Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvað er sinfónía?

Árni Heimir Ingólfsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað er sinfónía og er til eitthvað íslenskt orð yfir sinfóníur?

Orðið sinfónía getur haft ýmsar merkingar. Það er dregið af gríska orðinu σύμφωνος (symphōnos) sem merkir samhljómur, það sem hljómar vel saman. Orðið symphonia var stundum notað í tónlist á 16. og 17. öld, til dæmis eru útgáfur með heitinu Symphoniae sacrae eftir ítalska tónskáldið Giovanni Gabrieli og þýska barokkmeistarann Heinrich Schütz. Í verkum þeirra beggja er einmitt mikilfenglegur „samhljómur“ þar sem bæði er notast við söngraddir og hljóðfæri.

Algengast er þó að orðið sinfónía sé notað yfir einhvers konar hljómsveitartónlist. Til dæmis kemur orðið fyrir í nokkrum verkum J.S. Bachs, en þá er það haft um stakan hljómsveitarþátt í stærra verki.

Það var svo á fyrri hluta 18. aldar sem tekið var að nota orðið sinfónía yfir sjálfstætt margþátta hljómsveitarverk – og þannig hefur orðið meira og minna verið notað síðan. Sinfónían átti uppruna sinn á Ítalíu en á síðari hluta 18. aldar var eitt helsta heimili hennar í Vínarborg og leiðandi tónskáld borgarinnar létu öll að sér kveða sem sinfóníutónskáld: Joseph Haydn (sem samdi 104 slíkar), Wolfgang Amadeus Mozart (41) og Ludwig van Beethoven (9).

Orðið sinfónía er yfirleitt notað yfir sjálfstætt margþátta hljómsveitarverk. Hér má sjá sinfóníuhljómsveit Vancouver-borgar ásamt stjórnandanum Bramwell Tovey

Flestar sinfóníur 18. og 19. aldar eiga það sameiginlegt að vera í fjórum þáttum og er röð þeirra og formskipan í fremur föstum skorðum:
I. Hraður þáttur í sónötuformi
II. Hægur þáttur
III. Menúett og tríó
IV. Hraður lokakafli

Langflestar sinfóníur Haydns, Mozarts og Beethovens hafa þetta ytra form og það sama á við um sinfóníurnar eftir Schubert (8), Schumann (4) og Brahms (4), svo aðeins séu nefnd nokkur helstu sinfóníuskáld á 18. og 19. öld.

Á 19. öld færðist í vöxt að tónskáld tækju sér aukið frelsi hvað formið snerti, og samhliða því urðu sinfóníur sífellt lengri. Meðalsinfónía eftir Haydn tekur innan við hálftíma í flutningi, en sinfóníur eftir Anton Bruckner (9) og Gustav Mahler (9), sem sömdu verk sín skömmu fyrir og um aldamótin 1900, eru stundum 80–90 mínútur að lengd. Enn eitt nýmæli á 19. öld var að tónskáld sömdu stundum sinfóníur fyrir hljómsveit að viðbættum einsöngvurum og/eða kór. Helsta fyrirmyndin hvað þetta varðar var Níunda sinfónía Beethovens, þar sem hann tónsetti Óðinn til gleðinnar eftir þýska skáldið Friedrich Schiller í lokaþættinum. Mahler var meðal þeirra sinfóníuskálda sem notuðu einsöngvara og kór í sinfóníum sínum (nr. 2, 3, 4 og 8).

Fyrstu sinfóníurnar á 18. öld voru oftar en ekki samdar fyrir hirðhljómsveitir. Prinsar, furstar og annað aðalsfólk hafði heila hljómsveit á sínum snærum, og auk þess hirðtónskáld sem hafði það hlutverk að semja sinfóníur fyrir sveitina. Þannig samdi til dæmis Haydn flestar sinfóníur sínar fyrir hirð Esterházy prins sem var vellauðugur listunnandi. Þegar leið á 18. öld færðist opinbert tónleikahald í vöxt og það varð ómissandi hluti af borgaralegu lífi millistéttarinnar að sækja tónleika. Í hverri stórborg var starfrækt að minnsta kosti ein sinfóníuhljómsveit sem hélt reglulega áskriftartónleika í stóru og veglegu tónlistarhúsi – og flutningur á sinfóníum var að sjálfsögðu lykilþáttur í starfseminni.

