Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um Wolfgang Amadeus Mozart, í grófum dráttum?

Árni Heimir Ingólfsson

Wolfgang Amadeus Mozart (1756–1791) er frægasta undrabarn sögunnar og einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður sem uppi hefur verið. Óperur hans, sinfóníur, konsertar og kórverk eru lykilverk klassíska skeiðsins (þess tímabils tónlistarsögunnar sem varði frá um 1740–1820) og hann er almennt talinn einn mesti tónlistarmaður sem sögur fara af.

Joannes Chrysostomus Wolfgangus Theophilus eins og Mozart var skírður fæddist í Salzburg 29. janúar 1756, yngstur sjö barna Leoplds Mozarts (1719-1787) og eiginkonu hans Önnu Mariu (1720-1778) en aðeins tvö barna þeirra komust á legg. Tónlistarhæfileikar drengsins komu snemma í ljós – hann var þriggja ára þegar eldri systir hans, Maria Anna (kölluð Nannerl) hóf píanónám hjá föður þeirra og brátt tók snáðinn að teygja sig í hljóðfærið. Faðir hans var aðstoðar-Kapellmeister við hirðina, lék á fiðlu í hljómsveitinni og var þokkalegt tónskáld. Því þarf ekki að undra að tónlistarnám drengsins hafi verið tekið föstum tökum.

Mozart var barnastjarna á sínum tíma og byrjaði mjög snemma að koma fram. Mynd eftir óþekktan málara.

Leopold sá fljótt að hægt var að færa sér í nyt tónlistarhæfileika sonarins og þénaði fúlgur á því að láta hann koma fram. Hann fór með fjölskylduna í hverja tónleikaferðina eftir aðra og sú lengsta varði í þrjú og hálft ár, frá því í júní 1763 fram í nóvember 1766. Wolfgang var því samfleytt á faraldsfæti frá átta til 11 ára aldurs, á stöðugum þeytingi um Þýskaland, Frakkland, Belgíu, Holland, England og Sviss. Hvert sem Mozart-fjölskyldan fór var drengurinn látinn leika kúnstir sínar. Hann spilaði eigin músík og las af blaði flóknar tónsmíðar annarra höfunda, honum brást ekki bogalistin þótt klútur væri bundinn fyrir augu hans eða dúkur dreginn yfir nótnaborðið. Sumir höfðu jafnvel grun um að svik væru í tafli og stundum varð að senda eftir skírnarvottorði frá Salzburg til að sefa tortryggni gagnrýnenda.

Mozart sneri aftur til Salzburgar í mars 1773 og hlaut þar lágt launaða stöðu sem fiðluleikari. Honum féll það illa; bærinn var smár og fábreytt tónlistarlífið fullnægði ekki þörfum hans. Salzburg hafði frá miðöldum verið sjálfstætt ríki innan hins Heilaga rómverska keisaraveldis, með landamæri bæði að Bæjaralandi og ríki keisarans í Vínarborg. Í Salzburg fór einn og sami maður með veraldlegt og geistlegt vald, var bæði prins og erkibiskup. Á æskuárum Mozarts gegndi embættinu Sigismund Schrattenbach, sem var tónelskur og sá að slíkt undrabarn var einhver sú besta kynning sem ríki hans gat hlotnast. Því gafst Leopold kostur á launuðu leyfi öll þau ár sem hann fór um álfuna þvera og endilanga með syni sínum. Þegar Schrattenbach lést árið 1771 tók við embættinu Hieronymus Colloredo sem tók annan pól í hæðina. Hann var sparsamari en forverinn og dró úr tónlistarflutningi í kirkjum bæjarins og við hirðina. Þá var hann bráðlyndur og hafði litla þolinmæði gagnvart hinum unga Mozart sem virtist eiga sér það eina takmark að fá betri stöðu í stærri borg. Því gerði erkibiskupinn það sem í hans valdi stóð til að halda Wolfgang innan bæjarmarka og minna hann á það hver héldi um valdataumana.

