Hornklofa skal setja utan um það, sem skotið er inn í orðrétta tilvitnun. Dæmi: „Honum [þ.e. Hvítingi] hafði ekki orðið eitrið að bana“. Hið innskotna orð skal auðkennt, t.d. með undirstrikun í skrifuðu máli og skáletri eða feitletri á prenti.Það að einkenna innskotna orðið með feitletri eða skáletri, virðist ekki vera vanalegt þó að slíkt sé tiltekið í auglýsingunni. Við þetta má bæta að hornklofar eru einnig notaðir til að afmarka úrfellingu í beinni tilvitnun og þá eru þrípunktar hafðir innan hornklofanna [...]. Stundum eru þrípunktarnir einir látnir nægja þegar úrfelling er sýnd. Hornklofar eru einnig notaðir utan um hljóðritun. Hægt er að lesa um fleiri greinarmerki á Vísindavefnum í svörum við spurningunum:
Hvenær ber að nota hornklofa, []?
Útgáfudagur
4.10.2004
Spyrjandi
Björn Björnsson
Tilvísun
JGÞ. „Hvenær ber að nota hornklofa, []?“ Vísindavefurinn, 4. október 2004, sótt 9. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4541.
JGÞ. (2004, 4. október). Hvenær ber að nota hornklofa, []? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4541
JGÞ. „Hvenær ber að nota hornklofa, []?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2004. Vefsíða. 9. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4541>.