Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:31 • Sest 02:09 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:23 • Síðdegis: 24:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:08 • Síðdegis: 18:28 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaða reglur gilda um notkun þrípunkta í íslensku ritmáli?

Guðrún Kvaran

Í auglýsingu menntamálaráðuneytisins um greinarmerkjasetningu frá 1974 er ekki fjallað um svokallaða úrfellingarpunkta eða þrípunkta. Nokkur hefð hefur þó skapast um notkun þeirra og eru þessar reglur helstar:
  1. Þrír punktar eru notaðir til að sýna að fellt hafi verið innan úr venjulegum texta eða úr tilvitnun. Þá er haft stafbil báðum megin við punktana. Dæmi: Ugla sat á kvisti ... eitt, tvö, þrjú og það varst þú.
  2. Ef setning endar á úrfellingarpunktum á ekki að setja punkt. Dæmi: Ugla sat á kvisti ... Hins vegar skal setja spurningarmerki eða upphrópunarmerki eftir þrípunktum ef við á. Dæmi: „Er hann nokkuð ... “?
  3. Ef felldur er niður hluti orðs er ekki notað stafbil framan við punktana en hins vegar aftan við þá. Dæmi: „Hann er andsk... asni.“

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

25.2.2004

Spyrjandi

Sigurður Líndal

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða reglur gilda um notkun þrípunkta í íslensku ritmáli?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2004. Sótt 14. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4019.

Guðrún Kvaran. (2004, 25. febrúar). Hvaða reglur gilda um notkun þrípunkta í íslensku ritmáli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4019

Guðrún Kvaran. „Hvaða reglur gilda um notkun þrípunkta í íslensku ritmáli?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2004. Vefsíða. 14. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4019>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða reglur gilda um notkun þrípunkta í íslensku ritmáli?
Í auglýsingu menntamálaráðuneytisins um greinarmerkjasetningu frá 1974 er ekki fjallað um svokallaða úrfellingarpunkta eða þrípunkta. Nokkur hefð hefur þó skapast um notkun þeirra og eru þessar reglur helstar:

  1. Þrír punktar eru notaðir til að sýna að fellt hafi verið innan úr venjulegum texta eða úr tilvitnun. Þá er haft stafbil báðum megin við punktana. Dæmi: Ugla sat á kvisti ... eitt, tvö, þrjú og það varst þú.
  2. Ef setning endar á úrfellingarpunktum á ekki að setja punkt. Dæmi: Ugla sat á kvisti ... Hins vegar skal setja spurningarmerki eða upphrópunarmerki eftir þrípunktum ef við á. Dæmi: „Er hann nokkuð ... “?
  3. Ef felldur er niður hluti orðs er ekki notað stafbil framan við punktana en hins vegar aftan við þá. Dæmi: „Hann er andsk... asni.“
...