Vorið 1781 kastaðist í kekki með Mozart og Colloredo erkibiskupi með þeim afleiðingum að tónskáldinu var vísað úr þjónustu erkibiskupsins. Mozart var frjáls maður og Vínarborg varð heimili hans þau tíu ár sem hann átti eftir ólifuð. Ástina fann hann líka í stórborginni og kvæntist haustið 1782 Constönzu Weber (1762 –1842). Hann hafði kynnst fjölskyldu hennar í Mannheim nokkrum árum fyrr og hreifst þá af eldri systur hennar, Aloysiu, sem vildi lítið með hann hafa. Nú voru mæðgurnar allar komnar til Vínarborgar þar sem þær bjuggu við þröngan kost og leigðu út herbergi til að eiga í sig og á. Mozart og Constanza eignuðust sex börn en fjögur þeirra náðu ekki að lifa fyrsta árið.

Fjölskylda Mozarts í kringum 1780. Systkinin Wolfgang Amadeus og Maria Anna ásamt föður sínum með mynd af móðurinni, sem þá var látin, á veggnum. Verk eftir austurríska málarann Johann Nepomuk della Croce (1736–1819).

Í Vínarborg var nóg af tónlist og þar voru margir ólíkir hópar listunnenda með ólíkan smekk. Mozart gerði hvað hann gat til að ávinna sér hylli sem flestra, hafði alla anga úti og nýtti hvert tækifæri sem bauðst. Hann kenndi píanóleik og tónsmíðar og samdi píanó- og kammermúsík til útgáfu fyrir áhugafólk. Einkatónleikar í híbýlum aðalsfólks gáfu einnig vel í aðra hönd. Mest var þó að hafa upp úr óperupöntunum og í þeirri grein tónlistarinnar lá metnaður Mozarts öðrum fremur.

Þótt óperusmíðar væru eftirlætisiðja Mozarts þurfti meira til þess að lifa á. Hann hélt fyrstu sjálfstæðu tónleika sína – eða „akademíu“ – í Vínarborg vorið 1782 og þénaði vel á slíku tónleikahaldi næstu árin. Um árabil var það einkum í píanókonsertunum sem snilligáfa Mozarts fékk að blómstra og þeir voru jafnframt hans helsta tekjulind. Konsertarnir sem Mozart samdi í Vínarborg eru með merkustu tónsmíðum hans og þeir opnuðu honum dyr að frægð og frama. Sem píanóleikari stóðst honum enginn snúning og í konsertum sínum kannaði hann möguleika hljóðfærisins bæði hvað snerti tækni og tjáningu. Framlagi Mozarts til konsertformsins má með réttu líkja við framlag Haydns til sinfóníunnar – hann lagði grunn að nýju tónlistarformi til framtíðar.

Mozart gerði hvað hann gat til að fá fasta stöðu við hirðina en honum reyndist örðugt að ávinna sér traust þeirra sem þar fóru með æðstu völd og hann taldi sig vanmetinn í Vínarborg. Síðla árs 1787 rofaði loksins til þegar Mozart var skipaður Kammer-Kompositor eða kammertónskáld við austurrísku hirðina. Í raun var þetta heiðursstaða og henni fylgdu fáar kvaðir aðrar en þær að semja létta músík fyrir hirðdansleiki sem haldnir voru til að kveðja kjötmetið við upphaf lönguföstu. Mozart stóð sína plikt og samdi alls yfir 80 slíka dansa en launin þóttu lág. Samkvæmt frásögn Constönzu barmaði eiginmaður hennar sér yfir því að launin væru „of mikil fyrir það sem ég geri, of lítil fyrir það sem ég gæti gert“.

Mozart var ótrúlega afkastamikið og fjölhæft tónskáld og einn mesti tónlistarsnillingur sögunnar.

