Sólin Sólin Rís 04:58 • sest 21:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:41 • Sest 09:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:56 • Síðdegis: 24:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík

Í hvaða tilfellum notar maður semíkommu?

JGÞ

Í auglýsingu frá menntamálaráðuneytinu um greinarmerkjasetningu nr. 133/1974 er tilgreind tvenns konar notkun semíkommu:
  1. Í stað punkts má setja semíkommu milli málsgreina, ef málsgreinarnar eru merkingarlega nátengdar, þó einkum ef síðari málsgreinin táknar afleiðingu hinnar fyrri eða andstæðu hennar.

    Dæmi: Hegðun nemendanna var mjög ólík; þess vegna var erfitt að áfellast kennarann fyrir ólíka framkomu við þá.

  2. Milli ósamkynja liða í upptalningu skal setja semíkommu, einkum til að greina þá frá samkynja liðum.

    Dæmi: Verslunin selur ýmiss konar vörur: pappír, ritföng; sígarettur, vindla, neftóbak; sápur, ilmvötn og aðra hreinlætisvöru.
Hægt er skoða fyrrnefnda auglýsingu á gagnlegum vef Eiríks Rögnvaldssonar prófessors í íslenskri málfræði. Ef smellt er númer greina er hægt að skoða útleggingar Eiríks á viðkomandi grein.

Þetta svar á einungis við um semíkommunotkun í íslensku. Reglur um greinarmerkjasetningu eru afar mismunandi eftir tungumálum og yfirleitt er gagnslaust að reyna að notast við reglur úr einu máli þegar farið er að skrifa á öðru.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.6.2003

Spyrjandi

Ásdís Melsted

Tilvísun

JGÞ. „Í hvaða tilfellum notar maður semíkommu?“ Vísindavefurinn, 4. júní 2003. Sótt 1. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3480.

JGÞ. (2003, 4. júní). Í hvaða tilfellum notar maður semíkommu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3480

JGÞ. „Í hvaða tilfellum notar maður semíkommu?“ Vísindavefurinn. 4. jún. 2003. Vefsíða. 1. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3480>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í hvaða tilfellum notar maður semíkommu?
Í auglýsingu frá menntamálaráðuneytinu um greinarmerkjasetningu nr. 133/1974 er tilgreind tvenns konar notkun semíkommu:

  1. Í stað punkts má setja semíkommu milli málsgreina, ef málsgreinarnar eru merkingarlega nátengdar, þó einkum ef síðari málsgreinin táknar afleiðingu hinnar fyrri eða andstæðu hennar.

    Dæmi: Hegðun nemendanna var mjög ólík; þess vegna var erfitt að áfellast kennarann fyrir ólíka framkomu við þá.

  2. Milli ósamkynja liða í upptalningu skal setja semíkommu, einkum til að greina þá frá samkynja liðum.

    Dæmi: Verslunin selur ýmiss konar vörur: pappír, ritföng; sígarettur, vindla, neftóbak; sápur, ilmvötn og aðra hreinlætisvöru.
Hægt er skoða fyrrnefnda auglýsingu á gagnlegum vef Eiríks Rögnvaldssonar prófessors í íslenskri málfræði. Ef smellt er númer greina er hægt að skoða útleggingar Eiríks á viðkomandi grein.

Þetta svar á einungis við um semíkommunotkun í íslensku. Reglur um greinarmerkjasetningu eru afar mismunandi eftir tungumálum og yfirleitt er gagnslaust að reyna að notast við reglur úr einu máli þegar farið er að skrifa á öðru. ...