Frá fluttningi á 8. sinfóníu Mahlers í gyllta salnum í húsi Tónlistarfélagsins í Vín, Musikverein, 2009. Húsið var tekið í notkun árið 1870 en á seinni hluta 18. aldar og á þeirri 19. státuðu allar helstu stórborgir Evrópu af glæslilegum tónlistarhúsum þar sem sinfóníur voru ein helsta stoðin.

Eftir heimsstyrjöldina fyrri dró mjög úr vægi sinfóníunnar í nýsköpun. Eldri sinfóníur voru fluttar aftur og aftur, en samtímatónskáld leituðu á önnur mið. Hin útblásna, tilfinningaþrungna sinfónía í anda Mahlers átti lítið erindi í kjölfar stríðsins, enda sóttust tónskáld fremur eftir hlutlægari tjáningu í smærri formum. Því eru sinfóníur 20. aldar ekki sérlega margar samanborið við öldina á undan.

Þó hafa ótal merkar sinfóníur verið samdar síðustu 100 árin eða svo. Þar má nefna sinfóníur eftir rússnesku meistaranna Dmitríj Shostakovitsj (15) og Sergei Prokofíev (7), en einnig eftir danska tónskáldið Carl Nielsen (6) og hinn finnska Jean Sibelius (7). Sumar sinfóníur 20. aldar notast við söng eða hafa óvenjulegt innihald: Sálmasinfónía eftir Ígor Stravinskíj er fyrir kór og hljómsveit; Turangalila-sinfónían eftir Olivier Messiaen sækir innblástur til Austurlanda og í henni leika píanó og rafhljóðfærið ondes martenot lykilhlutverk.

Sinfónía er gott og gilt orð á íslensku en einnig er orðið hljómkviða haft um fyrirbærið.

Myndir:

Höfundur

Árni Heimir Ingólfsson

tónlistarfræðingur

Útgáfudagur

6.4.2016

Spyrjandi

Sigþór Örn Rúnarsson

Tilvísun

Árni Heimir Ingólfsson. „Hvað er sinfónía?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2016. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68861.

Árni Heimir Ingólfsson. (2016, 6. apríl). Hvað er sinfónía? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68861

Árni Heimir Ingólfsson. „Hvað er sinfónía?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2016. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68861>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er sinfónía?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað er sinfónía og er til eitthvað íslenskt orð yfir sinfóníur?

Orðið sinfónía getur haft ýmsar merkingar. Það er dregið af gríska orðinu σύμφωνος (symphōnos) sem merkir samhljómur, það sem hljómar vel saman. Orðið symphonia var stundum notað í tónlist á 16. og 17. öld, til dæmis eru útgáfur með heitinu Symphoniae sacrae eftir ítalska tónskáldið Giovanni Gabrieli og þýska barokkmeistarann Heinrich Schütz. Í verkum þeirra beggja er einmitt mikilfenglegur „samhljómur“ þar sem bæði er notast við söngraddir og hljóðfæri.

Algengast er þó að orðið sinfónía sé notað yfir einhvers konar hljómsveitartónlist. Til dæmis kemur orðið fyrir í nokkrum verkum J.S. Bachs, en þá er það haft um stakan hljómsveitarþátt í stærra verki.

Það var svo á fyrri hluta 18. aldar sem tekið var að nota orðið sinfónía yfir sjálfstætt margþátta hljómsveitarverk – og þannig hefur orðið meira og minna verið notað síðan. Sinfónían átti uppruna sinn á Ítalíu en á síðari hluta 18. aldar var eitt helsta heimili hennar í Vínarborg og leiðandi tónskáld borgarinnar létu öll að sér kveða sem sinfóníutónskáld: Joseph Haydn (sem samdi 104 slíkar), Wolfgang Amadeus Mozart (41) og Ludwig van Beethoven (9).