Síðustu árin sem Mozart lifði var hann í miklum fjárhagskröggum. Hann hafði oftast nær prýðilegar tekjur en eyddi um efni fram, lifði hátt og leyfði sér munað bæði í híbýlum og klæðaburði. Hann átti eigin hest og vagn, hélt þjónustustúlku, sendi son sinn í dýran heimavistarskóla og dró það úr hömlu að flytja úr fokdýrri leiguíbúð í ódýrara húsnæði. Lengi hafa verið uppi sögur um að hann hafi tapað stórum upphæðum í fjárhættuspilum; að minnsta kosti virðist hann hafa haft nautn af að spila til fjár. Tækifærum til tónleikahalds fækkaði mjög á árunum 1788 og 1789; pantanir var engar að fá. Fjárþurrð Mozarts var slík að hann sá sig knúinn til að slá bróður sinn í frímúrarareglunni, Michael Puchberg, um hvert lánið eftir annað. Alls ritaði tónskáldið honum á þriðja tug örvæntingarfullra bréfa sem flest hljóma eitthvað á þessa leið:

Drottinn minn! Ég er í slíkri nauð, sem ég gæti ekki óskað versta óvini mínum; og ef að þér, besti vinur og bróðir, bregðist mér er ég að óverðskulduðu og til allrar óhamingju glataður, ásamt veslings konu minni, sjúkri, og barni okkar. ... Guð minn góður! – Í stað þakkarorða ber ég fram bónarorð! – Í stað borgunar, nýja beiðni um lán! Ef þér þekkið innræti mitt til hlítar, hljótið þér að finna til með mér í neyð minni.

Puchberg lánaði Mozart umtalsvert fé en það hrökk skammt. Skuldir hans voru hreinlega of háar.

Ekki var einungis við Mozart sjálfan að sakast í þessum efnum því að efnahagur ríkisins var með lakasta móti á árunum 1788–90. Jósef II Austurríkiskeisari hafði sagt Tyrkjum stríð á hendur en þegar til kom fór allt í handaskolum, misheppnaður stríðsrekstur tæmdi ríkiskassann og kostaði keisarann lífið að auki. Þetta hafði vitaskuld sín áhrif á listalíf borgarinnar. Meðan stríðið geisaði hélt aðallinn sig að mestu á sveitasetrum fjarri Vínarborg og vék tónlistarfólki sínu úr starfi þar sem því varð við komið. Því er ekki að undra þótt dofnaði yfir tónlist í Vínarborg einmitt þau ár sem Mozart þurfti mest á stuðningi að halda. Árið 1790 gaf keisarinn upp öndina og þá tók við opinber sorgartíð og fátt um tónleika – ekki voru haldnir nema tvennir opinberir tónleikar í Vínarborg allt það ár.

Um skeið virtist sem Mozart væri að missa fótanna bæði í list sinni og einkalífi. Hann lagði upp í tveggja mánaða ferðalag vorið 1789, að því er virtist til að fá áheyrn hjá Prússakonungi og kynna list sína í Berlín, en þangað hafði hann aldrei áður komið. En hann sneri heim tómhentur og enn verr settur en áður. Í bréfum sínum greinir hann frá „svörtum hugsunum“ sem hann eigi örðugt með að bægja frá sér. Fyrri hluta árs 1789 samdi Mozart nær ekkert svo mánuðum skipti og árið 1790 er almennt talið daprasta skeiðið á ferli hans; einu bitastæðu verkin eru tveir strengjakvartettar og einn kvintett. Það var ekki fyrr en eftir aðra misheppnaða tónleikaferð – til Frankfurt, þar sem nýr keisari, Leópold II, var krýndur – að sköpunargleði hans tók að glæðast á ný.

Þegar Tyrkjastríðinu lauk blöstu hvarvetna við ný tækifæri. Það var Mozart ekki síst tilefni til bjartsýni að hann hlaut loks fyrirheit um fasta stöðu sem ekki var eingöngu til skrauts. Hann var skipaður aðstoðar-Kapellmeister við dómkirkjuna í Vínarborg og þeirri ráðningu fylgdi samkomulag um að þegar hinn aldni tónlistarstjóri kirkjunnar félli frá tæki Mozart við starfi hans. Einnig hugðist hópur ungverskra aðalsmanna bjóða Mozart heiðurslaun, 1000 flórínur árlega, án þess að nokkrar kvaðir fylgdu. Af þessum áformum fregnaði tónskáldið aðeins fáeinum dögum fyrir andlát sitt.

