Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Stunda dýr sjálfsfróun eða er maðurinn eina dýrategundin sem gerir það?

Jón Már Halldórsson

Sjálfsfróun hefur verið skráð hjá fjölmörgum dýrategundum. Vísindamenn og aðrir sem fylgjast með dýrum hafa aðallega séð spendýr (Mammalia) fróa sér. Meðal annars hafa dýr með loppur, svo sem hundar, kettir, ljón, jarðíkornar og fleiri dýr, sést liggja á bakinu og nudda kynfæri sín. Einnig hefur sést til hreyfadýra við sams konar iðju, til dæmis rostunga (Odobenus rosmarus) og sela (Phocidae).

Sjálfsfróun hefur sennilega verið best lýst hjá prímötum. Þeir hafa meðal annars gert sér „verkfæri“ til að nudda við kynfæri sín. Um sjálfsfróun hófdýra (Perissodactyla), eins og asna (Equus africanus asinus) og hesta (Equus ferus caballus) er töluvert mikið vitað. Sjálfsfróun fola þessara tegunda hefur verið rannsökuð ágætlega en folarnir nudda getnaðarlimnum við kviðinn. Hjá öpum, til dæmis simpönsum (Pan troglodytes), er sjálfsfróun þekkt atferli. Fjölmargar viðamiklar atferlisrannsóknir staðfesta að simpansarnir fara líkt að og bæði kyn mannsins.


Kvenkyns simpansi að fróa sér.

Því fer þó fjarri að spendýr séu eini hópur dýra sem fróar sér. Fuglar stunda til að mynda sjálfsfróun. Einhverjir eigendur páfagauka eða gára eða annarra búrfugla hafa eflaust séð fuglana sína nudda þarfaganginn upp við hluti í búrinu. Skjaldbökur gera slíkt hið sama og sjálfsagt finnst þetta hátterni mun víðar í náttúrunni.

En hvers vegna stunda dýr sjálfsfróun? Sennilega gera dýrin það einfaldlega af sömu ástæðu og mennirnir, enda liggur þessi þörf djúpt í dýrum, þörfin fyrir æxlun og unaðinn sem leiðir af sjálfsfróun.

Heimildir:

Mynd:
  • Kiss. Sótt 5.10.2011.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.10.2011

Spyrjandi

Helgi Guðmundsson, Silja Björk Björnsdóttir, Alex Daði, Bragi Haukur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Stunda dýr sjálfsfróun eða er maðurinn eina dýrategundin sem gerir það?“ Vísindavefurinn, 5. október 2011. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=60456.

Jón Már Halldórsson. (2011, 5. október). Stunda dýr sjálfsfróun eða er maðurinn eina dýrategundin sem gerir það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60456

Jón Már Halldórsson. „Stunda dýr sjálfsfróun eða er maðurinn eina dýrategundin sem gerir það?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2011. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60456>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Stunda dýr sjálfsfróun eða er maðurinn eina dýrategundin sem gerir það?
Sjálfsfróun hefur verið skráð hjá fjölmörgum dýrategundum. Vísindamenn og aðrir sem fylgjast með dýrum hafa aðallega séð spendýr (Mammalia) fróa sér. Meðal annars hafa dýr með loppur, svo sem hundar, kettir, ljón, jarðíkornar og fleiri dýr, sést liggja á bakinu og nudda kynfæri sín. Einnig hefur sést til hreyfadýra við sams konar iðju, til dæmis rostunga (Odobenus rosmarus) og sela (Phocidae).

Sjálfsfróun hefur sennilega verið best lýst hjá prímötum. Þeir hafa meðal annars gert sér „verkfæri“ til að nudda við kynfæri sín. Um sjálfsfróun hófdýra (Perissodactyla), eins og asna (Equus africanus asinus) og hesta (Equus ferus caballus) er töluvert mikið vitað. Sjálfsfróun fola þessara tegunda hefur verið rannsökuð ágætlega en folarnir nudda getnaðarlimnum við kviðinn. Hjá öpum, til dæmis simpönsum (Pan troglodytes), er sjálfsfróun þekkt atferli. Fjölmargar viðamiklar atferlisrannsóknir staðfesta að simpansarnir fara líkt að og bæði kyn mannsins.


Kvenkyns simpansi að fróa sér.

Því fer þó fjarri að spendýr séu eini hópur dýra sem fróar sér. Fuglar stunda til að mynda sjálfsfróun. Einhverjir eigendur páfagauka eða gára eða annarra búrfugla hafa eflaust séð fuglana sína nudda þarfaganginn upp við hluti í búrinu. Skjaldbökur gera slíkt hið sama og sjálfsagt finnst þetta hátterni mun víðar í náttúrunni.

En hvers vegna stunda dýr sjálfsfróun? Sennilega gera dýrin það einfaldlega af sömu ástæðu og mennirnir, enda liggur þessi þörf djúpt í dýrum, þörfin fyrir æxlun og unaðinn sem leiðir af sjálfsfróun.

Heimildir:

Mynd:
  • Kiss. Sótt 5.10.2011.
...