Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvenær voru bananar fyrst ræktaðir á Íslandi?

Ívar Daði Þorvaldsson

Bananar eru ræktaðir í hitabeltisumhverfi en þess utan er unnt að rækta banana í þar til gerðum gróðurhúsum.

Í júlímánuði árið 1939 flutti Hlín Eiríksdóttir fyrst allra Íslendinga bananaplöntur til Íslands frá Englandi. Bananana ræktaði hún í Laugardal í Reykjavík í garðyrkjustöð sem hún átti með föður sínum. Árið 1941 þroskuðust síðan fyrstu bananarnir. Garðyrkjuskóli ríkisins naut góðs af ræktun Hlínar en árið 1942 gaf hún nokkrar bananaplöntur til skólans en bananaræktun hefur síðan þá verið árviss. Skólinn var þá staðsettur á Reykjum í Ölfusi en þar var byggt sérstakt gróðurhús ætlað til ræktunar á banönum árið 1951. Nú hefur Landbúnaðarháskóli Íslands tekið við keflinu en hann hefur meðal annars starfsstöð á Reykjum í Ölfusi.

Bananaræktun á Íslandi.

Í gróðurhúsinu á Reykjum voru ekki einungis ræktaðir bananar. Þar mátti meðal annars finna kaffiplöntu og gráfíkjutré.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

Sigurjón Halldórsson bar fram spurninguna:

Geta bananar þroskast á Íslandi?


Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Sigurði Guðjónssyni fyrir aðstoð við heimildaöflun.

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.2.2011

Spyrjandi

Ritstjórn, Sigurjón Halldórsson

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvenær voru bananar fyrst ræktaðir á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2011. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58583.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2011, 15. febrúar). Hvenær voru bananar fyrst ræktaðir á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58583

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvenær voru bananar fyrst ræktaðir á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 15. feb. 2011. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58583>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær voru bananar fyrst ræktaðir á Íslandi?
Bananar eru ræktaðir í hitabeltisumhverfi en þess utan er unnt að rækta banana í þar til gerðum gróðurhúsum.

Í júlímánuði árið 1939 flutti Hlín Eiríksdóttir fyrst allra Íslendinga bananaplöntur til Íslands frá Englandi. Bananana ræktaði hún í Laugardal í Reykjavík í garðyrkjustöð sem hún átti með föður sínum. Árið 1941 þroskuðust síðan fyrstu bananarnir. Garðyrkjuskóli ríkisins naut góðs af ræktun Hlínar en árið 1942 gaf hún nokkrar bananaplöntur til skólans en bananaræktun hefur síðan þá verið árviss. Skólinn var þá staðsettur á Reykjum í Ölfusi en þar var byggt sérstakt gróðurhús ætlað til ræktunar á banönum árið 1951. Nú hefur Landbúnaðarháskóli Íslands tekið við keflinu en hann hefur meðal annars starfsstöð á Reykjum í Ölfusi.

Bananaræktun á Íslandi.

Í gróðurhúsinu á Reykjum voru ekki einungis ræktaðir bananar. Þar mátti meðal annars finna kaffiplöntu og gráfíkjutré.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

Sigurjón Halldórsson bar fram spurninguna:

Geta bananar þroskast á Íslandi?


Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Sigurði Guðjónssyni fyrir aðstoð við heimildaöflun....