Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hafa fundist fornleifar á Grænlandi og Vínlandi eftir norræna víkinga?

Orri Vésteinsson

Á Grænlandi eru mjög umfangsmiklar leifar eftir byggð norræns fólks sem hófst á seinni hluta tíundu aldar og leið undir lok á þeirri fimmtándu. Hinir norrænu Grænlendingar bjuggu í tveimur aðskildum byggðarlögum og eru meir en 500 kílómetrar á milli þeirra. Það stærra var kallað Eystribyggð og er syðst á Grænlandi, vestan við Hvarf. Þar hafa fundist leifar meir en 300 bæjarstæða og sextán kirkna og nærri 200 minjastaðir til viðbótar sem vitna um þessa búsetu. Hitt byggðarlagið var kallað Vestribyggð og var mun norðar, nálægt þar sem höfuðborg Grænlands, Nuuk, stendur nú. Vestribyggð var mun minni og eru um 70 bæjarstæði þekkt þar en aðeins tvær kirkjurústir. Stundum er einnig talað um þriðja byggðarlagið, Miðbyggð, sem er skammt norðan við Eystribyggð, með rúmlega 20 bæjarstæðum.

Kortið sýnir þá staði þar sem ummerki um norrænt fólk hafa fundist á Grænlandi og austurströnd Kanada. Kortið gerði Lísabet Guðmundsdóttir.

Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á þessum fornleifum en þær hafa aðallega beinst að lokaskeiði byggðarinnar, milli 1250 og 1450. Á nokkrum stöðum hafa þó komið í ljós leifar frá lokum víkingaaldar, árabilinu 950 til 1050 þegar landnám á Grænlandi átti sér stað. Þar á meðal eru bæjarhús sem eru af sama toga og við þekkjum á Íslandi og í elstu kirkjugörðunum hafa fundist bein af fólki sem hægt er að sjá af samsætumælingum að var fætt á Íslandi. Meira að segja hafa fundist bein úr tveimur nautgripum sem bornir voru á Íslandi. Hins vegar hafa engin kuml fundist á Grænlandi enda hefur landnámsfólkið flest verið kristið. En það þýðir að vopn og skartgripir, af því tagi sem finnast í íslenskum kumlum og við tengjum gjarnan sterklega við hugmyndina um víkinga, hafa ekki fundist á Grænlandi. Hins vegar hefur fundist þar talsvert af rúnaáletrunum.

Lítill skáli frá elleftu öld á Bænum undir sandinum í Vestribyggð á Grænlandi. Húsið var elsta byggingarstigið af mörgum á þessu bæjarstæði og hefur öll sömu einkenni og íslenskir skálar frá sama tíma.

Á einum stað í Kanada hafa fundist minjar um leiðangrana sem farnir voru til að leita Vínlands í byrjun elleftu aldar. Hann er á norðurenda Nýfundnalands og kallast L‘Anse aux Meadows. Þar hafa verið grafnar upp nokkrar byggingar af sama tagi og fundist hafa á Grænlandi og Íslandi. Einnig fundust þar merki um járnsmíði – sem indjánar á Nýfundnalandi stunduðu ekki – og gripir sem örugglega eru komnir frá Evrópu. Þessi staður er miklu norðar en vínviður vex og er því væntanlega ekki í því Vínlandi sem lýst er í fornsögum. Góð rök eru fyrir því að líta á hann sem einskonar áfangastað þar sem landkönnuðir höfðu vetursetu áður en þeir héldu enn lengra til suðurs. Um það vitnar hnetuskurn sem fannst í rústunum. Hún er af tegund sem ekki vex norðar en við mynni St Lawrence-árinnar, um þúsund kílómetrum sunnar. Þangað hefur leiðangursfólk komið en svo týnt skurninni þegar það kom í bækistöðina á Nýfundnalandi á heimleið.

