Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Í bókinni Íslenzkar rjettritunarreglur eftir Halldór Kr. Friðriksson, sem gefin var út 1859, er fjallað um tilvísunarmerki (bls. 245) og sagt að það eigi að vera „--“. Að öllum líkindum hefur Halldór haft danska og þýska venju að fyrirmynd. Sama kemur fram í bók Magnúsar Jónssonar, Stuttur leiðarvísir fyrir alþýðu til þess að skrifa íslenzku rjett og greinilega, en hún var gefin út þremur árum fyrr. Þar eru merkin sögð heita „tilgreiningarmerki eða gæsalappir.“ Í málfræði Halldórs Briem, sem gefin var út í sex útgáfum, er talað um tilvitnunarmerkin „“. Á fyrri hluta 20. aldar bar einnig nokkuð á að notuð væru merkin << -->> að danskri fyrirmynd. Í núgildandi íslenskum, dönskum og þýskum greinarmerkjareglum eru gæsalappir sagðar vera „--“.
Orðið gæsalappir er komið úr þýsku Gänsefüsschen, sem telst til talmáls. Gæsalappir heita einnig í þýsku Anführungszeichen. Gåsefødder þekkist í dönsku sem tökuorð úr þýsku en algengara er að tala um gåseøjne, 'gæsaaugu'. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um gæsalappir er úr fyrrnefndri bók Magnúsar Jónssonar.
Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni íslensku gæsalappanna? Eru þær notaðar í öðrum ritmálum?“ Vísindavefurinn, 26. október 2001, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1925.
Guðrún Kvaran. (2001, 26. október). Hver er uppruni íslensku gæsalappanna? Eru þær notaðar í öðrum ritmálum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1925
Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni íslensku gæsalappanna? Eru þær notaðar í öðrum ritmálum?“ Vísindavefurinn. 26. okt. 2001. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1925>.