Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvenær eru upphrópunarmerki notuð og til hvers?

Í Stafsetningarorðabókinni, sem gefin var út 2006, segir um upphrópunarmerki:
Upphrópunarmerki má setja á eftir einstökum orðum eða málsgreinum sem fela í sér upphrópun til að koma til skila fögnuði, skipun, kveðju, fyrirlitningu, undrun o.fl. (bls. 730).
Dæmi sem gefin eru: Þvílík heppni!, Upp með hendur!, Góðan dag!, Góðir áheyrendur!, Svei!, Hún borðaði tómatsósu (!) með grásleppunni.

Benda má á að gildandi ritreglur er að finna á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Reglurnar eru hér.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Útgáfudagur

19.11.2008

Spyrjandi

Jónas James Norris

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær eru upphrópunarmerki notuð og til hvers?“ Vísindavefurinn, 19. nóvember 2008. Sótt 24. september 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=48673.

Guðrún Kvaran. (2008, 19. nóvember). Hvenær eru upphrópunarmerki notuð og til hvers? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48673

Guðrún Kvaran. „Hvenær eru upphrópunarmerki notuð og til hvers?“ Vísindavefurinn. 19. nóv. 2008. Vefsíða. 24. sep. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48673>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Magnús Tumi Guðmundsson

1961

Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarðeðlisfræði og deildarforseti Jarðvísindadeildar HÍ. Gos undir jökli og jökulhlaupin sem fylgja hafa verið eitt helsta viðfangsefni Magnúsar.