Sólin Sólin Rís 03:46 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:13 • Síðdegis: 12:17 í Reykjavík

Af hverju verða bananar brúnir eða svartir?

Emelía Eiríksdóttir

Hér er einnig svarað spurningunni:
  • Þroskast bananar fyrr í kulda? Ef ég set banana í frystinn og tek þá út stuttu síðar þá eru komnir brúnir blettir í þá.

Eflaust hafa margir tekið eftir því að þegar bananar eru geymdir í nokkra daga breytist litur hýðisins úr gulum yfir í brúnan eða svartan. Það sama á sér stað ef bananar eru skornir í sundur, þá verður sárið (bæði hýðið og aldinkjötið) brúnt eftir skamma stund, einhverjar mínútur upp í klukkutíma. Ástæðan fyrir þessu eru ákveðin efnahvörf sem eiga sér stað.

Bananar verða fljótt brúnir þegar hýðið hefur verið fjarlægt eða ef þeir verða fyrir hnjaski.

Í vef banana er meðal annars að finna svonefnd fenól-efni og pólýfenól oxidasa-ensím. Í ósködduðum og „ungum“ banana eru þessi efni aðskilin en þegar bananinn eldist byrja frumur hans að skemmast og þá blandast fenól-efnið og ensímið. Það sama gerist ef bananinn verður fyrir hnjaski, hýðið er tekið utan af honum eða ef hann er skorinn í sundur. Með hjálp súrefnis umbreytir ensímið þá fenólinu í kínón-efni (e. quinone) og í kjölfarið fjölliðast kínón-efnið. Þessar fjölliður kallast pólýfenól og eru svartar, brúnar eða rauðar að lit. Þær eru ástæða dökka litarins á banönunum en einnig á eplum, perum, kartöflum og fleiri ávöxtum og grænmeti.

Hægt er að hægja á eða koma í veg fyrir þessa litabreytingu með þrennum hætti:

  1. Með því að stjórna sýrustigi á yfirborði bananans.
  2. Með því að hindra aðgengi súrefnis að banananum.
  3. Með því lækka hitastigið sem bananinn er geymdur við.

Pólýfenól oxidasa-ensímin virka best við pH 6,5-7,0. Þar sem lægra sýrustig lækkar virkni ensímanna eða óvirkjar þau alveg er því eitt ráð að hella súrum safa yfir banana. Til að hindra aðgengi súrefnis að banana sem búið er að taka hýðið af eða skera í sundur, má geyma bananann í vatni. Kuldi hægir á þroskunarferli banana, hann mun því endast nokkrum dögum lengur ef hann er geymdur í ísskáp frekar en við stofuhita, því pólýfenól-ensímin virka betur við herbergishita. Banani varðveitist enn betur í frysti. Fólki gæti þó brugðið við að frysta heilan banana í hýðinu því hýðið dökknar í frystinum. Það er vegna þess að vatnið í frumum hýðisins frýs og sprengir frumurnar. Við það blandast fenól-efnin og pólýfenól oxidasa-ensímin sem svertir hýðið. Aldinkjöt bananans helst þó vel í frysti.

Heimildir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.10.2021

Spyrjandi

Snorri Halldórsson, Eyja Líf Sævarsdóttir, Þór Friðriksson, Unnur Sara Eldjárn, Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju verða bananar brúnir eða svartir?“ Vísindavefurinn, 27. október 2021. Sótt 23. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54460.

Emelía Eiríksdóttir. (2021, 27. október). Af hverju verða bananar brúnir eða svartir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54460

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju verða bananar brúnir eða svartir?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2021. Vefsíða. 23. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54460>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju verða bananar brúnir eða svartir?
Hér er einnig svarað spurningunni:

  • Þroskast bananar fyrr í kulda? Ef ég set banana í frystinn og tek þá út stuttu síðar þá eru komnir brúnir blettir í þá.

Eflaust hafa margir tekið eftir því að þegar bananar eru geymdir í nokkra daga breytist litur hýðisins úr gulum yfir í brúnan eða svartan. Það sama á sér stað ef bananar eru skornir í sundur, þá verður sárið (bæði hýðið og aldinkjötið) brúnt eftir skamma stund, einhverjar mínútur upp í klukkutíma. Ástæðan fyrir þessu eru ákveðin efnahvörf sem eiga sér stað.

Bananar verða fljótt brúnir þegar hýðið hefur verið fjarlægt eða ef þeir verða fyrir hnjaski.

Í vef banana er meðal annars að finna svonefnd fenól-efni og pólýfenól oxidasa-ensím. Í ósködduðum og „ungum“ banana eru þessi efni aðskilin en þegar bananinn eldist byrja frumur hans að skemmast og þá blandast fenól-efnið og ensímið. Það sama gerist ef bananinn verður fyrir hnjaski, hýðið er tekið utan af honum eða ef hann er skorinn í sundur. Með hjálp súrefnis umbreytir ensímið þá fenólinu í kínón-efni (e. quinone) og í kjölfarið fjölliðast kínón-efnið. Þessar fjölliður kallast pólýfenól og eru svartar, brúnar eða rauðar að lit. Þær eru ástæða dökka litarins á banönunum en einnig á eplum, perum, kartöflum og fleiri ávöxtum og grænmeti.

Hægt er að hægja á eða koma í veg fyrir þessa litabreytingu með þrennum hætti:

  1. Með því að stjórna sýrustigi á yfirborði bananans.
  2. Með því að hindra aðgengi súrefnis að banananum.
  3. Með því lækka hitastigið sem bananinn er geymdur við.

Pólýfenól oxidasa-ensímin virka best við pH 6,5-7,0. Þar sem lægra sýrustig lækkar virkni ensímanna eða óvirkjar þau alveg er því eitt ráð að hella súrum safa yfir banana. Til að hindra aðgengi súrefnis að banana sem búið er að taka hýðið af eða skera í sundur, má geyma bananann í vatni. Kuldi hægir á þroskunarferli banana, hann mun því endast nokkrum dögum lengur ef hann er geymdur í ísskáp frekar en við stofuhita, því pólýfenól-ensímin virka betur við herbergishita. Banani varðveitist enn betur í frysti. Fólki gæti þó brugðið við að frysta heilan banana í hýðinu því hýðið dökknar í frystinum. Það er vegna þess að vatnið í frumum hýðisins frýs og sprengir frumurnar. Við það blandast fenól-efnin og pólýfenól oxidasa-ensímin sem svertir hýðið. Aldinkjöt bananans helst þó vel í frysti.

Heimildir:...