Sólin Sólin Rís 04:51 • sest 22:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:07 • Sest 14:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:33 • Síðdegis: 20:56 í Reykjavík

Verkar kreatín ef viðkomandi er ekki að stunda lyftingar, bara aðrar íþróttir?

SHB

Kreatín er fæðubótaefni úr amínósýrum sem líkaminn framleiðir sjálfur en íþróttamenn nota gjarnan til að auka afköst sín, aðallega í kraftlyftingum eða sprettíþróttir. Í svari Steinars Aðalbjörnssonar við spurningunni Hvað er kreatín? segir:

Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að neysla á kreatíni (oftast kreatín mónóhydrate) geti aukið hámarksafköst þeirra sem stunda íþróttagreinar þar sem hámarksáreynsla í stuttan tíma (6-60 sek.) er mikilvæg. Má þar nefna spretthlaup, lyftingar, spretthjólreiðar og sprettsund.

Í samantekt svarsins segir höfundur ennfremur:

Það er ljóst að neysla á kreatíni er nokkuð almenn meðal þeirra sem stunda líkamsrækt af einhverjum toga. Aðallega á þetta þó við um þá einstaklinga sem lyfta lóðum og þá sem stunda einhvers konar sprettíþróttir enda eru nær engar rannsóknir til sem sýnt hafa fram á að neysla kreatíns gagnist þeim sem stunda aðrar íþróttir (til dæmis langhlaup). Þrátt fyrir að neysla á kreatíni virðist hafa jákvæð áhrif á hámarksafköst iðkenda í ofangreindum íþróttagreinum má ekki gleyma því að eituráhrif vegna langvarandi notkunar hafa ekki verið rannsökuð til hlítar.

Við hvetjum lesendur til að kynna sér kreatín með því að lesa ofangreint svar.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

4.5.2005

Spyrjandi

Sturla Freyr Gíslason

Tilvísun

SHB. „Verkar kreatín ef viðkomandi er ekki að stunda lyftingar, bara aðrar íþróttir?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2005. Sótt 3. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4975.

SHB. (2005, 4. maí). Verkar kreatín ef viðkomandi er ekki að stunda lyftingar, bara aðrar íþróttir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4975

SHB. „Verkar kreatín ef viðkomandi er ekki að stunda lyftingar, bara aðrar íþróttir?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2005. Vefsíða. 3. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4975>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Verkar kreatín ef viðkomandi er ekki að stunda lyftingar, bara aðrar íþróttir?
Kreatín er fæðubótaefni úr amínósýrum sem líkaminn framleiðir sjálfur en íþróttamenn nota gjarnan til að auka afköst sín, aðallega í kraftlyftingum eða sprettíþróttir. Í svari Steinars Aðalbjörnssonar við spurningunni Hvað er kreatín? segir:

Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að neysla á kreatíni (oftast kreatín mónóhydrate) geti aukið hámarksafköst þeirra sem stunda íþróttagreinar þar sem hámarksáreynsla í stuttan tíma (6-60 sek.) er mikilvæg. Má þar nefna spretthlaup, lyftingar, spretthjólreiðar og sprettsund.

Í samantekt svarsins segir höfundur ennfremur:

Það er ljóst að neysla á kreatíni er nokkuð almenn meðal þeirra sem stunda líkamsrækt af einhverjum toga. Aðallega á þetta þó við um þá einstaklinga sem lyfta lóðum og þá sem stunda einhvers konar sprettíþróttir enda eru nær engar rannsóknir til sem sýnt hafa fram á að neysla kreatíns gagnist þeim sem stunda aðrar íþróttir (til dæmis langhlaup). Þrátt fyrir að neysla á kreatíni virðist hafa jákvæð áhrif á hámarksafköst iðkenda í ofangreindum íþróttagreinum má ekki gleyma því að eituráhrif vegna langvarandi notkunar hafa ekki verið rannsökuð til hlítar.

Við hvetjum lesendur til að kynna sér kreatín með því að lesa ofangreint svar....