Sólin Sólin Rís 03:36 • sest 23:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:09 • Sest 23:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:36 • sest 23:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:09 • Sest 23:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort eru ólífur ávextir eða grænmeti?

Jón Már Halldórsson

Ólífur (Olea europea) vaxa úr blómlegi á ólífutrjám og flokkast því sem ávextir. Upprunalega er ólífutréð frá svæðum við botn Miðjarðarhafs þar sem nú er Ísrael, Líbanon og Jórdanía og hefur ávöxtur þess verið notaður í þúsundir ára. Fyrir um 2.000 f. kr. komust Egyptar í kynni við ólífur og síðar Grikkir og er meðal annars minnst á ólífur í Hómerskviðum og víðar í ritum fornaldar.Ólífur eru ávextir ólífutrjáa.

Ólífur eru holl fæða. Þær eru ríkar af einómettuðum fitusýrum, E-vítamíni, járni og trefjum. Svartar eða fjólubláar ólífur innihalda efnasambandið anthocíanín (anthocyanin) en það er vatnsleysanlegt litarefni sem gefur ólífunum dökkan lit.

Nær öll heimsframleiðsla á ólífum fer fram við Miðjarðarhaf. Spánn er nú mesti ólífuframleiðandi heims með rúmlega 6 milljónir tonna. Því næst kemur Ítalía með 3,5 milljónir tonna og Grikkland með rúm 2,4 milljónir tonna.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Import Peace. Sótt 29. 12. 2009.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.1.2010

Spyrjandi

Sindri Rafn Þrastarson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvort eru ólífur ávextir eða grænmeti?“ Vísindavefurinn, 6. janúar 2010, sótt 13. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51262.

Jón Már Halldórsson. (2010, 6. janúar). Hvort eru ólífur ávextir eða grænmeti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51262

Jón Már Halldórsson. „Hvort eru ólífur ávextir eða grænmeti?“ Vísindavefurinn. 6. jan. 2010. Vefsíða. 13. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51262>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort eru ólífur ávextir eða grænmeti?
Ólífur (Olea europea) vaxa úr blómlegi á ólífutrjám og flokkast því sem ávextir. Upprunalega er ólífutréð frá svæðum við botn Miðjarðarhafs þar sem nú er Ísrael, Líbanon og Jórdanía og hefur ávöxtur þess verið notaður í þúsundir ára. Fyrir um 2.000 f. kr. komust Egyptar í kynni við ólífur og síðar Grikkir og er meðal annars minnst á ólífur í Hómerskviðum og víðar í ritum fornaldar.Ólífur eru ávextir ólífutrjáa.

Ólífur eru holl fæða. Þær eru ríkar af einómettuðum fitusýrum, E-vítamíni, járni og trefjum. Svartar eða fjólubláar ólífur innihalda efnasambandið anthocíanín (anthocyanin) en það er vatnsleysanlegt litarefni sem gefur ólífunum dökkan lit.

Nær öll heimsframleiðsla á ólífum fer fram við Miðjarðarhaf. Spánn er nú mesti ólífuframleiðandi heims með rúmlega 6 milljónir tonna. Því næst kemur Ítalía með 3,5 milljónir tonna og Grikkland með rúm 2,4 milljónir tonna.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Import Peace. Sótt 29. 12. 2009....