Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverfa sáðfrumurnar ef maður stundar oft sjálfsfróun?

Erna Magnúsdóttir og Jón Gunnar Þorsteinsson

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hverfa sáðfrumur ekki með tímanum ef maður stundar sjálfsfróun oft?

Eins og fram kemur í fróðlegu svari Ernu Magnúsdóttur við spurningunni Hvernig myndast kynfrumur? halda karlmenn áfram að mynda sáðfrumur nokkurn veginn út ævina. Það er því engin hætta á því að sáðfrumur heilbrigðra kynþroska karlmanna „hverfi“ vegna sjálfsfróunar.

Engin hætta er á því að sáðfrumur heilbrigðra kynþroska karlmanna „hverfi“ vegna sjálfsfróunar. Að meðaltali verða um 300 milljón sæðisfrumur fullþroska hvern einasta dag.

Sæðisfrumuþroskun er ferli sem tekur um tvo og hálfan mánuð og að meðaltali verða um 300 milljón sæðisfrumur fullþroska hvern einasta dag.

Þetta segir í svari Ernu um kynfrumumyndun karla:

Við kynþroska drengja hefst eiginleg sæðisfrumumyndun, sem er ferlið þar sem sáðstofnfrumur þroskast yfir í sæðisfrumur. Rétt fyrir kynþroska fjölga frumkímfrumur sér með jafnskiptingu (mítósu) og þroskast í sáðstofnfrumur. Eftir það þroskast hluti sáðstofnfrumanna með reglulegu millibili í forsáðfrumur sem hefja rýriskiptingu. Hver tvílitna forsáðfruma tvöfaldar erfðaefni sitt og skiptir sér að lokum tvisvar og gefur af sér fjórar einlitna forsæðisfrumur. Það eru svo forsæðisfrumurnar sem fara í gegnum sæðisfrumuþroska. Hann felur í sér umbreytingu úr nokkurn veginn kúlulaga frumu yfir í sæðisfrumu með haus, háls og hala. Hausinn inniheldur lítinn kjarna þar sem erfðaefninu er pakkað mjög þétt saman í litni og fremst á hausnum er endahetta sem sæðisfruman nýtir til að bora sér inn í eggfrumu við frjóvgun. Hálsinn inniheldur mikinn fjölda hvatbera sem framkalla orku þegar sæðisfruman syndir, en halinn er sérhæfð frumusvipa sem knýr sæðisfrumurnar áfram. Sæðisfrumuþroskun tekur um tvo og hálfan mánuð og að meðaltali klára um 300 milljón sæðisfrumur þroskaferlið á dag.

Vert er að geta þess að rannsóknir hafa verið gerðar á tengslum krabbameina og tíðni sáðláts. Þær hafa leitt í ljós að karlmenn sem hafa tíð sáðlát fá síður blöðruhálskrabbamein. Í mjög stórri langtímarannsókn[1] á bandarískum körlum kom í ljós að þeir sem hafa sáðlát 21 sinni á mánuði eða oftar eru tæplega 20% ólíklegri til að fá blöðruhálskrabbamein en þeir karlar sem aðeins hafa sáðlát 4-7 sinnum í mánuði.

Þarna er þó aðeins um fylgnisamband að ræða og ekki er ljóst hvort sjálft sáðlátið stuðli að lækkun á tíðni krabbameins eða hvort mögulega hafi aðrir þættir áhrif á bæði tíðni sáðláts sem og tíðni krabbameins. En í ljósi þess að sjálfsfróun er með öllu hættulaus fylgir því engin áhætta að nota hana sem mögulega fyrirbyggjandi aðgerð gegn blöðruhálskrabbameini.

Ítarefni

Við bendum lesendum Vísindavefsins einnig á fleiri svör um sjálfsfróun:

Mynd:

Höfundar

Erna Magnúsdóttir

dósent í lífeinda- og líffærafræði við læknadeild HÍ

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.6.2017

Síðast uppfært

11.8.2017

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Erna Magnúsdóttir og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hverfa sáðfrumurnar ef maður stundar oft sjálfsfróun?“ Vísindavefurinn, 30. júní 2017, sótt 12. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74191.