Hringprjónn frá Hofstöðum í Mývatnssveit af sömu gerð og prjónn sem fannst á L‘Anse aux Meadows (sem er mun verr farinn). Prjónar af þessari gerð hafa flestir fundist á Írlandi og eru því taldir hafa verið smíðaðir þar en þeir voru í tísku í byggðum norrænna manna við Norður Atlantshaf.

Til viðbótar við þennan eina stað, þar sem öruggt er að norrænt fólk var á ferð, hafa á nokkrum stöðum fundist evrópskir gripir í byggðum inúíta og indjána frá lokum víkingaaldar. Þeir gætu vitnað um viðskipti milli þessara hópa en gripir þessir eru þó ekki fleiri eða fjölbreytilegri en svo að þeir gætu hafa verið hirtir úr yfirgefnum bækistöðvum eins og L‘Anse aux Meadows eða úr skipsflökum.

Heimildir:
  • Fanning, Thomas 1994, Viking Age Ringed Pins from Dublin (Medieval Dublin Excavations 1962-81. Ser. B; Vol. 4), Royal Irish Academy, and National Museum of Ireland.
  • Guðmundur Ólafsson & Albrethsen, Svend Erik 2000, ‘Bærinn undir sandinum. Rannsókn á skála í Vestribyggð á Grænlandi.’ Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1998, 130-39.
  • Gulløv, Hans Christian ritstj. 2004, Grønlands forhistorie, København: Gyldendal.
  • Wallace, Birgitta 2003, ‘L’Anse aux Meadows and Vinland. An Abandoned Experiment.’ J. Barrett ritstj. Contact, Continuity, and Collapse. The Norse Colonisation of the North Atlantic, Turnhout: Brepols, 207-238.

Höfundur

Orri Vésteinsson

prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

22.11.2021

Spyrjandi

Halla María

Tilvísun

Orri Vésteinsson. „Hafa fundist fornleifar á Grænlandi og Vínlandi eftir norræna víkinga?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2021. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=82673.

Orri Vésteinsson. (2021, 22. nóvember). Hafa fundist fornleifar á Grænlandi og Vínlandi eftir norræna víkinga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82673

Orri Vésteinsson. „Hafa fundist fornleifar á Grænlandi og Vínlandi eftir norræna víkinga?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2021. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82673>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hafa fundist fornleifar á Grænlandi og Vínlandi eftir norræna víkinga?
Á Grænlandi eru mjög umfangsmiklar leifar eftir byggð norræns fólks sem hófst á seinni hluta tíundu aldar og leið undir lok á þeirri fimmtándu. Hinir norrænu Grænlendingar bjuggu í tveimur aðskildum byggðarlögum og eru meir en 500 kílómetrar á milli þeirra. Það stærra var kallað Eystribyggð og er syðst á Grænlandi, vestan við Hvarf. Þar hafa fundist leifar meir en 300 bæjarstæða og sextán kirkna og nærri 200 minjastaðir til viðbótar sem vitna um þessa búsetu. Hitt byggðarlagið var kallað Vestribyggð og var mun norðar, nálægt þar sem höfuðborg Grænlands, Nuuk, stendur nú. Vestribyggð var mun minni og eru um 70 bæjarstæði þekkt þar en aðeins tvær kirkjurústir. Stundum er einnig talað um þriðja byggðarlagið, Miðbyggð, sem er skammt norðan við Eystribyggð, með rúmlega 20 bæjarstæðum.

Kortið sýnir þá staði þar sem ummerki um norrænt fólk hafa fundist á Grænlandi og austurströnd Kanada. Kortið gerði Lísabet Guðmundsdóttir.

Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á þessum fornleifum en þær hafa aðallega beinst að lokaskeiði byggðarinnar, milli 1250 og 1450. Á nokkrum stöðum hafa þó komið í ljós leifar frá lokum víkingaaldar, árabilinu 950 til 1050 þegar landnám á Grænlandi átti sér stað. Þar á meðal eru bæjarhús sem eru af sama toga og við þekkjum á Íslandi og í elstu kirkjugörðunum hafa fundist bein af fólki sem hægt er að sjá af samsætumælingum að var fætt á Íslandi. Meira að segja hafa fundist bein úr tveimur nautgripum sem bornir voru á Íslandi. Hins vegar hafa engin kuml fundist á Grænlandi enda hefur landnámsfólkið flest verið kristið. En það þýðir að vopn og skartgripir, af því tagi sem finnast í íslenskum kumlum og við tengjum gjarnan sterklega við hugmyndina um víkinga, hafa ekki fundist á Grænlandi. Hins vegar hefur fundist þar talsvert af rúnaáletrunum.

Lítill skáli frá elleftu öld á Bænum undir sandinum í Vestribyggð á Grænlandi. Húsið var elsta byggingarstigið af mörgum á þessu bæjarstæði og hefur öll sömu einkenni og íslenskir skálar frá sama tíma.

Á einum stað í Kanada hafa fundist minjar um leiðangrana sem farnir voru til að leita Vínlands í byrjun elleftu aldar. Hann er á norðurenda Nýfundnalands og kallast L‘Anse aux Meadows. Þar hafa verið grafnar upp nokkrar byggingar af sama tagi og fundist hafa á Grænlandi og Íslandi. Einnig fundust þar merki um járnsmíði – sem indjánar á Nýfundnalandi stunduðu ekki – og gripir sem örugglega eru komnir frá Evrópu. Þessi staður er miklu norðar en vínviður vex og er því væntanlega ekki í því Vínlandi sem lýst er í fornsögum. Góð rök eru fyrir því að líta á hann sem einskonar áfangastað þar sem landkönnuðir höfðu vetursetu áður en þeir héldu enn lengra til suðurs. Um það vitnar hnetuskurn sem fannst í rústunum. Hún er af tegund sem ekki vex norðar en við mynni St Lawrence-árinnar, um þúsund kílómetrum sunnar. Þangað hefur leiðangursfólk komið en svo týnt skurninni þegar það kom í bækistöðina á Nýfundnalandi á heimleið.

Hringprjónn frá Hofstöðum í Mývatnssveit af sömu gerð og prjónn sem fannst á L‘Anse aux Meadows (sem er mun verr farinn). Prjónar af þessari gerð hafa flestir fundist á Írlandi og eru því taldir hafa verið smíðaðir þar en þeir voru í tísku í byggðum norrænna manna við Norður Atlantshaf.

Til viðbótar við þennan eina stað, þar sem öruggt er að norrænt fólk var á ferð, hafa á nokkrum stöðum fundist evrópskir gripir í byggðum inúíta og indjána frá lokum víkingaaldar. Þeir gætu vitnað um viðskipti milli þessara hópa en gripir þessir eru þó ekki fleiri eða fjölbreytilegri en svo að þeir gætu hafa verið hirtir úr yfirgefnum bækistöðvum eins og L‘Anse aux Meadows eða úr skipsflökum.

Heimildir:
  • Fanning, Thomas 1994, Viking Age Ringed Pins from Dublin (Medieval Dublin Excavations 1962-81. Ser. B; Vol. 4), Royal Irish Academy, and National Museum of Ireland.
  • Guðmundur Ólafsson & Albrethsen, Svend Erik 2000, ‘Bærinn undir sandinum. Rannsókn á skála í Vestribyggð á Grænlandi.’ Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1998, 130-39.
  • Gulløv, Hans Christian ritstj. 2004, Grønlands forhistorie, København: Gyldendal.
  • Wallace, Birgitta 2003, ‘L’Anse aux Meadows and Vinland. An Abandoned Experiment.’ J. Barrett ritstj. Contact, Continuity, and Collapse. The Norse Colonisation of the North Atlantic, Turnhout: Brepols, 207-238.

...