Stærstan hluta árs 1791 hafði Mozart því fullt tilefni til að horfa björtum augum til framtíðar. Hann samdi fjöldamörg tónverk á skömmum tíma, meðal annars Töfraflautuna og Mildi Títusar sem samin var fyrir krýningu keisarans í Prag. Einnig festi hann á blað ægifagran klarínettukonsert handa vini sínum Anton Stadler og kórmótettuna Ave verum corpus (Heill þér, sanni líkami) þar sem hann fetar braut einfaldleikans af mikilli snilld. Síðasta verk Mozarts var ófullgerð sálumessa en um hana er fjallað í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig varð Sálumessa Mozarts til?

Mozart lést 5. desember 1791, 35 ára að aldri. Svo virðist sem banamein hans hafi verið gigtarsótt. Oft er þess getið í frásögnum um andlátið að hann hafi verið lagður til hinstu hvílu í fátækragröf. Sú var þó alls ekki raunin. Ein af umdeildum endurbótum Jósefs II sneri að því að draga úr kostnaði við útfarir með því að nota fjöldagrafir í ríkari mæli en áður. Flestir þeir sem létust í Vínarborg á þessum árum hlutu sömu örlög og Mozart, hvort sem þeir voru félausir eður ei.

Stund frá síðustu dögum Mozarts eftir austurríska málarann Eduard Friedrich Leybold (1798-1879) frá 1857 en banalega Mozarts var vinsælt myndefni málara á 19. öldinni.

Ekkert bendir til þess að andlát Mozarts hafi borið að með saknæmum hætti þótt Antonio Salieri (1750-1825) hafi um langt skeið mátt dúsa í skammarkróki tónlistarsögunnar fyrir þær sakir. Salieri, sem var um skeið valdamesta tónskáld Vínarborgar, missti vitið síðla árs 1823 og var upp frá því vistaður á geðsjúkrahúsi. Um þetta leyti komst á kreik kvittur þess efnis að hann hefði játað að hafa komið Mozart fyrir kattarnef. Rússneska skáldið Alexander Púshkin samdi árið 1830 einþáttunginn Mozart og Salieri og skáldaði þar upp átyllu fyrir morðinu. Í leiknum tekur Salieri það sárt að horfa upp á ótvíræða yfirburði Mozarts og honum þykir Guð hafa svikið sig með því að útdeila snilligáfunni með slíkum hætti. Þennan þankagang fékk Peter Shaffer að láni í víðfrægt leikrit sitt Amadeus (1979) sem síðan var fært yfir á hvíta tjaldið og hlaut fjölda verlauna. Um myndina er fjallað í svari sama höfundar við spurningunni Hversu sannsöguleg er myndin Amadeus sem fjallar um ævi Mozarts? Leikritin eru áhrifarík en eiga fátt skylt við raunveruleikann. Salieri réð öllu því sem hann vildi ráða; í raun hafði Mozart meira tilefni til að ryðja honum úr vegi en öfugt. Hitt má til sanns vegar færa að ítalski hirðóperustjórinn reyndist Mozart aldrei dyggur bandamaður. Salieri hefði átt hægt með að gefa yngri kollega sínum fleiri tækifæri, panta af honum óperur sem hefðu gefið vel í aðra hönd og þannig létt af honum þeim fjárhagsáhyggjum sem þjökuðu síðustu æviár hans.

Freistandi er að velta því fyrir sér hver framtíðin hefði orðið hefði Mozart orðið svo langra lífdaga auðið sem J.S. Bach – lifað til ársins 1821 – eða Joseph Haydn, til 1833. Víst er að hann var reiðubúinn að nema nýjar lendur; hann stóð á tímamótum í listsköpun sinni og honum virtust allir vegir færir. Ótímabær dauði Mozarts er tvímælalaust eitt mesta harmaefni gjörvallrar tónlistarsögunnar.

Myndir:

Höfundur

Árni Heimir Ingólfsson

tónlistarfræðingur

Útgáfudagur

18.11.2014

Spyrjandi

Herdís Ásta Pálsdóttir

Tilvísun

Árni Heimir Ingólfsson. „Hvað getið þið sagt mér um Wolfgang Amadeus Mozart, í grófum dráttum?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2014. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67425.

