Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Getið þið sagt mér helstu atriðin um Johann Sebastian Bach?

Elvar B. Bjarkason

Johann Sebastian Bach fæddist í bænum Eisenach í Þýskalandi árið 1685 og lést árið 1750.

Bach var af ætt margra tónlistarmanna, organista og tónskálda. Eins og faðir hans, Johann Ambrosius Bach, átti J. S. Bach eftir að þróa með sér hæfileikann að semja barokktónlist. Þrátt fyrir það varð Bach ekki þekktur fyrir tónsmíðar sínar fyrr en eftir að hann lést. Á meðan hann var uppi var hann aðallega frægur fyrir orgelleik.

Bach átti erfiða æsku. Þegar hann var aðeins níu ára lést faðir hans, og móðir hans, Maria Elisabetha Lämmerhirt, átti einnig eftir að láta lífið þegar Bach var ungur. Þótt Bach eyddi miklum tíma með tónlistarsinnuðum frændum sínum þá lærði hann einnig mikið af elsta bróður sínum, Johann Christoph Bach.

Á æskuárum sínum átti J. S. Bach eftir að læra mikið um uppbyggingu orgela. Á barokktímabilinu þótti orgelið mjög flókið hljóðfæri, enda voru á því fjöldinn allur af fótstigum og pípum. Reynsla Bachs af viðgerðum á orgelum og samtöl hans við orgelsmiði og organista áttu eftir að koma honum vel til að fullkomna orgelleik sinn.

Nokkur af frægustu tónverkum Bachs eru Brandenborgarkonsertar, Jóhannesarpassían, Mattheusarpassían, Jólaóratorían, H-moll messan og Goldbergtilbrigðin.


Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði Vísindavefsins fyrir bráðger börn í mars 2007.


Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

Höfundur

grunnskólanemi

Útgáfudagur

9.3.2007

Spyrjandi

Ragnhildur Ragnarsdóttir, f. 1993
Birna Rut Aðalsteinsdóttir

Tilvísun

Elvar B. Bjarkason. „Getið þið sagt mér helstu atriðin um Johann Sebastian Bach?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2007. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6527.

Elvar B. Bjarkason. (2007, 9. mars). Getið þið sagt mér helstu atriðin um Johann Sebastian Bach? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6527

Elvar B. Bjarkason. „Getið þið sagt mér helstu atriðin um Johann Sebastian Bach?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2007. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6527>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér helstu atriðin um Johann Sebastian Bach?
Johann Sebastian Bach fæddist í bænum Eisenach í Þýskalandi árið 1685 og lést árið 1750.

Bach var af ætt margra tónlistarmanna, organista og tónskálda. Eins og faðir hans, Johann Ambrosius Bach, átti J. S. Bach eftir að þróa með sér hæfileikann að semja barokktónlist. Þrátt fyrir það varð Bach ekki þekktur fyrir tónsmíðar sínar fyrr en eftir að hann lést. Á meðan hann var uppi var hann aðallega frægur fyrir orgelleik.

Bach átti erfiða æsku. Þegar hann var aðeins níu ára lést faðir hans, og móðir hans, Maria Elisabetha Lämmerhirt, átti einnig eftir að láta lífið þegar Bach var ungur. Þótt Bach eyddi miklum tíma með tónlistarsinnuðum frændum sínum þá lærði hann einnig mikið af elsta bróður sínum, Johann Christoph Bach.

Á æskuárum sínum átti J. S. Bach eftir að læra mikið um uppbyggingu orgela. Á barokktímabilinu þótti orgelið mjög flókið hljóðfæri, enda voru á því fjöldinn allur af fótstigum og pípum. Reynsla Bachs af viðgerðum á orgelum og samtöl hans við orgelsmiði og organista áttu eftir að koma honum vel til að fullkomna orgelleik sinn.

Nokkur af frægustu tónverkum Bachs eru Brandenborgarkonsertar, Jóhannesarpassían, Mattheusarpassían, Jólaóratorían, H-moll messan og Goldbergtilbrigðin.


Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði Vísindavefsins fyrir bráðger börn í mars 2007.


Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

...