Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Gáta: Hvernig geta glæponarnir bjargað sér úr steypunni?

Ritstjórn Vísindavefsins

Þegar lögreglan braust inn í falda vöruskemmu Als Capones í þriðja skiptið í sama mánuði varð hann sannfærður um að það væri uppljóstrari á hans snærum. Eftir að hafa gert ítarlega úttekt á sínu liði voru aðeins fjórir manna hans sem komu til greina, þeir Tony, Sunny, Donny og Jimmy.

Ævareiður yfir þessum svikum fór Capone með þá á afvikið byggingarsvæði þar sem þeir voru allir grafnir í steypu upp að hálsi. Í steypunni mynduðu þeir beina röð þannig að hver þeirra horfði á þá sem á undan voru; Tony var fremstur, þar næst kom Sunny, þá Donny og aftastur var Jimmy.

Á milli tveggja fremstu mannanna var burðarveggur. Tony sá því engan þar sem hann var grafinn hinum megin við vegginn. Sunny sneri einnig andlitinu að burðarveggnum og sá því engan heldur.

Þar sem Capone var illa við að missa fjóra af mönnum sínum vegna svika eins þeirra, ákvað hann að gefa þeim eitt tækifæri enn.

Capone var mikill smekkmaður og hafði dálæti á höttum. Hann gerði því eftirfarandi samning við mennina. Hann setti hatta á þá alla; hvítan hatt á Tony, bláan á Sunny, hvítan á Donny og Jimmy sem var aftastur fékk bláan hatt. Þeir fengu jafnframt að vita að tveir þeirra væru með hvíta hatta og tveir með bláa hatta.

Samningurinn var einfaldur; gæti einhver þeirra getið sér rétt til um hvernig hatturinn sinn væri á litinn myndi hann hlífa þeim öllum. Hefðu þeir hins vegar rangt fyrir sér myndu þeir allir enda lífdaga sína grafnir í steypunni. Þeir myndu aðeins fá eitt tækifæri til að losa sig þar sem aðeins einn þeirra fengi færi á að svara. Þeir máttu ekki tala saman, gátu ekki snúið sér við í steypunni og gátu ekki gefið nein merki. Capone sagði þeim að nú myndi reyna á rökhugsun þeirra og hann myndi þá jafnframt sjá hvort það væri þess virði að bjarga þeim.

Nú voru góð ráð dýr fyrir þá Tony, Sunny, Donny og Jimmy. Þeir voru því miður þekktir fyrir aðra hæfileika en skýra hugsun. Við leitum því til lesenda Vísindavefsins um að leysa málin fyrir þá kumpána. Hver þessara manna getur sagt til um það hvernig hatturinn hans er á litinn og hvernig getur hann fundið það út? Lausnin felst eingöngu í rökfærslu en ekki neinum brellum.

Rétt svar ásamt nöfnum þeirra sem sendu inn réttar lausnir hefur nú verið birt hér.

Útgáfudagur

28.4.2006

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Gáta: Hvernig geta glæponarnir bjargað sér úr steypunni?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2006. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5851.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2006, 28. apríl). Gáta: Hvernig geta glæponarnir bjargað sér úr steypunni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5851

Ritstjórn Vísindavefsins. „Gáta: Hvernig geta glæponarnir bjargað sér úr steypunni?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2006. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5851>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gáta: Hvernig geta glæponarnir bjargað sér úr steypunni?
Þegar lögreglan braust inn í falda vöruskemmu Als Capones í þriðja skiptið í sama mánuði varð hann sannfærður um að það væri uppljóstrari á hans snærum. Eftir að hafa gert ítarlega úttekt á sínu liði voru aðeins fjórir manna hans sem komu til greina, þeir Tony, Sunny, Donny og Jimmy.

Ævareiður yfir þessum svikum fór Capone með þá á afvikið byggingarsvæði þar sem þeir voru allir grafnir í steypu upp að hálsi. Í steypunni mynduðu þeir beina röð þannig að hver þeirra horfði á þá sem á undan voru; Tony var fremstur, þar næst kom Sunny, þá Donny og aftastur var Jimmy.

Á milli tveggja fremstu mannanna var burðarveggur. Tony sá því engan þar sem hann var grafinn hinum megin við vegginn. Sunny sneri einnig andlitinu að burðarveggnum og sá því engan heldur.

Þar sem Capone var illa við að missa fjóra af mönnum sínum vegna svika eins þeirra, ákvað hann að gefa þeim eitt tækifæri enn.

Capone var mikill smekkmaður og hafði dálæti á höttum. Hann gerði því eftirfarandi samning við mennina. Hann setti hatta á þá alla; hvítan hatt á Tony, bláan á Sunny, hvítan á Donny og Jimmy sem var aftastur fékk bláan hatt. Þeir fengu jafnframt að vita að tveir þeirra væru með hvíta hatta og tveir með bláa hatta.

Samningurinn var einfaldur; gæti einhver þeirra getið sér rétt til um hvernig hatturinn sinn væri á litinn myndi hann hlífa þeim öllum. Hefðu þeir hins vegar rangt fyrir sér myndu þeir allir enda lífdaga sína grafnir í steypunni. Þeir myndu aðeins fá eitt tækifæri til að losa sig þar sem aðeins einn þeirra fengi færi á að svara. Þeir máttu ekki tala saman, gátu ekki snúið sér við í steypunni og gátu ekki gefið nein merki. Capone sagði þeim að nú myndi reyna á rökhugsun þeirra og hann myndi þá jafnframt sjá hvort það væri þess virði að bjarga þeim.

Nú voru góð ráð dýr fyrir þá Tony, Sunny, Donny og Jimmy. Þeir voru því miður þekktir fyrir aðra hæfileika en skýra hugsun. Við leitum því til lesenda Vísindavefsins um að leysa málin fyrir þá kumpána. Hver þessara manna getur sagt til um það hvernig hatturinn hans er á litinn og hvernig getur hann fundið það út? Lausnin felst eingöngu í rökfærslu en ekki neinum brellum.

Rétt svar ásamt nöfnum þeirra sem sendu inn réttar lausnir hefur nú verið birt hér....