Sólin Sólin Rís 05:02 • sest 21:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:35 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju má ekki blóta? Hver fann upp merkingu þessara orða?

Guðrún Kvaran

Sögnin að blóta merkti upprunalega 'dýrka; fórna'. Fornmenn blótuðu heiðin goð þegar þeir leituðu til þeirra um ráð eða vildu sýna þeim þakklæti. Fyrir kristin áhrif fær sögnin aðra og óskylda merkingu, þ.e. 'bölva, formæla'. Það þótti eftir kristnitöku illt að blóta hin heiðnu goð og merking sagnarinnar varð neikvæð. Dæmi eru um þá merkingu í sögninni að minnsta kosti frá 12. öld.

Sama þróun varð í merkingu sagnarinnar að ragna. Hún merkti í fornu máli 'dýrka hin fornu goð', sem voru meðal annars nefnd regin (regin, rögnum, ragna) en fékk fyrir kristin áhrif merkinguna 'blóta, bölva'. Sögnin er nú nær eingöngu notuð í sambandinu að bölva og ragna. Sögnin að bölva 'formæla, biðja e-m bölbæna' er dregin af nafnorðinu böl og merkir í raun 'að kalla böl yfir e-n'.

Þegar menn blóta taka þeir sér oftast nafn kölska í munn og segja til dæmis andskotans, fjandinn sjálfur eða fjandans, djöfulsins eða helvíti, eða nota önnur orð sem milda eiga blótsyrðin eins og ansans (ansi = stytting á andskoti), déskotans (saman dregin mynd úr djöfull og andskoti), hver þremillinn (þremill 'skratti, ári, púki') og svo framvegis. Innan kirkjunnar jafngiltu þessar upphrópanir ákalli til skrattans, líkt og til heiðinna goða áður, og mæltist slíkt illa fyrir. Heiti skrattans urðu smám saman að almennum blótsyrðum, upphrópunum sem menn tengdu sjaldnast við uppruna sinn. Vegna hins neikvæða blæs, sem upphrópunin hefur enn í hugum margra, er þó yfirleitt lagst gegn notkun hennar.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.10.2000

Spyrjandi

Hlín Önnudóttir, f. 1990

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju má ekki blóta? Hver fann upp merkingu þessara orða? “ Vísindavefurinn, 18. október 2000. Sótt 30. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1004.

Guðrún Kvaran. (2000, 18. október). Af hverju má ekki blóta? Hver fann upp merkingu þessara orða? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1004

Guðrún Kvaran. „Af hverju má ekki blóta? Hver fann upp merkingu þessara orða? “ Vísindavefurinn. 18. okt. 2000. Vefsíða. 30. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1004>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju má ekki blóta? Hver fann upp merkingu þessara orða?
Sögnin að blóta merkti upprunalega 'dýrka; fórna'. Fornmenn blótuðu heiðin goð þegar þeir leituðu til þeirra um ráð eða vildu sýna þeim þakklæti. Fyrir kristin áhrif fær sögnin aðra og óskylda merkingu, þ.e. 'bölva, formæla'. Það þótti eftir kristnitöku illt að blóta hin heiðnu goð og merking sagnarinnar varð neikvæð. Dæmi eru um þá merkingu í sögninni að minnsta kosti frá 12. öld.

Sama þróun varð í merkingu sagnarinnar að ragna. Hún merkti í fornu máli 'dýrka hin fornu goð', sem voru meðal annars nefnd regin (regin, rögnum, ragna) en fékk fyrir kristin áhrif merkinguna 'blóta, bölva'. Sögnin er nú nær eingöngu notuð í sambandinu að bölva og ragna. Sögnin að bölva 'formæla, biðja e-m bölbæna' er dregin af nafnorðinu böl og merkir í raun 'að kalla böl yfir e-n'.

Þegar menn blóta taka þeir sér oftast nafn kölska í munn og segja til dæmis andskotans, fjandinn sjálfur eða fjandans, djöfulsins eða helvíti, eða nota önnur orð sem milda eiga blótsyrðin eins og ansans (ansi = stytting á andskoti), déskotans (saman dregin mynd úr djöfull og andskoti), hver þremillinn (þremill 'skratti, ári, púki') og svo framvegis. Innan kirkjunnar jafngiltu þessar upphrópanir ákalli til skrattans, líkt og til heiðinna goða áður, og mæltist slíkt illa fyrir. Heiti skrattans urðu smám saman að almennum blótsyrðum, upphrópunum sem menn tengdu sjaldnast við uppruna sinn. Vegna hins neikvæða blæs, sem upphrópunin hefur enn í hugum margra, er þó yfirleitt lagst gegn notkun hennar....