Orðið sinfónía er yfirleitt notað yfir sjálfstætt margþátta hljómsveitarverk. Hér má sjá sinfóníuhljómsveit Vancouver-borgar ásamt stjórnandanum Bramwell Tovey

Flestar sinfóníur 18. og 19. aldar eiga það sameiginlegt að vera í fjórum þáttum og er röð þeirra og formskipan í fremur föstum skorðum:
I. Hraður þáttur í sónötuformi
II. Hægur þáttur
III. Menúett og tríó
IV. Hraður lokakafli

Langflestar sinfóníur Haydns, Mozarts og Beethovens hafa þetta ytra form og það sama á við um sinfóníurnar eftir Schubert (8), Schumann (4) og Brahms (4), svo aðeins séu nefnd nokkur helstu sinfóníuskáld á 18. og 19. öld.

Á 19. öld færðist í vöxt að tónskáld tækju sér aukið frelsi hvað formið snerti, og samhliða því urðu sinfóníur sífellt lengri. Meðalsinfónía eftir Haydn tekur innan við hálftíma í flutningi, en sinfóníur eftir Anton Bruckner (9) og Gustav Mahler (9), sem sömdu verk sín skömmu fyrir og um aldamótin 1900, eru stundum 80–90 mínútur að lengd. Enn eitt nýmæli á 19. öld var að tónskáld sömdu stundum sinfóníur fyrir hljómsveit að viðbættum einsöngvurum og/eða kór. Helsta fyrirmyndin hvað þetta varðar var Níunda sinfónía Beethovens, þar sem hann tónsetti Óðinn til gleðinnar eftir þýska skáldið Friedrich Schiller í lokaþættinum. Mahler var meðal þeirra sinfóníuskálda sem notuðu einsöngvara og kór í sinfóníum sínum (nr. 2, 3, 4 og 8).

Fyrstu sinfóníurnar á 18. öld voru oftar en ekki samdar fyrir hirðhljómsveitir. Prinsar, furstar og annað aðalsfólk hafði heila hljómsveit á sínum snærum, og auk þess hirðtónskáld sem hafði það hlutverk að semja sinfóníur fyrir sveitina. Þannig samdi til dæmis Haydn flestar sinfóníur sínar fyrir hirð Esterházy prins sem var vellauðugur listunnandi. Þegar leið á 18. öld færðist opinbert tónleikahald í vöxt og það varð ómissandi hluti af borgaralegu lífi millistéttarinnar að sækja tónleika. Í hverri stórborg var starfrækt að minnsta kosti ein sinfóníuhljómsveit sem hélt reglulega áskriftartónleika í stóru og veglegu tónlistarhúsi – og flutningur á sinfóníum var að sjálfsögðu lykilþáttur í starfseminni.

Frá fluttningi á 8. sinfóníu Mahlers í gyllta salnum í húsi Tónlistarfélagsins í Vín, Musikverein, 2009. Húsið var tekið í notkun árið 1870 en á seinni hluta 18. aldar og á þeirri 19. státuðu allar helstu stórborgir Evrópu af glæslilegum tónlistarhúsum þar sem sinfóníur voru ein helsta stoðin.

Eftir heimsstyrjöldina fyrri dró mjög úr vægi sinfóníunnar í nýsköpun. Eldri sinfóníur voru fluttar aftur og aftur, en samtímatónskáld leituðu á önnur mið. Hin útblásna, tilfinningaþrungna sinfónía í anda Mahlers átti lítið erindi í kjölfar stríðsins, enda sóttust tónskáld fremur eftir hlutlægari tjáningu í smærri formum. Því eru sinfóníur 20. aldar ekki sérlega margar samanborið við öldina á undan.

Þó hafa ótal merkar sinfóníur verið samdar síðustu 100 árin eða svo. Þar má nefna sinfóníur eftir rússnesku meistaranna Dmitríj Shostakovitsj (15) og Sergei Prokofíev (7), en einnig eftir danska tónskáldið Carl Nielsen (6) og hinn finnska Jean Sibelius (7). Sumar sinfóníur 20. aldar notast við söng eða hafa óvenjulegt innihald: Sálmasinfónía eftir Ígor Stravinskíj er fyrir kór og hljómsveit; Turangalila-sinfónían eftir Olivier Messiaen sækir innblástur til Austurlanda og í henni leika píanó og rafhljóðfærið ondes martenot lykilhlutverk.

Sinfónía er gott og gilt orð á íslensku en einnig er orðið hljómkviða haft um fyrirbærið.

Myndir:

...