Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Eru vínber raunverulega ber?

JGÞ

Spurningin í fullri lengd hljómaði svona:
Eru vínber raunverulega ber? Á íslensku inniheldur orðið vínber augljóslega ber en yfirleitt er það ekki þannig í erlendum tungumálum. Síðan er mjög mismunandi eftir því hvar maður leitar hvert svarið við þessari spurningu er. Auk þess hef ég tekið eftir því að það er mismunandi eftir menningarheimum hvert svarið er. Til dæmis trúa flestir hér á Íslandi því að vínber sé ber en í Chile, sem er frægt fyrir vínberjaræktun segir fólk að vínber séu ekki ber.

Svarið við þessari spurningu er einfaldlega já. Grasafræðingar flokka vínber (Vitis vinifera) til berja og það á reyndar einnig við um ýmsa ávexti sem við teljum ekki til berja í daglegu tali, til dæmis banana, tómata og lárperu. Í svari við spurningunni Er banani ber? segir þetta um skilgreiningu á berjum:

Grasafræðileg skilgreining á beri (e. berry) er að það er kjötmikill ávöxtur sem myndast úr einu blómlegi. Dæmi um slíka ávexti eru meðal annars vínber (Vitis vinifera) og bláber (Vaccinium myrtillus). Ber eru algengustu dæmi um aldinkjötmikla ávexti þar sem allt egglegið sjálft umbreytist í ætilegt aldinkjöt með misstór fræ í miðjum ávextinum.

Vínber í Síle. Grasafræðingar flokka vínber sem ber en það sama á ekki endilega við um hversdagslegan skilning fólks í sumum tungumálum, til að mynda í ensku og spænsku.

Heiti vínberja á íslensku hefur það í för með sér að í daglegu tali líta væntanlega flestir svo á að þau séu ber. Það sama á hins vegar ekki endilega við um önnur tungumál. Hjá ensku- og spænskumælandi fólki eru vínber ekki talin til berja. Enska heitið yfir vínber er grape og í spænsku nefnast þau uva. Það hefur hins vegar ekkert með grasafræðilega flokkun vínberja að gera.

Leifur Eiríksson sigldi til lands sem hann nefndi Vínland, enda fann hann þar vínvið með vínberjum.

Orðið vínber á sér langa sögu í íslensku. Á þau er til dæmis minnst í Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu. Samkvæmt síðarnefndu sögunni sigldi Leifur Eiríksson og menn hans til lands þar sem þeir fundu vínvið með vínberjum. Landið kölluðu þeir Vínland.

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

27.9.2017

Spyrjandi

Dagmar Linda Steinbergsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Eru vínber raunverulega ber?“ Vísindavefurinn, 27. september 2017. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74508.

JGÞ. (2017, 27. september). Eru vínber raunverulega ber? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74508

JGÞ. „Eru vínber raunverulega ber?“ Vísindavefurinn. 27. sep. 2017. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74508>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru vínber raunverulega ber?
Spurningin í fullri lengd hljómaði svona:

Eru vínber raunverulega ber? Á íslensku inniheldur orðið vínber augljóslega ber en yfirleitt er það ekki þannig í erlendum tungumálum. Síðan er mjög mismunandi eftir því hvar maður leitar hvert svarið við þessari spurningu er. Auk þess hef ég tekið eftir því að það er mismunandi eftir menningarheimum hvert svarið er. Til dæmis trúa flestir hér á Íslandi því að vínber sé ber en í Chile, sem er frægt fyrir vínberjaræktun segir fólk að vínber séu ekki ber.

Svarið við þessari spurningu er einfaldlega já. Grasafræðingar flokka vínber (Vitis vinifera) til berja og það á reyndar einnig við um ýmsa ávexti sem við teljum ekki til berja í daglegu tali, til dæmis banana, tómata og lárperu. Í svari við spurningunni Er banani ber? segir þetta um skilgreiningu á berjum:

Grasafræðileg skilgreining á beri (e. berry) er að það er kjötmikill ávöxtur sem myndast úr einu blómlegi. Dæmi um slíka ávexti eru meðal annars vínber (Vitis vinifera) og bláber (Vaccinium myrtillus). Ber eru algengustu dæmi um aldinkjötmikla ávexti þar sem allt egglegið sjálft umbreytist í ætilegt aldinkjöt með misstór fræ í miðjum ávextinum.

Vínber í Síle. Grasafræðingar flokka vínber sem ber en það sama á ekki endilega við um hversdagslegan skilning fólks í sumum tungumálum, til að mynda í ensku og spænsku.

Heiti vínberja á íslensku hefur það í för með sér að í daglegu tali líta væntanlega flestir svo á að þau séu ber. Það sama á hins vegar ekki endilega við um önnur tungumál. Hjá ensku- og spænskumælandi fólki eru vínber ekki talin til berja. Enska heitið yfir vínber er grape og í spænsku nefnast þau uva. Það hefur hins vegar ekkert með grasafræðilega flokkun vínberja að gera.

Leifur Eiríksson sigldi til lands sem hann nefndi Vínland, enda fann hann þar vínvið með vínberjum.

Orðið vínber á sér langa sögu í íslensku. Á þau er til dæmis minnst í Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu. Samkvæmt síðarnefndu sögunni sigldi Leifur Eiríksson og menn hans til lands þar sem þeir fundu vínvið með vínberjum. Landið kölluðu þeir Vínland.

Myndir:

...