Árni Heimir Ingólfsson. (2014, 18. nóvember). Hvað getið þið sagt mér um Wolfgang Amadeus Mozart, í grófum dráttum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67425

Árni Heimir Ingólfsson. „Hvað getið þið sagt mér um Wolfgang Amadeus Mozart, í grófum dráttum?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2014. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67425>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Wolfgang Amadeus Mozart, í grófum dráttum?
Wolfgang Amadeus Mozart (1756–1791) er frægasta undrabarn sögunnar og einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður sem uppi hefur verið. Óperur hans, sinfóníur, konsertar og kórverk eru lykilverk klassíska skeiðsins (þess tímabils tónlistarsögunnar sem varði frá um 1740–1820) og hann er almennt talinn einn mesti tónlistarmaður sem sögur fara af.

Joannes Chrysostomus Wolfgangus Theophilus eins og Mozart var skírður fæddist í Salzburg 29. janúar 1756, yngstur sjö barna Leoplds Mozarts (1719-1787) og eiginkonu hans Önnu Mariu (1720-1778) en aðeins tvö barna þeirra komust á legg. Tónlistarhæfileikar drengsins komu snemma í ljós – hann var þriggja ára þegar eldri systir hans, Maria Anna (kölluð Nannerl) hóf píanónám hjá föður þeirra og brátt tók snáðinn að teygja sig í hljóðfærið. Faðir hans var aðstoðar-Kapellmeister við hirðina, lék á fiðlu í hljómsveitinni og var þokkalegt tónskáld. Því þarf ekki að undra að tónlistarnám drengsins hafi verið tekið föstum tökum.

Mozart var barnastjarna á sínum tíma og byrjaði mjög snemma að koma fram. Mynd eftir óþekktan málara.

Leopold sá fljótt að hægt var að færa sér í nyt tónlistarhæfileika sonarins og þénaði fúlgur á því að láta hann koma fram. Hann fór með fjölskylduna í hverja tónleikaferðina eftir aðra og sú lengsta varði í þrjú og hálft ár, frá því í júní 1763 fram í nóvember 1766. Wolfgang var því samfleytt á faraldsfæti frá átta til 11 ára aldurs, á stöðugum þeytingi um Þýskaland, Frakkland, Belgíu, Holland, England og Sviss. Hvert sem Mozart-fjölskyldan fór var drengurinn látinn leika kúnstir sínar. Hann spilaði eigin músík og las af blaði flóknar tónsmíðar annarra höfunda, honum brást ekki bogalistin þótt klútur væri bundinn fyrir augu hans eða dúkur dreginn yfir nótnaborðið. Sumir höfðu jafnvel grun um að svik væru í tafli og stundum varð að senda eftir skírnarvottorði frá Salzburg til að sefa tortryggni gagnrýnenda.

Mozart sneri aftur til Salzburgar í mars 1773 og hlaut þar lágt launaða stöðu sem fiðluleikari. Honum féll það illa; bærinn var smár og fábreytt tónlistarlífið fullnægði ekki þörfum hans. Salzburg hafði frá miðöldum verið sjálfstætt ríki innan hins Heilaga rómverska keisaraveldis, með landamæri bæði að Bæjaralandi og ríki keisarans í Vínarborg. Í Salzburg fór einn og sami maður með veraldlegt og geistlegt vald, var bæði prins og erkibiskup. Á æskuárum Mozarts gegndi embættinu Sigismund Schrattenbach, sem var tónelskur og sá að slíkt undrabarn var einhver sú besta kynning sem ríki hans gat hlotnast. Því gafst Leopold kostur á launuðu leyfi öll þau ár sem hann fór um álfuna þvera og endilanga með syni sínum. Þegar Schrattenbach lést árið 1771 tók við embættinu Hieronymus Colloredo sem tók annan pól í hæðina. Hann var sparsamari en forverinn og dró úr tónlistarflutningi í kirkjum bæjarins og við hirðina. Þá var hann bráðlyndur og hafði litla þolinmæði gagnvart hinum unga Mozart sem virtist eiga sér það eina takmark að fá betri stöðu í stærri borg. Því gerði erkibiskupinn það sem í hans valdi stóð til að halda Wolfgang innan bæjarmarka og minna hann á það hver héldi um valdataumana.

