Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær ber að nota hornklofa, []?

JGÞ

Um notkun greinarmerkja í íslensku er hægt að lesa í auglýsingu um greinarmerkjasetningu. Þar segir um hornklofa:
Hornklofa skal setja utan um það, sem skotið er inn í orðrétta tilvitnun.

Dæmi: „Honum [þ.e. Hvítingi] hafði ekki orðið eitrið að bana“. Hið innskotna orð skal auðkennt, t.d. með undirstrikun í skrifuðu máli og skáletri eða feitletri á prenti.
Það að einkenna innskotna orðið með feitletri eða skáletri, virðist ekki vera vanalegt þó að slíkt sé tiltekið í auglýsingunni.

Við þetta má bæta að hornklofar eru einnig notaðir til að afmarka úrfellingu í beinni tilvitnun og þá eru þrípunktar hafðir innan hornklofanna [...]. Stundum eru þrípunktarnir einir látnir nægja þegar úrfelling er sýnd. Hornklofar eru einnig notaðir utan um hljóðritun.

Hægt er að lesa um fleiri greinarmerki á Vísindavefnum í svörum við spurningunum:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.10.2004

Spyrjandi

Björn Björnsson

Tilvísun

JGÞ. „Hvenær ber að nota hornklofa, []?“ Vísindavefurinn, 4. október 2004, sótt 9. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4541.

JGÞ. (2004, 4. október). Hvenær ber að nota hornklofa, []? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4541

JGÞ. „Hvenær ber að nota hornklofa, []?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2004. Vefsíða. 9. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4541>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær ber að nota hornklofa, []?
Um notkun greinarmerkja í íslensku er hægt að lesa í auglýsingu um greinarmerkjasetningu. Þar segir um hornklofa:

Hornklofa skal setja utan um það, sem skotið er inn í orðrétta tilvitnun.

Dæmi: „Honum [þ.e. Hvítingi] hafði ekki orðið eitrið að bana“. Hið innskotna orð skal auðkennt, t.d. með undirstrikun í skrifuðu máli og skáletri eða feitletri á prenti.
Það að einkenna innskotna orðið með feitletri eða skáletri, virðist ekki vera vanalegt þó að slíkt sé tiltekið í auglýsingunni.

Við þetta má bæta að hornklofar eru einnig notaðir til að afmarka úrfellingu í beinni tilvitnun og þá eru þrípunktar hafðir innan hornklofanna [...]. Stundum eru þrípunktarnir einir látnir nægja þegar úrfelling er sýnd. Hornklofar eru einnig notaðir utan um hljóðritun.

Hægt er að lesa um fleiri greinarmerki á Vísindavefnum í svörum við spurningunum:...