Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Á að hindra aðgang fíkla að tölvuleikjum?

ÞV

Spurningin í heild var svohljóðandi:
Í svari ykkar við spurningunni Eru tölvuleikir vanabindandi? þann 14.02. kemur fram að breyta þurfi aðstæðum "fíkilsins" kerfisbundið. Hvernig ber að skilja það? Á t.d. að hindra aðgang viðkomandi að tölvuleikjum? Eða hvað á að gera? Svar óskast.
Spurningin vísar í eftirfarandi orð í svari þeirra Gabrielu Zuilmu Sigurðardóttur og Sigurðar J. Grétarssonar:
Þeir sem eru næst spilaranum orða þetta kannski þannig að hann „sé orðinn háður leiknum" sem sé „vanabindandi," en kannski er nóg að skýra áráttu mannsins með þeim aðstæðum sem hér var lýst. Atferlisfræðingar telja mestu skipta að átta sig á að aðstæður mannsins halda við hegðuninni, og til þess að breyta henni verður að breyta aðstæðum hans kerfisbundið svo að athygli þessa blessaða manns beinist aftur að því sem máli skiptir í lífinu.

Vísindavefurinn getur að sjálfsögðu ekki tekið að sér beina uppeldisráðgjöf enda er slíkt yfirleitt einstaklingsbundið. En við teljum eðlilegast að lesa svarið þannig að átt sé við almennar breytingar á aðstæðum öðrum en þeim sem snúa að tölvuleikjunum sjálfum. Ef "fíknin" er komin úr böndum er líklegast að orsakarinnar sé að leita í öðrum aðstæðum svo sem þeim að önnur áhugamál skorti, félagsskapur sé ónógur eða að einstaklingurinn axli ekki nógu mikla ábyrgð á eigin lífi. Það er ekki líklegt að árangur náist með boðum og bönnum, heldur þurfi aðrar, helst "jákvæðar" breytingar á umhverfi og aðstæðum. Ef annað um þrýtur er hægt að leita aðstoðar hjá ýmiss konar meðferðaraðilum.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

13.5.2000

Spyrjandi

Reynir Karlsson

Tilvísun

ÞV. „Á að hindra aðgang fíkla að tölvuleikjum?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2000. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=411.

ÞV. (2000, 13. maí). Á að hindra aðgang fíkla að tölvuleikjum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=411

ÞV. „Á að hindra aðgang fíkla að tölvuleikjum?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2000. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=411>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Á að hindra aðgang fíkla að tölvuleikjum?
Spurningin í heild var svohljóðandi:

Í svari ykkar við spurningunni Eru tölvuleikir vanabindandi? þann 14.02. kemur fram að breyta þurfi aðstæðum "fíkilsins" kerfisbundið. Hvernig ber að skilja það? Á t.d. að hindra aðgang viðkomandi að tölvuleikjum? Eða hvað á að gera? Svar óskast.
Spurningin vísar í eftirfarandi orð í svari þeirra Gabrielu Zuilmu Sigurðardóttur og Sigurðar J. Grétarssonar:
Þeir sem eru næst spilaranum orða þetta kannski þannig að hann „sé orðinn háður leiknum" sem sé „vanabindandi," en kannski er nóg að skýra áráttu mannsins með þeim aðstæðum sem hér var lýst. Atferlisfræðingar telja mestu skipta að átta sig á að aðstæður mannsins halda við hegðuninni, og til þess að breyta henni verður að breyta aðstæðum hans kerfisbundið svo að athygli þessa blessaða manns beinist aftur að því sem máli skiptir í lífinu.

Vísindavefurinn getur að sjálfsögðu ekki tekið að sér beina uppeldisráðgjöf enda er slíkt yfirleitt einstaklingsbundið. En við teljum eðlilegast að lesa svarið þannig að átt sé við almennar breytingar á aðstæðum öðrum en þeim sem snúa að tölvuleikjunum sjálfum. Ef "fíknin" er komin úr böndum er líklegast að orsakarinnar sé að leita í öðrum aðstæðum svo sem þeim að önnur áhugamál skorti, félagsskapur sé ónógur eða að einstaklingurinn axli ekki nógu mikla ábyrgð á eigin lífi. Það er ekki líklegt að árangur náist með boðum og bönnum, heldur þurfi aðrar, helst "jákvæðar" breytingar á umhverfi og aðstæðum. Ef annað um þrýtur er hægt að leita aðstoðar hjá ýmiss konar meðferðaraðilum....