Vorið 1781 kastaðist í kekki með Mozart og Colloredo erkibiskupi með þeim afleiðingum að tónskáldinu var vísað úr þjónustu erkibiskupsins. Mozart var frjáls maður og Vínarborg varð heimili hans þau tíu ár sem hann átti eftir ólifuð. Ástina fann hann líka í stórborginni og kvæntist haustið 1782 Constönzu Weber (1762 –1842). Hann hafði kynnst fjölskyldu hennar í Mannheim nokkrum árum fyrr og hreifst þá af eldri systur hennar, Aloysiu, sem vildi lítið með hann hafa. Nú voru mæðgurnar allar komnar til Vínarborgar þar sem þær bjuggu við þröngan kost og leigðu út herbergi til að eiga í sig og á. Mozart og Constanza eignuðust sex börn en fjögur þeirra náðu ekki að lifa fyrsta árið.

Fjölskylda Mozarts í kringum 1780. Systkinin Wolfgang Amadeus og Maria Anna ásamt föður sínum með mynd af móðurinni, sem þá var látin, á veggnum. Verk eftir austurríska málarann Johann Nepomuk della Croce (1736–1819).

Í Vínarborg var nóg af tónlist og þar voru margir ólíkir hópar listunnenda með ólíkan smekk. Mozart gerði hvað hann gat til að ávinna sér hylli sem flestra, hafði alla anga úti og nýtti hvert tækifæri sem bauðst. Hann kenndi píanóleik og tónsmíðar og samdi píanó- og kammermúsík til útgáfu fyrir áhugafólk. Einkatónleikar í híbýlum aðalsfólks gáfu einnig vel í aðra hönd. Mest var þó að hafa upp úr óperupöntunum og í þeirri grein tónlistarinnar lá metnaður Mozarts öðrum fremur.

Þótt óperusmíðar væru eftirlætisiðja Mozarts þurfti meira til þess að lifa á. Hann hélt fyrstu sjálfstæðu tónleika sína – eða „akademíu“ – í Vínarborg vorið 1782 og þénaði vel á slíku tónleikahaldi næstu árin. Um árabil var það einkum í píanókonsertunum sem snilligáfa Mozarts fékk að blómstra og þeir voru jafnframt hans helsta tekjulind. Konsertarnir sem Mozart samdi í Vínarborg eru með merkustu tónsmíðum hans og þeir opnuðu honum dyr að frægð og frama. Sem píanóleikari stóðst honum enginn snúning og í konsertum sínum kannaði hann möguleika hljóðfærisins bæði hvað snerti tækni og tjáningu. Framlagi Mozarts til konsertformsins má með réttu líkja við framlag Haydns til sinfóníunnar – hann lagði grunn að nýju tónlistarformi til framtíðar.

Mozart gerði hvað hann gat til að fá fasta stöðu við hirðina en honum reyndist örðugt að ávinna sér traust þeirra sem þar fóru með æðstu völd og hann taldi sig vanmetinn í Vínarborg. Síðla árs 1787 rofaði loksins til þegar Mozart var skipaður Kammer-Kompositor eða kammertónskáld við austurrísku hirðina. Í raun var þetta heiðursstaða og henni fylgdu fáar kvaðir aðrar en þær að semja létta músík fyrir hirðdansleiki sem haldnir voru til að kveðja kjötmetið við upphaf lönguföstu. Mozart stóð sína plikt og samdi alls yfir 80 slíka dansa en launin þóttu lág. Samkvæmt frásögn Constönzu barmaði eiginmaður hennar sér yfir því að launin væru „of mikil fyrir það sem ég geri, of lítil fyrir það sem ég gæti gert“.

Mozart var ótrúlega afkastamikið og fjölhæft tónskáld og einn mesti tónlistarsnillingur sögunnar.

