Sólin Sólin Rís 04:51 • sest 22:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:07 • Sest 14:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:33 • Síðdegis: 20:56 í Reykjavík

Af hverju er óbó alltaf notað til að gefa tóninn í upphafi sinfóníutónleika?

Nanna Kristjánsdóttir

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvernig stendur á því að óbó er notað til að gefa tóninn í upphafi tónleika sinfoníuhljómsveita, og önnur hljóðfæri stilla sig eftir?

Gestir sinfóníutónleika hafa eflaust tekið eftir því að áður en hljómsveitin hefur leik sinn þarf hún að stilla sig saman. Þetta er gert með því að einn hljóðfæraleikari leikur tón á hljóðfærið sitt, sem hinir svo máta sín hljóðfæri við. Hárréttur tónn er svo fenginn með því að stilla strengi á strengjahljóðfærum, hagræða munnstykkjum á blásturshljóðfærum og svo framvegis.

Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu, 2016.

Ákveðin hljóðfæri eru betur til þess fallin en önnur að gefa þennan viðmiðunartón. Sum hljóðfæri, líkt og píanó, er hægara sagt en gert að stilla, svo að hljómsveitin þarf að stilla sig út frá þeim. En hefðinni samkvæmt er eitt ákveðið hljóðfæri sem fær það verðuga hlutverk að gefa viðmiðunartóninn, og það er óbóið.

Óbó, einnig kallað hápípa, er tréblásturshljóðfæri í flokki tvíblöðunga sem hefur verið mikilvægt í vestrænni tónlistarhefð frá því um miðja 17. öld. Þó svo að minna hafi verið samið fyrir óbóið sem einleikshljóðfæri en til dæmis píanó og fiðlu, þá skipar það mikilvægan sess í sinfóníuhljómsveitum, og er gert ráð fyrir óbói í flestum af stórvirkjum klassískrar tónlistar. Til dæmis gegnir það veigamiklu hlutverki í sinfóníum Jósefs Haydn, sem hefur verið kallaður faðir sinfóníunnar.

Ólíkt mörgum öðrum hljóðfærum hefur óbó alveg einstaklega bjartan og stöðugan tón þegar leikið er á það án víbratós. Þetta gerir hljóðfæraleikurunum auðvelt að greina tón óbósins frá hljóðfærum kollega sinna þegar hljómsveitin stillir sig saman. Það er ekki jafn auðvelt að stilla óbó og önnur hljóðfæri hljómsveitarinnar, en það er gert með því að móta munnstykki óbósins, sem er alla jafna handgert, áður en leikið er á það. Fær óbóleikari getur auðveldlega haft áhrif á tónstöðu sína með því hvernig hann blæs í hljóðfærið, en mikilvægt er þó að munnstykkið sé sem réttast fyrir umbeðið tónbil. Þannig er eðlilegt að önnur hljóðfæri, sem auðvelt er að stilla á staðnum, miði sig við óbóið sem stilla þarf fyrirfram. Mikilvægt er að óbóið sé hárrétt stillt, og því nota margir óbóleikarar sérstakt tæki sem mælir tíðni þegar munnstykkið er mótað.

Óbó hefur einstaklega bjartan og stöðugan tón sem auðvelt er að greina frá öðrum hljóðfærum. Það er ein ástæða þess að óbó er notað til að gefa viðmiðunartón áður en tónleikar sinfóníuhljómsveita hefjast.

Annar þáttur í þessari hefð er sá að óbóið hefur verið hluti af hinni hefðbundnu uppsetningu sinfóníuhljómsveita í margar aldir, lengur en mörg önnur hljóðfæri í sinfóníuhljómsveitum nútímans, og langflest hljómsveitaverk gera ráð fyrir óbói. Óbó er þannig nær undantekningarlaust hluti af hljómsveitinni, og því hentugt að því sé falið þetta hlutverk.

Þó svo að ef til vill væri hægt að fara aðra leið að því að stilla hljómsveitina saman, þá er ákveðin stemning fólgin í því að heyra einkennandi tón óbósins yfir skarkalann í tónleikasalnum þegar gestirnir koma sér fyrir, og hlýða á þegar öll hljómsveitin stillir sig saman út frá þessum eina bjarta tón. Hér má heyra dæmi.

Heimildir:

Myndir og myndband:

Höfundur þakkar Matthíasi Birgi Nardeau óbóleikara fyrir yfirlestur og ábendingar.

Höfundur

Útgáfudagur

28.6.2021

Spyrjandi

Ásgeir Eiríksson

Tilvísun

Nanna Kristjánsdóttir. „Af hverju er óbó alltaf notað til að gefa tóninn í upphafi sinfóníutónleika?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2021. Sótt 3. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=29292.

