Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:26 • Sest 04:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:54 • Síðdegis: 13:57 í Reykjavík

Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur heppni eða Bjarni Herjólfsson?

Gunnar Karlsson (1939-2019)

Norrænir menn munu hafa siglt til Norður-Ameríku um aldamótin 1000, og frá því segir þýski presturinn Adam frá Brimum strax á öldinni á eftir. En enginn Ameríkufari er nafngreindur í ritum sem hafa verið skráð fyrr en í fyrsta lagi um aldamótin 1200, tveimur öldum eftir atburðina. Því er útilokað að segja með vissu hvað sá norrænn maður hét sem fyrstur kom auga á meginland Ameríku. Kannski hét hann hvorki Leifur né Bjarni.

Hins vegar má leiða líkur að því út frá ritheimildum hvort Leifur eða Bjarni hafi verið fyrr á ferðinni. Frá þessum atburðum er sagt í tveimur Íslendingasögum, Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða, sem hafa mikið efni sameiginlegt en ber einnig á milli um margt. Samkvæmt Grænlendinga sögu gerðist þetta þannig að Bjarna Herjólfsson bar af leið frá Íslandi til Grænlands, og hitti hann þrisvar á ókunnugt land, fyrst ófjöllótt land og skógi vaxið, síðan slétt land og viði vaxið, síðast eyju með jökli á, áður en þeir komust til Grænlands. Ekki er þess getið að þeir Bjarni tækju nokkurs staðar land fyrr en á Grænlandi. Síðar keypti Leifur Eiríksson skipið af Bjarna og stýrði fyrsta rannsóknarleiðangrinum til þessara landa. Þeir komu fyrst að því landi sem Bjarni hafði fundið síðast og kölluðu það Helluland. Síðan komu þeir að skógi vöxnu landi sem þeir kölluðu Markland. Síðast gerðu þeir sér hús á landi þar sem þeir áttu eftir að finna vínvið og kölluðu Vínland.


L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi

Í Eiríks sögu rauða er Bjarni Herjólfsson ekki nefndur, en sagt að Leifur Eiríksson hafi rekist á land, þar sem voru hveitiakrar sjálfsánir og vínviður vaxinn, á leið sinni frá Noregi til Grænlands. Hann kannaði landið en hélt svo til Grænlands og átti ekki aftukvæmt til Vínlands.

Lengi var talið að Eiríks saga rauða væri áreiðanlegri en Grænlendinga saga, enda hefur Leifur fengið alla frægðina af fundi Ameríku. En árið 1956 færði Jón Jóhannesson prófessor rök að því í grein að Grænlendinga saga væri eldri og áreiðanlegri. Síðan hefur Ólafur Halldórsson kannað þetta mál mest, og er niðurstaða hans sú að ekki sé hægt að gera upp á milli sagnanna sem slíkra. Hvorug þeirra styðjist við hina, og séu þær líklega skrifaðar um svipað leyti eftir sögusögnum, að hluta til ólíkum.

Meiri líkur verða að teljast á að sögusagnir einfaldist í meðförum en að þær verði flóknari. Líklegra er að Bjarni Herjólfsson hafi gleymst í sögnunum sem liggja að baki Eiríks sögu en að honum hafi verið bætt við í sögnunum sem Grænlendinga saga hefur notað. Líklegra er að verk tveggja manna, Bjarna og Leifs, hafi orðið að verki eins, Leifs, þegar sögunar gengust í munni, en öfugt. Því finnst mér sennilegra að Bjarni hafi fundið landið sem seinna var kallað Ameríka en Leifur. En það er hreint ekki öruggt og hverjum manni leyfilegt að halda því fram um þetta efni sem honum finnst líklegast. Það eina sem er vitað með fullri vissu er að norrænir menn hafa byggt hús á Nýfundnalandi einhvern tímann kringum aldamótin 1000. Það sanna fornleifar sem hafa verið grafnar upp í L’Anse aux Meadows þar í landi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gunnar Karlsson (1939-2019)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

19.2.2000

Spyrjandi

Björgvin Gauti Bæringsson

Tilvísun

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur heppni eða Bjarni Herjólfsson?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2000. Sótt 24. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=125.