Síðustu árin sem Mozart lifði var hann í miklum fjárhagskröggum. Hann hafði oftast nær prýðilegar tekjur en eyddi um efni fram, lifði hátt og leyfði sér munað bæði í híbýlum og klæðaburði. Hann átti eigin hest og vagn, hélt þjónustustúlku, sendi son sinn í dýran heimavistarskóla og dró það úr hömlu að flytja úr fokdýrri leiguíbúð í ódýrara húsnæði. Lengi hafa verið uppi sögur um að hann hafi tapað stórum upphæðum í fjárhættuspilum; að minnsta kosti virðist hann hafa haft nautn af að spila til fjár. Tækifærum til tónleikahalds fækkaði mjög á árunum 1788 og 1789; pantanir var engar að fá. Fjárþurrð Mozarts var slík að hann sá sig knúinn til að slá bróður sinn í frímúrarareglunni, Michael Puchberg, um hvert lánið eftir annað. Alls ritaði tónskáldið honum á þriðja tug örvæntingarfullra bréfa sem flest hljóma eitthvað á þessa leið:

Drottinn minn! Ég er í slíkri nauð, sem ég gæti ekki óskað versta óvini mínum; og ef að þér, besti vinur og bróðir, bregðist mér er ég að óverðskulduðu og til allrar óhamingju glataður, ásamt veslings konu minni, sjúkri, og barni okkar. ... Guð minn góður! – Í stað þakkarorða ber ég fram bónarorð! – Í stað borgunar, nýja beiðni um lán! Ef þér þekkið innræti mitt til hlítar, hljótið þér að finna til með mér í neyð minni.

Puchberg lánaði Mozart umtalsvert fé en það hrökk skammt. Skuldir hans voru hreinlega of háar.

Ekki var einungis við Mozart sjálfan að sakast í þessum efnum því að efnahagur ríkisins var með lakasta móti á árunum 1788–90. Jósef II Austurríkiskeisari hafði sagt Tyrkjum stríð á hendur en þegar til kom fór allt í handaskolum, misheppnaður stríðsrekstur tæmdi ríkiskassann og kostaði keisarann lífið að auki. Þetta hafði vitaskuld sín áhrif á listalíf borgarinnar. Meðan stríðið geisaði hélt aðallinn sig að mestu á sveitasetrum fjarri Vínarborg og vék tónlistarfólki sínu úr starfi þar sem því varð við komið. Því er ekki að undra þótt dofnaði yfir tónlist í Vínarborg einmitt þau ár sem Mozart þurfti mest á stuðningi að halda. Árið 1790 gaf keisarinn upp öndina og þá tók við opinber sorgartíð og fátt um tónleika – ekki voru haldnir nema tvennir opinberir tónleikar í Vínarborg allt það ár.

Um skeið virtist sem Mozart væri að missa fótanna bæði í list sinni og einkalífi. Hann lagði upp í tveggja mánaða ferðalag vorið 1789, að því er virtist til að fá áheyrn hjá Prússakonungi og kynna list sína í Berlín, en þangað hafði hann aldrei áður komið. En hann sneri heim tómhentur og enn verr settur en áður. Í bréfum sínum greinir hann frá „svörtum hugsunum“ sem hann eigi örðugt með að bægja frá sér. Fyrri hluta árs 1789 samdi Mozart nær ekkert svo mánuðum skipti og árið 1790 er almennt talið daprasta skeiðið á ferli hans; einu bitastæðu verkin eru tveir strengjakvartettar og einn kvintett. Það var ekki fyrr en eftir aðra misheppnaða tónleikaferð – til Frankfurt, þar sem nýr keisari, Leópold II, var krýndur – að sköpunargleði hans tók að glæðast á ný.

Þegar Tyrkjastríðinu lauk blöstu hvarvetna við ný tækifæri. Það var Mozart ekki síst tilefni til bjartsýni að hann hlaut loks fyrirheit um fasta stöðu sem ekki var eingöngu til skrauts. Hann var skipaður aðstoðar-Kapellmeister við dómkirkjuna í Vínarborg og þeirri ráðningu fylgdi samkomulag um að þegar hinn aldni tónlistarstjóri kirkjunnar félli frá tæki Mozart við starfi hans. Einnig hugðist hópur ungverskra aðalsmanna bjóða Mozart heiðurslaun, 1000 flórínur árlega, án þess að nokkrar kvaðir fylgdu. Af þessum áformum fregnaði tónskáldið aðeins fáeinum dögum fyrir andlát sitt.

