Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Um ber gildir það sama og um ávexti og grænmeti, orðið hefur ekki alveg nákvæmlega sömu merkingu í fræðilegu samhengi og daglegu máli. Um ávexti og grænmeti og merkingu þeirra orða má lesa í svari við spurningunni Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti?

Grasafræðileg skilgreining á beri (e. berry) er að það er kjötmikill ávöxtur sem myndast úr einu blómlegi. Dæmi um slíka ávexti eru meðal annars vínber (Vitis vinifera) og bláber (Vaccinium myrtillus). Ber eru algengustu dæmi um aldinkjötmikla ávexti þar sem allt egglegið sjálft umbreytist í ætilegt aldinkjöt með misstór fræ í miðjum ávextinum. Banani, sem spyrjanda fýsir að vita um, fellur einmitt undir þessa skilgreiningu og telst því vera ber. Dæmi um fleiri ávexti sem grasafræðilega eru skilgreindir sem ber eru tómatar og lárpera eða avókadó.

Bananar líkjast ekki mikið því sem við í daglegu tali köllum ber, en grasafræðilega teljast þeir engu að síður til berja.

Samkvæmt enskri málvenju nær skilgreining á beri þó aðeins til smávaxinna kringlóttra eða hálfegglaga aldinna sem eru yfirleitt áberandi skærlit, með safaríku aldinkjöti og sæt eða súr á bragðið. Sennilega á þessi skilgreining líka við um íslenska málvenju.

En aftur að banönum. Bananar eru, líkt og önnur „ber“, afar næringarríkir, meðal annars innihalda þeir mikið magn mjölva og eru mettandi. Þeir eru einnig mikilvæg uppspretta A, B og E vítamína og í þeim er umtalsvert magn af steinefnum, til dæmis fosfór, járn, kalk og sink. Bananar eru auðmeltir og því góðir fyrir þá sem hættir til að fá meltingartruflanir. Það er því óhætt að mæla með að lesendur neyti banana líkt og annarra berja (eða annarra ávaxta).

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

17.9.2012

Spyrjandi

Snædís Ylfa Sveinsdóttir, Alexander Freyr Lúðvíksson, Birgir Þór Bjartmarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er banani ber?“ Vísindavefurinn, 17. september 2012, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62980.

Jón Már Halldórsson. (2012, 17. september). Er banani ber? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62980

Jón Már Halldórsson. „Er banani ber?“ Vísindavefurinn. 17. sep. 2012. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62980>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er banani ber?
Um ber gildir það sama og um ávexti og grænmeti, orðið hefur ekki alveg nákvæmlega sömu merkingu í fræðilegu samhengi og daglegu máli. Um ávexti og grænmeti og merkingu þeirra orða má lesa í svari við spurningunni Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti?

Grasafræðileg skilgreining á beri (e. berry) er að það er kjötmikill ávöxtur sem myndast úr einu blómlegi. Dæmi um slíka ávexti eru meðal annars vínber (Vitis vinifera) og bláber (Vaccinium myrtillus). Ber eru algengustu dæmi um aldinkjötmikla ávexti þar sem allt egglegið sjálft umbreytist í ætilegt aldinkjöt með misstór fræ í miðjum ávextinum. Banani, sem spyrjanda fýsir að vita um, fellur einmitt undir þessa skilgreiningu og telst því vera ber. Dæmi um fleiri ávexti sem grasafræðilega eru skilgreindir sem ber eru tómatar og lárpera eða avókadó.

Bananar líkjast ekki mikið því sem við í daglegu tali köllum ber, en grasafræðilega teljast þeir engu að síður til berja.

Samkvæmt enskri málvenju nær skilgreining á beri þó aðeins til smávaxinna kringlóttra eða hálfegglaga aldinna sem eru yfirleitt áberandi skærlit, með safaríku aldinkjöti og sæt eða súr á bragðið. Sennilega á þessi skilgreining líka við um íslenska málvenju.

En aftur að banönum. Bananar eru, líkt og önnur „ber“, afar næringarríkir, meðal annars innihalda þeir mikið magn mjölva og eru mettandi. Þeir eru einnig mikilvæg uppspretta A, B og E vítamína og í þeim er umtalsvert magn af steinefnum, til dæmis fosfór, járn, kalk og sink. Bananar eru auðmeltir og því góðir fyrir þá sem hættir til að fá meltingartruflanir. Það er því óhætt að mæla með að lesendur neyti banana líkt og annarra berja (eða annarra ávaxta).

Heimild og mynd:...