Erna Magnúsdóttir og Jón Gunnar Þorsteinsson. (2017, 30. júní). Hverfa sáðfrumurnar ef maður stundar oft sjálfsfróun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74191

Erna Magnúsdóttir og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hverfa sáðfrumurnar ef maður stundar oft sjálfsfróun?“ Vísindavefurinn. 30. jún. 2017. Vefsíða. 12. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74191>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverfa sáðfrumurnar ef maður stundar oft sjálfsfróun?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hverfa sáðfrumur ekki með tímanum ef maður stundar sjálfsfróun oft?

Eins og fram kemur í fróðlegu svari Ernu Magnúsdóttur við spurningunni Hvernig myndast kynfrumur? halda karlmenn áfram að mynda sáðfrumur nokkurn veginn út ævina. Það er því engin hætta á því að sáðfrumur heilbrigðra kynþroska karlmanna „hverfi“ vegna sjálfsfróunar.

Engin hætta er á því að sáðfrumur heilbrigðra kynþroska karlmanna „hverfi“ vegna sjálfsfróunar. Að meðaltali verða um 300 milljón sæðisfrumur fullþroska hvern einasta dag.

Sæðisfrumuþroskun er ferli sem tekur um tvo og hálfan mánuð og að meðaltali verða um 300 milljón sæðisfrumur fullþroska hvern einasta dag.

Þetta segir í svari Ernu um kynfrumumyndun karla:

Við kynþroska drengja hefst eiginleg sæðisfrumumyndun, sem er ferlið þar sem sáðstofnfrumur þroskast yfir í sæðisfrumur. Rétt fyrir kynþroska fjölga frumkímfrumur sér með jafnskiptingu (mítósu) og þroskast í sáðstofnfrumur. Eftir það þroskast hluti sáðstofnfrumanna með reglulegu millibili í forsáðfrumur sem hefja rýriskiptingu. Hver tvílitna forsáðfruma tvöfaldar erfðaefni sitt og skiptir sér að lokum tvisvar og gefur af sér fjórar einlitna forsæðisfrumur. Það eru svo forsæðisfrumurnar sem fara í gegnum sæðisfrumuþroska. Hann felur í sér umbreytingu úr nokkurn veginn kúlulaga frumu yfir í sæðisfrumu með haus, háls og hala. Hausinn inniheldur lítinn kjarna þar sem erfðaefninu er pakkað mjög þétt saman í litni og fremst á hausnum er endahetta sem sæðisfruman nýtir til að bora sér inn í eggfrumu við frjóvgun. Hálsinn inniheldur mikinn fjölda hvatbera sem framkalla orku þegar sæðisfruman syndir, en halinn er sérhæfð frumusvipa sem knýr sæðisfrumurnar áfram. Sæðisfrumuþroskun tekur um tvo og hálfan mánuð og að meðaltali klára um 300 milljón sæðisfrumur þroskaferlið á dag.

Vert er að geta þess að rannsóknir hafa verið gerðar á tengslum krabbameina og tíðni sáðláts. Þær hafa leitt í ljós að karlmenn sem hafa tíð sáðlát fá síður blöðruhálskrabbamein. Í mjög stórri langtímarannsókn[1] á bandarískum körlum kom í ljós að þeir sem hafa sáðlát 21 sinni á mánuði eða oftar eru tæplega 20% ólíklegri til að fá blöðruhálskrabbamein en þeir karlar sem aðeins hafa sáðlát 4-7 sinnum í mánuði.

Þarna er þó aðeins um fylgnisamband að ræða og ekki er ljóst hvort sjálft sáðlátið stuðli að lækkun á tíðni krabbameins eða hvort mögulega hafi aðrir þættir áhrif á bæði tíðni sáðláts sem og tíðni krabbameins. En í ljósi þess að sjálfsfróun er með öllu hættulaus fylgir því engin áhætta að nota hana sem mögulega fyrirbyggjandi aðgerð gegn blöðruhálskrabbameini.

Ítarefni

Við bendum lesendum Vísindavefsins einnig á fleiri svör um sjálfsfróun:

Mynd:

...