Gunnar Karlsson (1939-2019). (2000, 19. febrúar). Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur heppni eða Bjarni Herjólfsson? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=125

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur heppni eða Bjarni Herjólfsson?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2000. Vefsíða. 24. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=125>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur heppni eða Bjarni Herjólfsson?
Norrænir menn munu hafa siglt til Norður-Ameríku um aldamótin 1000, og frá því segir þýski presturinn Adam frá Brimum strax á öldinni á eftir. En enginn Ameríkufari er nafngreindur í ritum sem hafa verið skráð fyrr en í fyrsta lagi um aldamótin 1200, tveimur öldum eftir atburðina. Því er útilokað að segja með vissu hvað sá norrænn maður hét sem fyrstur kom auga á meginland Ameríku. Kannski hét hann hvorki Leifur né Bjarni.

Hins vegar má leiða líkur að því út frá ritheimildum hvort Leifur eða Bjarni hafi verið fyrr á ferðinni. Frá þessum atburðum er sagt í tveimur Íslendingasögum, Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða, sem hafa mikið efni sameiginlegt en ber einnig á milli um margt. Samkvæmt Grænlendinga sögu gerðist þetta þannig að Bjarna Herjólfsson bar af leið frá Íslandi til Grænlands, og hitti hann þrisvar á ókunnugt land, fyrst ófjöllótt land og skógi vaxið, síðan slétt land og viði vaxið, síðast eyju með jökli á, áður en þeir komust til Grænlands. Ekki er þess getið að þeir Bjarni tækju nokkurs staðar land fyrr en á Grænlandi. Síðar keypti Leifur Eiríksson skipið af Bjarna og stýrði fyrsta rannsóknarleiðangrinum til þessara landa. Þeir komu fyrst að því landi sem Bjarni hafði fundið síðast og kölluðu það Helluland. Síðan komu þeir að skógi vöxnu landi sem þeir kölluðu Markland. Síðast gerðu þeir sér hús á landi þar sem þeir áttu eftir að finna vínvið og kölluðu Vínland.


L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi

Í Eiríks sögu rauða er Bjarni Herjólfsson ekki nefndur, en sagt að Leifur Eiríksson hafi rekist á land, þar sem voru hveitiakrar sjálfsánir og vínviður vaxinn, á leið sinni frá Noregi til Grænlands. Hann kannaði landið en hélt svo til Grænlands og átti ekki aftukvæmt til Vínlands.

Lengi var talið að Eiríks saga rauða væri áreiðanlegri en Grænlendinga saga, enda hefur Leifur fengið alla frægðina af fundi Ameríku. En árið 1956 færði Jón Jóhannesson prófessor rök að því í grein að Grænlendinga saga væri eldri og áreiðanlegri. Síðan hefur Ólafur Halldórsson kannað þetta mál mest, og er niðurstaða hans sú að ekki sé hægt að gera upp á milli sagnanna sem slíkra. Hvorug þeirra styðjist við hina, og séu þær líklega skrifaðar um svipað leyti eftir sögusögnum, að hluta til ólíkum.

Meiri líkur verða að teljast á að sögusagnir einfaldist í meðförum en að þær verði flóknari. Líklegra er að Bjarni Herjólfsson hafi gleymst í sögnunum sem liggja að baki Eiríks sögu en að honum hafi verið bætt við í sögnunum sem Grænlendinga saga hefur notað. Líklegra er að verk tveggja manna, Bjarna og Leifs, hafi orðið að verki eins, Leifs, þegar sögunar gengust í munni, en öfugt. Því finnst mér sennilegra að Bjarni hafi fundið landið sem seinna var kallað Ameríka en Leifur. En það er hreint ekki öruggt og hverjum manni leyfilegt að halda því fram um þetta efni sem honum finnst líklegast. Það eina sem er vitað með fullri vissu er að norrænir menn hafa byggt hús á Nýfundnalandi einhvern tímann kringum aldamótin 1000. Það sanna fornleifar sem hafa verið grafnar upp í L’Anse aux Meadows þar í landi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

...