Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Hver er skilgreiningin á parodíu?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Orðið parodía er komið úr grísku og merkir bókstaflega 'hliðarsöngur'. Það er yfirleitt notað um eftirlíkingar á alvarlegum skáldverkum þar sem fyrirmyndin er skopstæld.

Íslenska orðið skopstæling nær bæði yfir parodíu og hugtakið travestíu en það er dregið af ítalska orðinu travestire sem merkir að 'dulbúa'. Enska orðið transvestite, sem þýtt er sem klæðskiptingur á íslensku, er skylt ítalska orðinu.

Munurinn á parodíu og travestíu felst í því hvort megináherslan sé lögð á inntak eða form. Í parodíu er forminu haldið en efnið eða inntakið er annað. Hátíðlegur stíll fyrirmyndarinnar er þá hinn sami en í stað alvarlegs efnis er fjallað um hversdagslega og 'ómerkilega' atburði. Í travestíu er hins vegar fjallað um alvarlegt og hátíðlegt efni en það fært í hversdagslegt form.

Aristóteles segir í riti sínu Um skáldskaparlistina að Hegemón frá Þasos hafi verið fyrstur til að yrkja skopstælingar (s. 47). Í fornbókmenntum er þekkt dæmi um skopstælingu á Ilíonskviðu gríska skáldsins Hómers. Skopstælingin segir frá stríði músa og froska í stað bardaga milli grískra kappa og Trójumanna. Gríska leikritaskáldið Aristófanes skopstældi harmleiki eftir Evripídes.

Eitt kunnasta dæmið um skopstælingu er skáldsagan Don Kíkóti eftir Miguel de Cervantes. Saga Cervantesar er parodía á riddarasögum og um leið travestía á riddarahugsjóninni.

Náskylt hugtakinu skopstælingu er hugtakið skopmynd (e. caricature) en það er frekar notað um myndverk en um texta. Engu að síður væri hægt að segja að í sumum skáldverkum dragi höfundar upp skopmyndir af tilteknum persónum. Hér til hliðar sést skopmynd af Ópinu sem er frægt málverk eftir Norðmanninn Edvard Munch (1863-1944). Afrit af frummyndinni er hægt að skoða í svari við spurningunni Af hverju er karlinn að hrópa á myndinni "Ópið"? Hvað gerðist svona hræðilegt? en svarið sjálft má skoða sem parodíu á svör Vísindavefsins. Fræðilegum stíl og orðaforða er beitt í svarinu en efnið sjálft er að mestu leyti út í hött. Það sama gildir um mörg önnur föstudagssvör á Vísindavefnum. Þau eru parodíur á hefðbundin svör.

Annað hugtak sem tengist skopstælingum er svo búrleska eða búrleskur stíll. Ítalska orðið burla merkir spaug eða spé og burlesco er spaugsamur. Einkenni á búrleskum stíl eru gróf fyndni, ýkjur og skrumskæling.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:
  • Aristóteles, Um skáldskaparlistina (þýð. Kristján Árnason), Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 1976.
  • Holman, C. Hugh og Harmon, William, A Handbook to Literature (5. útg.), Macmillan Publishing Company, New York 1986.
  • Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Mál og menning, Reykjavík 1989.
  • A simple desultory Philippic

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.6.2008

Spyrjandi

Hilmir Svavars Guðmundsson, f. 1990

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver er skilgreiningin á parodíu?“ Vísindavefurinn, 2. júní 2008. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=31447.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2008, 2. júní). Hver er skilgreiningin á parodíu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=31447

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver er skilgreiningin á parodíu?“ Vísindavefurinn. 2. jún. 2008. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=31447>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er skilgreiningin á parodíu?
Orðið parodía er komið úr grísku og merkir bókstaflega 'hliðarsöngur'. Það er yfirleitt notað um eftirlíkingar á alvarlegum skáldverkum þar sem fyrirmyndin er skopstæld.

Íslenska orðið skopstæling nær bæði yfir parodíu og hugtakið travestíu en það er dregið af ítalska orðinu travestire sem merkir að 'dulbúa'. Enska orðið transvestite, sem þýtt er sem klæðskiptingur á íslensku, er skylt ítalska orðinu.

Munurinn á parodíu og travestíu felst í því hvort megináherslan sé lögð á inntak eða form. Í parodíu er forminu haldið en efnið eða inntakið er annað. Hátíðlegur stíll fyrirmyndarinnar er þá hinn sami en í stað alvarlegs efnis er fjallað um hversdagslega og 'ómerkilega' atburði. Í travestíu er hins vegar fjallað um alvarlegt og hátíðlegt efni en það fært í hversdagslegt form.

Aristóteles segir í riti sínu Um skáldskaparlistina að Hegemón frá Þasos hafi verið fyrstur til að yrkja skopstælingar (s. 47). Í fornbókmenntum er þekkt dæmi um skopstælingu á Ilíonskviðu gríska skáldsins Hómers. Skopstælingin segir frá stríði músa og froska í stað bardaga milli grískra kappa og Trójumanna. Gríska leikritaskáldið Aristófanes skopstældi harmleiki eftir Evripídes.

Eitt kunnasta dæmið um skopstælingu er skáldsagan Don Kíkóti eftir Miguel de Cervantes. Saga Cervantesar er parodía á riddarasögum og um leið travestía á riddarahugsjóninni.

Náskylt hugtakinu skopstælingu er hugtakið skopmynd (e. caricature) en það er frekar notað um myndverk en um texta. Engu að síður væri hægt að segja að í sumum skáldverkum dragi höfundar upp skopmyndir af tilteknum persónum. Hér til hliðar sést skopmynd af Ópinu sem er frægt málverk eftir Norðmanninn Edvard Munch (1863-1944). Afrit af frummyndinni er hægt að skoða í svari við spurningunni Af hverju er karlinn að hrópa á myndinni "Ópið"? Hvað gerðist svona hræðilegt? en svarið sjálft má skoða sem parodíu á svör Vísindavefsins. Fræðilegum stíl og orðaforða er beitt í svarinu en efnið sjálft er að mestu leyti út í hött. Það sama gildir um mörg önnur föstudagssvör á Vísindavefnum. Þau eru parodíur á hefðbundin svör.

Annað hugtak sem tengist skopstælingum er svo búrleska eða búrleskur stíll. Ítalska orðið burla merkir spaug eða spé og burlesco er spaugsamur. Einkenni á búrleskum stíl eru gróf fyndni, ýkjur og skrumskæling.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:
  • Aristóteles, Um skáldskaparlistina (þýð. Kristján Árnason), Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 1976.
  • Holman, C. Hugh og Harmon, William, A Handbook to Literature (5. útg.), Macmillan Publishing Company, New York 1986.
  • Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Mál og menning, Reykjavík 1989.
  • A simple desultory Philippic
...