Nanna Kristjánsdóttir. (2021, 28. júní). Af hverju er óbó alltaf notað til að gefa tóninn í upphafi sinfóníutónleika? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=29292

Nanna Kristjánsdóttir. „Af hverju er óbó alltaf notað til að gefa tóninn í upphafi sinfóníutónleika?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2021. Vefsíða. 3. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=29292>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er óbó alltaf notað til að gefa tóninn í upphafi sinfóníutónleika?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvernig stendur á því að óbó er notað til að gefa tóninn í upphafi tónleika sinfoníuhljómsveita, og önnur hljóðfæri stilla sig eftir?

Gestir sinfóníutónleika hafa eflaust tekið eftir því að áður en hljómsveitin hefur leik sinn þarf hún að stilla sig saman. Þetta er gert með því að einn hljóðfæraleikari leikur tón á hljóðfærið sitt, sem hinir svo máta sín hljóðfæri við. Hárréttur tónn er svo fenginn með því að stilla strengi á strengjahljóðfærum, hagræða munnstykkjum á blásturshljóðfærum og svo framvegis.

Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu, 2016.

Ákveðin hljóðfæri eru betur til þess fallin en önnur að gefa þennan viðmiðunartón. Sum hljóðfæri, líkt og píanó, er hægara sagt en gert að stilla, svo að hljómsveitin þarf að stilla sig út frá þeim. En hefðinni samkvæmt er eitt ákveðið hljóðfæri sem fær það verðuga hlutverk að gefa viðmiðunartóninn, og það er óbóið.

Óbó, einnig kallað hápípa, er tréblásturshljóðfæri í flokki tvíblöðunga sem hefur verið mikilvægt í vestrænni tónlistarhefð frá því um miðja 17. öld. Þó svo að minna hafi verið samið fyrir óbóið sem einleikshljóðfæri en til dæmis píanó og fiðlu, þá skipar það mikilvægan sess í sinfóníuhljómsveitum, og er gert ráð fyrir óbói í flestum af stórvirkjum klassískrar tónlistar. Til dæmis gegnir það veigamiklu hlutverki í sinfóníum Jósefs Haydn, sem hefur verið kallaður faðir sinfóníunnar.

Ólíkt mörgum öðrum hljóðfærum hefur óbó alveg einstaklega bjartan og stöðugan tón þegar leikið er á það án víbratós. Þetta gerir hljóðfæraleikurunum auðvelt að greina tón óbósins frá hljóðfærum kollega sinna þegar hljómsveitin stillir sig saman. Það er ekki jafn auðvelt að stilla óbó og önnur hljóðfæri hljómsveitarinnar, en það er gert með því að móta munnstykki óbósins, sem er alla jafna handgert, áður en leikið er á það. Fær óbóleikari getur auðveldlega haft áhrif á tónstöðu sína með því hvernig hann blæs í hljóðfærið, en mikilvægt er þó að munnstykkið sé sem réttast fyrir umbeðið tónbil. Þannig er eðlilegt að önnur hljóðfæri, sem auðvelt er að stilla á staðnum, miði sig við óbóið sem stilla þarf fyrirfram. Mikilvægt er að óbóið sé hárrétt stillt, og því nota margir óbóleikarar sérstakt tæki sem mælir tíðni þegar munnstykkið er mótað.

Óbó hefur einstaklega bjartan og stöðugan tón sem auðvelt er að greina frá öðrum hljóðfærum. Það er ein ástæða þess að óbó er notað til að gefa viðmiðunartón áður en tónleikar sinfóníuhljómsveita hefjast.

Annar þáttur í þessari hefð er sá að óbóið hefur verið hluti af hinni hefðbundnu uppsetningu sinfóníuhljómsveita í margar aldir, lengur en mörg önnur hljóðfæri í sinfóníuhljómsveitum nútímans, og langflest hljómsveitaverk gera ráð fyrir óbói. Óbó er þannig nær undantekningarlaust hluti af hljómsveitinni, og því hentugt að því sé falið þetta hlutverk.

Þó svo að ef til vill væri hægt að fara aðra leið að því að stilla hljómsveitina saman, þá er ákveðin stemning fólgin í því að heyra einkennandi tón óbósins yfir skarkalann í tónleikasalnum þegar gestirnir koma sér fyrir, og hlýða á þegar öll hljómsveitin stillir sig saman út frá þessum eina bjarta tón. Hér má heyra dæmi.

Heimildir:

Myndir og myndband:

Höfundur þakkar Matthíasi Birgi Nardeau óbóleikara fyrir yfirlestur og ábendingar....