Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Úr hverju er strokleður?

EDS

Strokleður (e. rubber, eraser) er ekki gert úr leðri eins og kannski mætti giska á út frá nafninu heldur er uppistaðan oft gúmmí blandað jurtaolíu, fínum vikri og brennisteini. Þessi blanda er pressuð saman og vúlkaníseruð, en svo kallast hitameðferð sem notuð er til að herða gúmmí og gera það fjaðurmagnað. Nú orðið er stundum farið að nota vinýl í strokleður í stað gúmmís.

Saga strokleðursins nær aftur til 18. aldar þegar menn komust að því að gúmmí sem barst til Evrópu frá Suður-Ameríku gat þurrkað út svört blýstrik. Áður hafði brauðmylsna verið notuð til þessa verks. Strokleður var fyrst sett á endann á blýanti í Bandaríkjunum árið 1858.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

24.3.2004

Spyrjandi

Elín Lára Reynisdóttir, f. 1994
Anna, Arna og Helga, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Úr hverju er strokleður?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2004. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4081.

EDS. (2004, 24. mars). Úr hverju er strokleður? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4081

EDS. „Úr hverju er strokleður?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2004. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4081>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Úr hverju er strokleður?
Strokleður (e. rubber, eraser) er ekki gert úr leðri eins og kannski mætti giska á út frá nafninu heldur er uppistaðan oft gúmmí blandað jurtaolíu, fínum vikri og brennisteini. Þessi blanda er pressuð saman og vúlkaníseruð, en svo kallast hitameðferð sem notuð er til að herða gúmmí og gera það fjaðurmagnað. Nú orðið er stundum farið að nota vinýl í strokleður í stað gúmmís.

Saga strokleðursins nær aftur til 18. aldar þegar menn komust að því að gúmmí sem barst til Evrópu frá Suður-Ameríku gat þurrkað út svört blýstrik. Áður hafði brauðmylsna verið notuð til þessa verks. Strokleður var fyrst sett á endann á blýanti í Bandaríkjunum árið 1858.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir:...