Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Af hverju fá karlmenn skalla en ekki konur? Er til lækning við skalla?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Hárlos getur stafað af ýmsum orsökum, til dæmis miklum veikindum eða streitu. Erfðir eru þó ein algengasta orsök hárloss. Talað er um kynháðar erfðir þegar gen erfast jafnt með báðum kynjum en svipgerðaráhrif þess koma fram á mismunandi hátt hjá kynjunum. Skalli er dæmi um kynháðar erfðir. Bæði kynin geta fengið skalla en gen sem valda skalla virðast ríkjandi hjá körlum en víkjandi hjá konum.

Magn karlhormónsins testósteron í líkamanum spilar lykilhlutverk í því hvort skalli kemur fram eða ekki. Sé það í miklu magni í líkamanum, eins og raunin er í karlmönnum, þarf aðeins eitt skallagen til þess að skalli komi fram. Á doktor.is er fjallað um hárlos og þar kemur fram að skalli er afleiðing þess að í hársverði eru svæði sem eru sérlega viðkvæm fyrir karlhormóninu. Karlhormónið veldur rýrnum í hárrótinni sem að lokum verður svo rýr að þau hár sem vaxa úr sér og detta af endurnýjast ekki. Hárrótin er enn lifandi en nær ekki að sinna hlutverki sínu.

Skalli getur einnig komið fram hjá konum og þá helst ef skalli er útbreiddur meðal karla í ættinni. Magn karlhormóns er tiltölulega lítið í heilbrigðum konum og því verða konur að erfa skallagen frá báðum foreldrum sínum til þess að skalli komi fram. Áhrifin eru þó mun vægari en hjá körlum. Hjá konum er yfirleitt er um að ræða staðbundinn skalla, hárið þynnist á hvirflinum og verður gisnara með aldrinum, en skallinn breiðist sjaldnast út um allt höfuðið. Á doktor.is er svar eftir Bryndísi Benediktsdóttur sérfræðing í heimilislækningum við spurningu um hárlos kvenna.

Þróaðar hafa verið lyfjameðferðir sem draga úr hárlosi og geta hjálpa til við að endurvekja hárvöxt. Einnig er hárígræðsla möguleiki í sumum tilfellum. Nánar má lesa um þetta á doktor.is.

Heimildir:
  • Örnólfur Thorlacius, (1991). Erfðafræði (2. útg.). Reykjavík, Iðunn.
  • Doktor.is

Skoðið einnig svör Guðmundar Eggertssonar við spurningunum Hvað er ríkjandi gen og víkjandi gen? og Hvað er genasamsæta?

Höfundur

Útgáfudagur

26.6.2002

Spyrjandi

Ísey Jökulsdóttir
Sigríður Klara Sigfúsdóttir
Björn Kristjánsson
Bryndís Steina Friðgeirsdóttir
Hilmar Páll Haraldsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju fá karlmenn skalla en ekki konur? Er til lækning við skalla?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2002. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2530.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2002, 26. júní). Af hverju fá karlmenn skalla en ekki konur? Er til lækning við skalla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2530

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju fá karlmenn skalla en ekki konur? Er til lækning við skalla?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2002. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2530>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju fá karlmenn skalla en ekki konur? Er til lækning við skalla?
Hárlos getur stafað af ýmsum orsökum, til dæmis miklum veikindum eða streitu. Erfðir eru þó ein algengasta orsök hárloss. Talað er um kynháðar erfðir þegar gen erfast jafnt með báðum kynjum en svipgerðaráhrif þess koma fram á mismunandi hátt hjá kynjunum. Skalli er dæmi um kynháðar erfðir. Bæði kynin geta fengið skalla en gen sem valda skalla virðast ríkjandi hjá körlum en víkjandi hjá konum.

Magn karlhormónsins testósteron í líkamanum spilar lykilhlutverk í því hvort skalli kemur fram eða ekki. Sé það í miklu magni í líkamanum, eins og raunin er í karlmönnum, þarf aðeins eitt skallagen til þess að skalli komi fram. Á doktor.is er fjallað um hárlos og þar kemur fram að skalli er afleiðing þess að í hársverði eru svæði sem eru sérlega viðkvæm fyrir karlhormóninu. Karlhormónið veldur rýrnum í hárrótinni sem að lokum verður svo rýr að þau hár sem vaxa úr sér og detta af endurnýjast ekki. Hárrótin er enn lifandi en nær ekki að sinna hlutverki sínu.

Skalli getur einnig komið fram hjá konum og þá helst ef skalli er útbreiddur meðal karla í ættinni. Magn karlhormóns er tiltölulega lítið í heilbrigðum konum og því verða konur að erfa skallagen frá báðum foreldrum sínum til þess að skalli komi fram. Áhrifin eru þó mun vægari en hjá körlum. Hjá konum er yfirleitt er um að ræða staðbundinn skalla, hárið þynnist á hvirflinum og verður gisnara með aldrinum, en skallinn breiðist sjaldnast út um allt höfuðið. Á doktor.is er svar eftir Bryndísi Benediktsdóttur sérfræðing í heimilislækningum við spurningu um hárlos kvenna.

Þróaðar hafa verið lyfjameðferðir sem draga úr hárlosi og geta hjálpa til við að endurvekja hárvöxt. Einnig er hárígræðsla möguleiki í sumum tilfellum. Nánar má lesa um þetta á doktor.is.

Heimildir:
  • Örnólfur Thorlacius, (1991). Erfðafræði (2. útg.). Reykjavík, Iðunn.
  • Doktor.is

Skoðið einnig svör Guðmundar Eggertssonar við spurningunum Hvað er ríkjandi gen og víkjandi gen? og Hvað er genasamsæta?...