræða eins og fram kemur í svari Sóleyjar Bender við spurningunni Er sjálfsfróun hættuleg? Ef um slíkt er að ræða og sæði, leggangaslím eða blóð sýkts einstaklings berst á einhvern hátt í líkama annars aðila við þessa athöfn þá er vissulega hætta á smiti. Á vef Landlæknisembættisins er umfjöllun um HIV sem ágætt er að kynna sér. Þar er meðal annars að finna eftirfarandi dæmi um það hvernig HIV smitast ekki:
- Við venjulega umgengni.
- Í gegnum heilbrigða húð.
- Með lofti og vatni.
- Með flugnabiti.
- Með mat og drykk.
- Með glösum, diskum og þess háttar.
- Með sængum, handklæðum og þess háttar.
- Af salernissetum eða baðkörum.
- Með kossum.
- Með hnerrum og hósta.
- Með svita.
- Með hori og tárum.
- Með handabandi.
- Getur HIV-veiran borist með flugum?
- Er alnæmi það sama og HIV-veiran?
- Hvernig byrjaði alnæmi?
- Er hollt að stunda kynlíf?