Stærstan hluta árs 1791 hafði Mozart því fullt tilefni til að horfa björtum augum til framtíðar. Hann samdi fjöldamörg tónverk á skömmum tíma, meðal annars Töfraflautuna og Mildi Títusar sem samin var fyrir krýningu keisarans í Prag. Einnig festi hann á blað ægifagran klarínettukonsert handa vini sínum Anton Stadler og kórmótettuna Ave verum corpus (Heill þér, sanni líkami) þar sem hann fetar braut einfaldleikans af mikilli snilld. Síðasta verk Mozarts var ófullgerð sálumessa en um hana er fjallað í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig varð Sálumessa Mozarts til?

Mozart lést 5. desember 1791, 35 ára að aldri. Svo virðist sem banamein hans hafi verið gigtarsótt. Oft er þess getið í frásögnum um andlátið að hann hafi verið lagður til hinstu hvílu í fátækragröf. Sú var þó alls ekki raunin. Ein af umdeildum endurbótum Jósefs II sneri að því að draga úr kostnaði við útfarir með því að nota fjöldagrafir í ríkari mæli en áður. Flestir þeir sem létust í Vínarborg á þessum árum hlutu sömu örlög og Mozart, hvort sem þeir voru félausir eður ei.

Stund frá síðustu dögum Mozarts eftir austurríska málarann Eduard Friedrich Leybold (1798-1879) frá 1857 en banalega Mozarts var vinsælt myndefni málara á 19. öldinni.

Ekkert bendir til þess að andlát Mozarts hafi borið að með saknæmum hætti þótt Antonio Salieri (1750-1825) hafi um langt skeið mátt dúsa í skammarkróki tónlistarsögunnar fyrir þær sakir. Salieri, sem var um skeið valdamesta tónskáld Vínarborgar, missti vitið síðla árs 1823 og var upp frá því vistaður á geðsjúkrahúsi. Um þetta leyti komst á kreik kvittur þess efnis að hann hefði játað að hafa komið Mozart fyrir kattarnef. Rússneska skáldið Alexander Púshkin samdi árið 1830 einþáttunginn Mozart og Salieri og skáldaði þar upp átyllu fyrir morðinu. Í leiknum tekur Salieri það sárt að horfa upp á ótvíræða yfirburði Mozarts og honum þykir Guð hafa svikið sig með því að útdeila snilligáfunni með slíkum hætti. Þennan þankagang fékk Peter Shaffer að láni í víðfrægt leikrit sitt Amadeus (1979) sem síðan var fært yfir á hvíta tjaldið og hlaut fjölda verlauna. Um myndina er fjallað í svari sama höfundar við spurningunni Hversu sannsöguleg er myndin Amadeus sem fjallar um ævi Mozarts? Leikritin eru áhrifarík en eiga fátt skylt við raunveruleikann. Salieri réð öllu því sem hann vildi ráða; í raun hafði Mozart meira tilefni til að ryðja honum úr vegi en öfugt. Hitt má til sanns vegar færa að ítalski hirðóperustjórinn reyndist Mozart aldrei dyggur bandamaður. Salieri hefði átt hægt með að gefa yngri kollega sínum fleiri tækifæri, panta af honum óperur sem hefðu gefið vel í aðra hönd og þannig létt af honum þeim fjárhagsáhyggjum sem þjökuðu síðustu æviár hans.

Freistandi er að velta því fyrir sér hver framtíðin hefði orðið hefði Mozart orðið svo langra lífdaga auðið sem J.S. Bach – lifað til ársins 1821 – eða Joseph Haydn, til 1833. Víst er að hann var reiðubúinn að nema nýjar lendur; hann stóð á tímamótum í listsköpun sinni og honum virtust allir vegir færir. Ótímabær dauði Mozarts er tvímælalaust eitt mesta harmaefni gjörvallrar tónlistarsögunnar.

Myndir:

...