Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur máltækið „hver hefur sinn djöful að draga“?

Guðrún Kvaran

Máltækið hver hefur sinn djöful að draga merkir ‘allir þurfa að glíma við erfiðleika’ og þekkist frá fyrri hluta 18. aldar samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Djöfull vísar alltaf til einhvers sem er neikvætt og eru fjölmörg dæmi í Nýja testamentinu um að menn þurfi að gæta sín á því að láta djöfulinn ekki ná valdi á sér. Þá geti farið illa.

Í Nýja testamentinu eru fjölmörg dæmi um að menn þurfi að gæta sín á því að láta djöfulinn ekki ná valdi á sér. Þá geti farið illa.

Í nútímanotkun er djöfull notað í yfirfærðri merkingu um hið illa sem getur hent menn gæti þeir ekki að sér. Allir geti lent í erfiðleikum á lífsleiðinni (sbr. hver (= sérhver) hefur ...). Sama merking er í málsháttunum hver hefur sinn baldur að bera þar sem baldur merkir ‘byrði, baggi’ og hver hefur sína byrði að bera.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

15.3.2022

Spyrjandi

Magnús Þór Jónsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur máltækið „hver hefur sinn djöful að draga“?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2022, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83256.

Guðrún Kvaran. (2022, 15. mars). Hvaðan kemur máltækið „hver hefur sinn djöful að draga“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83256

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur máltækið „hver hefur sinn djöful að draga“?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2022. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83256>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur máltækið „hver hefur sinn djöful að draga“?
Máltækið hver hefur sinn djöful að draga merkir ‘allir þurfa að glíma við erfiðleika’ og þekkist frá fyrri hluta 18. aldar samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Djöfull vísar alltaf til einhvers sem er neikvætt og eru fjölmörg dæmi í Nýja testamentinu um að menn þurfi að gæta sín á því að láta djöfulinn ekki ná valdi á sér. Þá geti farið illa.

Í Nýja testamentinu eru fjölmörg dæmi um að menn þurfi að gæta sín á því að láta djöfulinn ekki ná valdi á sér. Þá geti farið illa.

Í nútímanotkun er djöfull notað í yfirfærðri merkingu um hið illa sem getur hent menn gæti þeir ekki að sér. Allir geti lent í erfiðleikum á lífsleiðinni (sbr. hver (= sérhver) hefur ...). Sama merking er í málsháttunum hver hefur sinn baldur að bera þar sem baldur merkir ‘byrði, baggi’ og hver hefur sína byrði að bera.

Heimild:

Mynd:...